Hugur - 01.01.2004, Page 30
28
Theodor W. Adorno
fræði í hinni stjórnuðu (verwaltet) veröld og því er gagnrýni á þessa stjórn-
uðu veröld forsenda siðfræðinnar. Af þeirri ástæðu skorpnar samviska ein-
staklinganna, hún rýrnar, eins og sálfræðingar hafa komist að og vinur minn
Mitscherlich hefur nýverið fjallað um í bók sinni um „föðurlausa samfélag-
ið“.14 Þetta birtist í hlutgervingu yfirsjálfsins sem er andstæð því hvað siða-
lögmálið sat djúpt í hinum innri manni á hátindi heimspekinnar. Eins og
Kant sagði er frelsi bókstaflega og sannarlega hugsýn: Það felur í sér frelsi
heildarinnar, og eitt og sér, án frelsis í öllu samfélaginu, er það ekki svo mik-
ið sem hugsanlegt. Mistök þeirrar siðfræði, sem mörgum ykkar þykir fram-
sækin, nefnilega tilvistarstefnunnar, eru þau að mótmæla hinni stjórnuðu
veröld með því að alhæfa hið sjálfsprottna (Spontaneitat) og sjálfsveruna að
því leyti sem þau eru óhöndlanleg. En einmitt í þessu óígrundaða frumkvæði
sem hefur verið losað frá hinu hludæga snýr hlutlægnin aftur, enda gerðist
Sartre að endingu handgenginn hinni kommúnísku hugmyndafræði. Þetta
þýðir að annað hvort er hinu sjálfsprottna útrýmt, þar sem mönnum er al-
vara með því, svo það grefst undir hina voldugu hreyfingu, eða það samlag-
ast sjálft stjórnuninni. I skemmstu máli sagt: Það sem enn í dag mætti kall-
ast siðferði rennur saman við vandann um skipan heimsins. Það mætti segja
að spurningin um hið rétta líf væri spurningin um hina réttu pólitík ef slík
rétt pólitík væri innan marka þess sem er gerlegt nú um stundir.
Eg þakka áheyrnina, og vona að þið njótið haustfrísins.13
Stefán Jónsson pýddl
14 [Sjá Alexander Mitscherlich, Auf dem IVeg zur vaterlosen Gesellschaft, Miinchen 1963, 4. kafla- Von
dcr Hinfalligkeit der Moralen", s. 115-137; ensk þýð.: Society without thefather. A contribution to soc-
ialpsychology, New York: Schocken Books, 1970.]
15 [Fyrirlesturinn birtist fyrst áprenti íTheodor W. Adorno, Probleme der Moralphilosofhie (1963), ritsti
Thomas Schröder, Frankfurt: Suhrkamp, 1996, s. 248-262.]