Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 98

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 98
98 VI L JA FORELDRAR STUÐNING Í FORELDRAHLUTVERK INU? Geðtengsl eru tilfinningaleg tengsl sem myndast milli einstaklinga og þau geta bæði verið jákvæð og neikvæð. Þeim sem hefur tekist að mynda góð geðtengsl finnst þeir vera öruggir og óhultir meðan þeim sem ekki hafa myndað góð geðtengsl finnst þeir ekki vera það. Geðtengslahegðun er skilgreind sem hvers kyns hegðun sem er afrakstur af nánu sambandi við annan einstakling. Náið, gagnvirkt samband foreldris og barns er talið stuðla að sterkum og góðum geðtengslum þeirra í milli. Sýnt hefur verið fram á að móður- eða föðurleg viðbrögð (responsiveness), svo sem að sýna vernd, hlýju og stuðning, og hæfileiki til að koma til móts við þarfir barns (attune) séu lykil- atriði í því að byggja upp öryggi og annað sem myndar góð geðtengsl. Barn sem myndað hefur góð geðtengsl frá unga aldri við foreldra eða aðra nána umönnunar- aðila mun líklega telja sig verðugt ástar og athygli og byggja innra með sér eiginleika eins og ábyrgð, ástúð, áreiðanleika og umhyggju fyrir öðrum. Þessa þætti ber barnið sennilega með sér fram á fullorðinsár og þeir liggja til grundvallar þegar barnið stofnar til sambanda við aðrar manneskjur á lífsleiðinni. Á hinn bóginn lítur barn sem myndað hefur óörugg geðtengsl frekar á veröldina sem hættulegan íverustað, tekur samferða- fólki sínu með varúð og álítur sjálft sig einskis nýtt og ekki verðugt ástúðar. Tengslin við foreldrana vara lengi og fyrir unglinga eru foreldrahúsin mikilvægt akkeri þegar erfiðleikar, ógn eða leiði steðjar að (Bowlby, 1988; Holmes, 1993). Talið er að jákvæður persónuþroski eigi sér stað hjá unglingum þegar foreldrar veita þeim tilfinningalegan stuðning og þegar foreldrarnir vita í hverju daglegar athafnir unglinganna eru fólgnar, bæði í skólanum og utan hans (Sartor og Youniss, 2002). Í rannsókn á vímuefnaneyslu ungs fólks á Akureyri kemur fram að því betri sem tengsl ungmenna við foreldra sína eru þeim mun meiri líkur eru á að ungmennunum vegni vel í skólanum og minni líkur á andfélagslegri hegðun. Ef tengsl foreldra og barna rofna verður erfiðara fyrir skólana og tómstundafélögin að vinna gegn þeim áhrifum sem ungmennin verða fyrir annars staðar frá (Svandís Nína Jónsdóttir, Hera Hallbera Björnsdóttir, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir og Inga Dóra Sigfúsdóttir, 2002). Bandarískar kannanir síðustu ára hafa sýnt að hægt er að bæta námsárangur nem- enda með því að fá foreldra til að styðja þá í náminu (Bloom, 1986). Komið hefur fram í rannsóknum á samstarfi heimila og grunnskóla að sterk tengsl séu milli námsárang- urs og þátttöku foreldra. Slíkt skilar sér einnig í betri líðan nemenda og betri náms- frammistöðu (Epstein, 1995; Hickman, Greenwood og Miller, 1995; Wang, Haertel og Walberg, 1990). Miklu máli skiptir hvort foreldrarnir líta á sig sem áhrifavalda eða ekki og hvernig aðferðum þeir beita. Þeir foreldrar sem telja sig geta haft áhrif eru líklegri til að taka þátt í námi barna sinna, þeir skapa tilfinningalegan og samfélagsleg- an stuðning við barnið innan skólaumhverfisins (Epstein, 1995 og Pelletier og Brent, 2002). Á 9. áratug síðustu aldar var gerð samanburðarrannsókn meðal fimm ára barna og foreldra þeirra alls staðar á Norðurlöndum undir heitinu BASUN-rannsóknin eða Barnæska og samfélagsumbreytingar á Norðurlöndum. Skoðaðir voru þættir eins og viðhorf, samskiptamynstur, siðvenjur í hversdagslífinu, inntak í samskiptum barna og foreldra og einnig samskipti við önnur börn. Niðurstöður rannsóknarinnar eru m.a. þær að á Íslandi virðist vera mjög lítill stéttamunur í uppeldisháttum. Foreldrar barnanna í íslenska úrtakinu létu minna með börn sín en hinir foreldrarnir, þeir áttu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.