Hugur - 01.01.2004, Side 14
12 „Merleau-Ponty var frumlegri en nokkuð sem póststrúkiúralistarnir gerðu “
líta á þær sem kafla í lengri sögu sem kannski byrjar með Hegel, þ.e. með
draumsýn um endanlega fullkomnun heimspekinnar. Síðan hafa endalokin -
fullkomnuð eða fyrirsjáanleg - verið rökstudd á ýmsan máta, en alltaf er
byggt á ákveðinni skilgreiningu heimspekinnar, svo og á ákveðinni (og engu
síður umdeilanlegri) túlkun á nútímanum (t.d. „Gestell“ hjá Heidegger). Það
verður því alltaf þörf fyrir frekari heimspekilegar umræður.
Að lokinni doktorsvörn í heimspeki kenndirðu félagsfrœði við Háskólann í Heid-
elberg 1972-1975 og í Bielefeldpar sem pú laukst doktorsritgerð hinni meiri
(Habilitation) sem gefin var út 1976: Zwischen Natur und Gesellschaft. Stu-
dien zu einer kritischen Theorie des Subjekts (A mörkum náttúru og sam-
félags. I leit að gagnrýnni kenningu um sjálfsveruna). 1framhaldi af pvífékk-
stu stöðu við félagsfræðiskor La Trobe háskóla í Melbourne. Hvað varð tilpess að
pú fórst að kenna félagsfrœði og ákvaðst að Ijúka doktorsprófi hinu ceðra ífélags-
frœði? Fannst pér félagsfræðin opna einhverja möguleika sem heimspekin hafði
ekki upp á að bjóða? Eða bauðstpérfyrir tilviljun kennsla ífélagsfrœði og hefur
pvístarfað ápeim vettvangi alla tíð síðan?
Það kom ekki til greina að segja skilið við heimspekina. Hins vegar fann ég
fljótlega að mér hentaði best að vinna á mörkum heimspeki og félagsfræði,
og upp úr 1970 háttaði svo til í Þýskalandi að auðveldara var að gera það í
félagsvísinda- en heimspekideildum. Síðasta áratuginn hefur svo sú félags-
fræði sem ég fæst við orðið æ sagnfræðilegri („söguleg félagsfræði“ er nú
nokkuð almennt viðurkennd sem lögmæt fræðigrein, þótt nokkuð sé deilt
um rannsóknarsvið hennar), og þar með er komið til sögunnar þriðja fræði-
greinin, sem hafði reyndar vakið áhuga minn á undan heimspekinni og ég
stundaði síðan í Prag.
I lokaorðum Von Marcuse zu Marx kemurðu inn á pá staðreynd að hin
gagnrýna kenning staðsetur sig á mörkum heimspeki og félagsvísinda, og verður
pannig skotspónn heimspekinga sem telja hana ekki nógu heimspekilega ogfélags-
vísindamanna sem telja hana ekki nógu vísindalega. Nú hefurðu sjálfur alla tíð
unnið að hætti gagnrýninnar kenningar á mörkum heimspeki og félagsvísinda.
Hefurðupurft að sætapeirri gagnrýni að veraýmist ekki nógu heimspekilegur eða
ekki nógu vísindalegur?
Ég er óforbetranlegur landamæraflakkari, Grenzgánger eins og Þjóðverjar
kalla það, og við slíkar aðstæður má eiga von á skothríð úr öllum áttum. Það
venst. En ég hef verið svo heppinn að vinna síðustu árin við félagsfræðideild
sem er óvenjulega opin fyrir heimspeki, og fleira fólk við hana hefur skrifað
í þeim anda - sér í lagi ungverski heimspekingurinn Agnes Heller, sem
kenndi hér árin 1978 til 1986, og John Carroll, sem líklega er þekktastur fyr-
ir bókina Humanism: The Wreck ofWestern Culture (1993).
/ Zwischen Natur und Gesellschaft rekurðu hina gagnrýnu kenningu um
sjálfsveruna til síðverka Adornos, nánar tiltekið til hugtaks hans „önnuryfirveg-