Hugur - 01.01.2004, Síða 33
Skírskotunarlistin
3i
„sem innrás í hefðaratburð" (274-5; áherslu eytt). Samkvæmt Gadamer fyr-
irfinnst engin aðferð til að nema slíka skilningshæfni.
Að endingu er einkennandi fyrir viðtöku samtímans að áherslan flyst frá
hugsun sem reist er á fordómum yfir á yfirgripsmikið hugtak forskilnings,
sem fari á undan sérhverri skilningsathöfn. Með útvalinni og á tíðum
gagnrýnni túlkun/textarýni varð Gadamer viðmælandi skóla sem hneigjast
til engilsaxneskrar málspeki, kennismiða samhuglægni (Intersubjektivitats-
Teoretiker) á borð við Habermas eða Karl-Otto Apel, Richard Rorty í
Bandaríkjunum, Jean Grodin í Kanada en einnig Gianni Vattimo á Italíu,
Emiho Lledó á Spáni og Paul Ricœur og Jacques Derrida í Frakklandi.
Litið um öxl
Hér á eftir verður ljósi varpað á heimspekilega framleiðslu Gadamers í Þriðja
ríkinu (1933-1945).5 Frammi fyrir allverulegri áhrifasögu Gadamers gætu
fyrirætlanir þessarar rannsóknar virst óhæfilegar. Þar sem spurningunni um
feril Gadamers í Þriðja ríkinu var svarað af honum sjálfum bæði í sjálfsævi-
sögulegum skrifum og fjölmörgum viðtölum, virðist myndin ómyrk og stað-
reyndirnar alkunnar. Gadamer segir okkur frá því hversu afskiptalaust mátti
stunda heimspeki undir Hitler. Árið 1990 lýsir hann í viðtali við blaðakon-
una Dörte von Westernhagen6 hversu áhugalausir nasistarnir voru um heim-
speki, svo hann „gat jafnvel æðrulaus haldið námskeið um gyðinglega höf-
unda. Það skeytti enginn um það. Hvers vegna? I guðanna bænum! Vegna
þess að nasistarnir ... þeim stóð fullkomlega á sama um hvað við gerðum.
Stúdentarnir, þeir voru þeir hættulegu. Því þeir skiptu þúsundum. En þessir
örfáu prófessorar skiptu engu. Þessir menntamenn, það sem æxlast í kollin-
um á þeim. Þannig vorum við nú metnir! [...] hlutverk heimspekinnar: Þar
get ég aðeins sagt að hinir raunverulegu nasistar höfðu í öllu falli engan
áhuga á okkur." (Gadamer 1990, 551.) Mat Gadamers byrgir hins vegar sýn
á þá gagnstæðu dýnamík sem einkennir nasismann og breski sagnfræðingur-
inn Ian Kershaw lýsir listilega með vinsælu orðtæki þess tíma: „að starfa til
móts við foringjann.“ Spurningin er ekki hvort nasistarnir höfðu áhuga á
heimspeki, heldur hvers vegna heimspekingar höfðu áhuga á því að taka þátt
í að styrkja og rétdæta nasismann, hvernig til þess kom að þeir buðu hugar-
afl sitt fram til þjónustu nasismanum, sumir þegar fyrir árið 1933.
Ferill Gadamers hefst í Weimar-lýðveldinu. Árið 1922 lýkur hann dokt-
orsgráðu hjá Paul Natorp með ritgerðinni „Eðli unaðarins í samræðum
PIatons“ og doktorsgráðu hinni meiri árið 1928 með ritgerðinni „Díalektísk
5 Þessi grein kynnir mikilvægar kenningar úr bók minni Platonische Gewalt. Gadamers politische Her-
meneutik der NS-Zeit (Platónskt ojbeldi. Pólitísk túlkunarfræði Gadamers í Þriðja rt'kinu), Hamborg
1995, sem hefiir að geyma fjölmargar rökfærslur og túlkanir á textum Gadamers, setningu fyrir setn-
ingu. Sumt af því sem hér er sett fram með fremur stuttaralegum hætti fær þar margslungnari með-
höndlun.
6 Dörte von Westernhagen er dóttir SS-foringja og þekkt fyrir uppgjör sitt við hina þjóðernissósíah'sku
fortíð.