Hugur - 01.01.2004, Síða 8
6
Inngangur ritstjóra
fyrir samfélagsrannsóknir (Institut fiir Sozialforschung) var í útlegð. Arið
1942 fluttist hann til Kaliforníu og vann ásamt Max Horkheimer að Dial-
ektik der Aufkldrung sem kom út árið 1947 en ekki fyrr en á dánarári Ador-
nos, 1969, í Þýskalandi. Kafli úr þeirri bók birtist nýlega í íslenskri þýðingu
í greinasafninu Afangar í kvikmyndafræðum (ritstj. Guðni Elísson, Forlagið,
2003) og er það fyrsti texti Adornos sem er þýddur á íslensku. Árið 1949
sneri Adorno aftur til Þýskalands þar sem hann var skipaður prófessor í sam-
félagsheimspeki (síðar í heimspeki og félagsfræði) við Frankfurtar-háskóla
og stjórnaði ásamt Horkheimer IFS-stofnuninni sem sneri með þeim aftur
úr útlegð. Hér birtist í þýðingu Stefáns Jónssonar síðasti fyrirlesturinn af 17
sem Adorno flutti nemendum sínum undir yfirskriftinni „Vandkvæði sið-
fræðinnar" (jProbleme der Moralphilosophie) á sumarönn 1963. í þessum fyrir-
lestri er m.a. að finna hið fræga orðalag Adornos að það sé „ekki til nein rétt
hegðun í hinu ranga“.
Kunnastur þeirra þýsku hugsuða sem störfuðu sem heimspekingar í Þriðja
ríkinu er Martin Heidegger. Tengsl hans við nasismann eru mörgum kunn
enda hefur umræðan um heimspeki á tímum þjóðernissósíalismans nánast
einskorðast við Heidegger. Það segir sig hins vegar sjálft að þótt Heidegger
sé þeirra kunnastur var hann aðeins einn af mörgum heimspekingum sem
störfuðu undir Hitler. Á meðan annar af tveimur kunnustu nemendum Hei-
deggers, gyðingurinn Karl Löwith, flúði land, starfaði þekktari nemandinn,
Hans-Georg Gadamer, áfram sem heimspekingur undir Hitler. Mexíkóski
heimspekingurinn Teresa Orozco var á árunum 1987-1995 í rannsóknarhópi
við Freie Universitát í Berlín sem rannsakaði heimspeki í Þriðja ríkinu.
Doktorsritgerð hennar er afsprengi þeirrar vinnu og fjallar um heimspeki-
iðkun Gadamers á þessu tímabili. Grein hennar „Skírskotunarlistin", sem
Haukur Már Helgason sneri á íslensku, er stutt kynning á rannsókn hennar
þar sem athyglin beinist að því hvernig Platon-túlkanir Gadamers í Þriðja
ríkinu enduróma í þjóðernissósíalískum samtíma.
I tilefni af hundrað ára fæðingarafmæli Adornos tók Hugur tali eina ís-
lenska hugsuðinn sem er doktor í heimspeki frá Frankfurtar-háskóla, Jóhann
Pál Árnason, prófessor í félagsfræði við La Trobe-háskóla í Melbourne. Jó-
hann hóf doktorsnám við skólann ári áður en Adorno lést og skrifaði dokt-
orsritgerð um Herbert Marcuse hjá nemanda Adornos, Jurgen Habermas.
Hugur ræddi við Jóhann um þau verka hans sem komu út í Frankfurt á 8. og
9. áratugnum, um heimspekilega afstöðu Frankfurtarskólans og viðhorf hans
til annarrar miðstöðvar meginlandsheimspeki: póststrúktúralisma Parísar-
heimspekinga.
Ágreiningur um það hvaða heimspeki sé réttnefnd heimspeki takmarkast
ekki við meginlandsheimspeki og rökgreiningarheimspeki. Vestrænir heim-
spekingar hafa verið tregir til að ljá kínverskri „heimsfræði“ titilinn heim-
speki. I greininni „Á meðal hinna tíu þúsund hluta“ veitir Geir Sigurðsson,
sem leggur stund á doktorsnám í kínverskri heimspeki, innsýn í tólf grunn-
forsendur kínverskrar heimspeki og lýkur þannig upp dyrum að heimi sem
er vestrænni hugsun svo framandi að við erum knúin til að horfast í augu við