Norðurljósið - 01.01.1970, Side 190
190
NORÐURLJÓSIÐ
ÁMINNING FRÁ PÁLI POSTULA
„Fyrst af öllu áminni ég þá um, að fram fari ákall, bænir, fyrir-
bænir og þakkargerðir fyrir öllum mönnum, fyrir konungum og
öllum þeim, sem hátt eru settir, til þess að vér fáum lifað friðsam-
legu og rólegu lífi í allri guðhræðslu og siðprýði. Þetta er gott og
þóknanlegt fyrir frelsara vorum Guði, sem vill, að allir menn verði
hólpnir og 'komist til þekkingar á sannleikanum.“ (1. Tím. 2. 1.—4.1
Við eigum því að muna eftir að biðja fyrir forseta íslands, ríkis-
stjórn þess, borgarstjórn Reykjavíkur, bæjar- og sveitarstjórum,
dómurum og embættismönnum ríkisins, þingmönnum, verkalýðs-
foringjum og fyrir öllum mönnum. Hvers eigum við að beiðast
þeim til handa? Vizku, réttsýni og sanngirni, að þeir horfi ekki
um of á eigin hagsmuni, heldur heill lands og þjóðar, og að þeim
verði gefið að taka viturlegar ákvarðanir, er vanda ber að höndum.
Ekki má heldur gleyma, þörf sérhvers þeirra á hjálpræðinu í Krisli
og þekkingunni á honum.
Munið eftir þessu, trúuðu lesendur. S. G. I.
GUÐ SVARAÐI BÆN
Árla á sl. vetri spáði veðurfræðingur því, að veturinn mundi
verða kaldur vetur og hafísvetur. Guð var beðinn að ibægja hafísn-
um burt frá landinu. Það gerði hann. Hann kom mjög sjaldan upp
að landi og olli litlum truflunum á veiðum eða skipaferðum. Guðs er
dýrðin fyrir það, að svara 'bæn og bægja þessum gamla vágesti
landsins á brott. S. G. J.
Er Kristur dýrmætur?
Er Kristur þér dýrmætur? Sé hann þér ekki dýrmætur, ertu í ófriði við
GuSs barn. Ef þaS þreytir þig að heyra um hann, þá þreytir það þig, sem Guð
Guð. Sé hann þér ekki dýrmætari en allt annað, þá ertu í slæmu ástandi sem
hefir unun af, og himininn gæti ekkert yndi veitt þér. Þú gætir ekki notið
nokkurrar ánægju á himni, ef þú hefir enga unun af Kristi, því að þar er hann
aðal ununar efnið. F.r það satt um þig, að þú sjáir ekki þá fegurð í Kristi, að
þú þráir hann?: í augum Guðs er hann fullkomin fegurð, — allur yndis-
legur .... Eg spyr, hvort Kristur sé eftirþrá hjarta þíns? — (Þýtt).