Hugur - 01.01.2004, Page 34
32
Teresa Orozco
siðfræði Platons - fyrirbærafræðilegar túlkanir á Fílebosi‘ (1931). Hann deil-
ir með kynslóð sinni almennri andúð á nýkantisma og pósitífisma. Að sögn
Gadamers naut nýkantisminn „til þess tíma sannrar en þó umdeildrar hylli“
og gekk íyrst með fyrri heimsstyrjöldinni „sér til húðar, eins og hin stolta
menningarvitund frjálslynda skeiðsins og vísindalega grundvölluð framfara-
trú þess“ (Gadamer 1977b). Nýkantisminn gekk sér í raun alls ekki til húð-
ar með ósigri Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöld, eins og orðalag Gadamers gef-
ur til kynna. Hann var öllu heldur stoð stjórnarskrár Weimar-lýðveldisins7;
og einmitt þess vegna var nýkantisminn skotspónn hins íhaldssama úrvals.
Við munum sjá hvaða hlut Platon-túlkanirnar áttu í úrslitaorrustunni gegn
nýkantismanum 1933.
Gadamer upplifir innrás þjóðernissósíalismans í háskólana sem innrás
„götunnar", hins „villta“ öreigalýðs og hins „óheflaða“ í heim andans. „Síðan
fór endurskipulagning háskólastjórnmála nasista í gang í Kiel og hin nýja
flokksskipan var, alveg eins og í Marburg, stampfylli af metorðalausum vill-
ingum - sem komust þá líka fljótt til metorða.“ (53) Að sögn Gadamers er
það að sjálfsögðu þessi fjandsemi nasista í garð andans sem hann kemst í kast
við og sem tefur háskólaferil hans. Við háskólann í Marburg, heimaborg
sinni, þarf Gadamer að horfa upp á það hvernig þjóðernissósíalisminn hegg-
ur skörð í múra hins verndaða úrvals andans sem mótaðist í þýska keisara-
dæminu (1871-1918). „Sambandið milli sérumlíkra," sem myndaðist „alltaf
svo greiðlega“ (39) í smáborgarháskólanum, raskaðist. „Svo var það tennis-
klúbbur háskólans í Marburg sem, seldur undir tilskipun foringjans, varð að
vísa burt þeim fáu gyðingum sem voru meðlimir og bregða frá „akademískri“
ásýnd sinni með því að opna fyrir „almenningi". Svipað var uppi á teningn-
um með skákklúbbinn í Marburg, þar sem við söknuðum allt í einu eldri
herramanns sem vandi þar komur sínar, og gerðum okkur þannig ljóst að
hann var gyðingur.“ (54)
Ólíkt læriföður sínum, Heidegger, og fjölmörgum öðrum starfsbræðrum,
býður Gadamer geiglaus fram ímynd tækifærissinnans. Hann útskýrir ítrek-
að að ekki hafi komið til greina að ganga í eitthvert félag Þýska þjóðernis-
sósíalíska verkamannaflokksins (NSDAP), því honum hafi verið afar mikil-
vægt að halda tryggð við þá vini sína sem voru gyðingar. Eigi að síður
þjónuðu „hreinsanir“ nasistastjórnarinnar innan háskólanna hagsmunum
Gadamers. Honum hlotnuðust prófessorsstöður kollega sinna Richards
Kroner og síðar Erichs Frank, rétt eftir brottrekstur þeirra á grundvelli kyn-
þáttar. Slík „staðganga“ var í alla staði vandmeðfarið mál. Hvorki Kroner né
Frank voru vinstrisinnaðir utangarðsmenn, heldur ráðsettir íhaldssamir
mandarínar. Að marka feril sinn sem „arískur staðgengill“ þeirra (Gadamer
1990, 543) gat innan íhaldssams háskólasamfélags hæglega þótt lykta af full
miklum klókindum í umgengni við kerfi þjóðernissósíalismans. I slíkum til-
7 „Tengsl Marburgar ný-kantismans við rökfræðilega a priori lögspeki, sem aftur tengdist hughyggju-
kenndu frjálslyndi, héldust til loka Weimar-lýðveldisins. Margir forsvarsmanna Weimar-stjórnar-
skrárinnar og -stjórnarinnar voru undir miklum áhriíum nýkantískrar lögspeki. Því lögðu margir
þýskir menntamenn reglurnar sem réttlættu lýðveldið að jöfnu við hina sértæku löghyggju nýkantíska
lagaskólans.“ (Lipton 1978,108)