Hugur - 01.01.2004, Side 40
38
Teresa Orozco
hinn túlkunarfræðilega lykil að verkum hans. Meint ævisaga hans var sögð
með hugtökum lífsheimspekinnar: I fyrirrúmi er sú „ákvörðun" Platons að
skapa ríkinu nýjan grundöll. Það var ætlunarverki nýju Platon-túlkendanna,
einkum Werners Jaeger, gagnlegt að mála Platon sem „kreppuheimspeking“.
Forn- og kynþáttafræðingurinn Hildebrandt eggjar árið 1930 á um að
Platon verði „okkur Þjóðverjum fyrirmynd bjargvættar á tímum upplausnar
og sundrungar". Ríki Platons, sem er heimspekileg úrvinnsla úr kreppu hins
aþenska borgríkis, býður upp á efnivið til samræðu, máTefni, sem varpar
kreppu Weimar-lýðveldisins aftur til fornaldar. Þessi hugsun birtist endur-
tekið í textum Jaegers: „I fornöld finnum við nákvæmar samsvaranir við það
sem við upplifum nú á eigin skinni, spurninguna um menningarhnignun og
menningareiningu, viðmiðunarleysi, trúarupplausn og sameiningu allra and-
ans afla til endurfæðingar ríkisins og hinnar félagslegu skipulagsheildar."
(Jaeger 1927,14)
Hugmyndir Platons um endurreisn og nýskipan aþenska höfðingjaveldis-
ins í formi valdboðsgjarns uppeldisríkis voru upphafnar sem „andleg köllun“.
Gadamer sjálfur útskýrir síðar að „áhugi á hinum pólitíska Platoni" hafi „alls
ekkert með nasistana að gera“, heldur liggi hann í „þörfinni að hafa fyrir
sjónum fyrirmynd að ríki þar sem enn er ríkishugarfar við lýði. Ekki varð það
sagt um Weimar-lýðveldið." (Gadamer 1990, 549) Margt bendir til að þetta
hugarfar hafi ekkert átt skylt við lýðræði, heldur fremur við hið wilhelmíska
valdstjórnarríki. Með þetta bakland í huga kemur lítt á óvart að með tilkomu
Þriðja ríkisins hafi ríkjandi Platon-rannsóknir átt þátt í því að festa þjóðern-
issósíalismann í sessi.
Gegn úrskurði Gadamers má þannig sýna fram á að lykillinn að aðlögun
Platon-túlkana að nasismanum var smíðaður þegar í Weimarlýðveldinu -
einkum fyrir tilstilli Jaegers og Hildebrandts. Er textafræðisamfélögin stilla
saman strengi sína verður þessi túlkun ríkjandi kennisetning: „Fyrirrennarar
okkar sáu Platon sem nýkantískan kerfissmið og háæruverðugan heimspeki-
legan skólameistara en fyrir okkar kynslóð er hann orðinn landsfaðir og lög-
gjafi.“ (Jaeger 1933, 46).
Sé skyggnst um þá túlkunarfræðilegu framleiðslu sem hefur viðfangsefnið
„Platon“ að miðpunkti kringum 1933, koma fjölbreyttar túlkunarleiðir í ljós.
1 litrófi túlkananna mætti skilja milli þeirra höfunda sem nýta sér mátt skír-
skotana og ýja að ákveðnum skilningi við lesandann; hinna sem eru innrit-
aðir í ríkjandi orðræðu um andlegan og „rasískan" skyldleika og reisa beinar
samsvaranir milli „hins gríska“ og „hins þýska“; og að síðustu þeirra sem nota
Platon beinlínis til búktals. Þegar nánar er að gætt kemur skipan þessara
túlkana manni ekki fyrir sjónir sem handahófskennd samröðun, heldur virð-
ast þær miklu fremur í samhengi við samfélagslega og akademíska staðsetn-
ingu höfunda jafnt sem viðtakenda.
Arið 1935 ritrýnir Gadamer bók vinar síns Hildebrandts, Platon —Barátta
andans um valdiö (Platon-DerKampfdes Geistes um dieMacht, 1933) og lof-
ar þar tiltekið gamalkunnugt túlkunarfræðilegt kænskubragð. Mikið af „póli-
tískum vilja og lagni“ (Gadamer 1935, 10) Platons fær þá fyrst hljómgrunn