Hugur - 01.01.2004, Page 31
Hugur | 15. ÁR, 2003 | s. 29-51
Teresa Orozco
S kí r skotunarlis tin
Heimspekileg íhlutun Gadamers í Þriðja ríkinu
Því meira sem liggur eftir opið, pvífrjálsarfer skilningur-
inn um, p.e. heimfærsla pess sem sýnt er í leiknum yfir á
manns eigin heim og víst áreiðanlega, um leið, á manns eig-
inpólitíska reynsluheim.
Hans-Georg Gadamer fæddist í Breslau 11. febrúar árið 1900 og sem strák-
lingi var honum spáð frama innan hersins, eins og hann rifjar upp í ævi-
minningum sínum (1977a). Þegar hann síðar hneigðist til hugvísinda óttað-
ist faðir hans, sem var efnafræðingur og gerði sem slíkur náttúruvísindum
hærra undir höfði, að hann myndi enda sem einn þessara „blaðurprófessora"
(sama, 15). Hvað sem faðirinn kann að hafa meint með því hefur Gadamer
verið lofaður sem „farsælasti heimspekingur sameinaðs Þýskalands" (Ross,
Frankfurter Allgemeine Zeitung, 11. febrúar 1995), og það frekar en Jurgen
Habermas, sem virðist ekki vandræðalaust munu hlotnast nafngiftin heim-
spekingur.1 Þær ótal viðurkenningar sem birtust á 100. afmælisdegi Gadam-
ers sem og minningargreinarnar að honum látnum, 13. mars 2002, hafa
jöfnum höndum fest þetta mat í sessi.
Ahrifasaga Gadamers um allan heim hggur samsíða viðtökum á höfuð-
verki hans, Sannleikur og aðferð {Wahrheit undMethode, 1960), sem skömmu
eftir útgáfu var talið til sígildra rita. Þetta verk lagði grunninn að íhaldssamri
túlkunarfræði eftirstríðsáranna og kom af stað deilu með tryggð sinni við
óyggjandi rétt kennivalds og hefðar.2 Árið 1979 lýsti Habermas afreki Gad-
amers sem svo að hann hefði „fært sveit Heideggers undir byggð“. Brýrnar,
sem Gadamer lagði, felast einkum í úrvinnslu hans á skilningsviðmiði (Ver-
stehens-Paradigma) Heideggers til túlkunarfræðilegrar beitingar. Þær tengja
heimspeki við hvert það svið þar sem þörf er á útlistunarferli, svo sem bók-
menntafræði, lögfræði, guðfræði og læknisfræði (sbr. Gadamer 1993b).
1 Astæðu þessarar einveldisstöðu Gadamers segir Ross (1995) þá að Habermas hafi verið „of virkur í fé-
lagsvísindalegum og pólitískum umræðum til að hann hljóti fyrirvaralaust titilinn heimspekingur
Sbr. Habermas (1971) og „The Habermas-Gadamer Debate" í New German Critique, 1979, s. 44 og
áfram, og nmgr. 3.
2