Hugur - 01.01.2004, Page 41
Skírskotunarlistin
39
í skrifum hans „þegar maður les þau aftur eins og þau voru lesin á sínum
tíma: í allri þeirri gnægð sögulegra skírskotana sem voru sjálfsagðar fyrir
samtímalesendum útgáfunnar. [T]il að ná þessu marki varpar H. [Hilde-
brandt, TO], í inngangi, ljósi á [...] pólitískar aðstæður og pólitísk örlög
Aþenu og Grikklands á tímum Platons. Öðru fremur reynir hann þó að
draga það fram sem samtímalesandinn hlýtur að hafa haft í huga við lestur-
inn. [...] Lesandi samræðna Platons verður fyrir því sama og viðmælendur
Sókratesar urðu einatt: [...] að kannast við sjálfan sig sem þann sem átt er við
með umræðunni allri.“ (Gadamer 1935, 10-11)
Gadamer lærði skírskotunarlistina af Heidegger. I sjálfsævisögu sinni lýsir
hann hvernig Heidegger heillaði stúdenta í þeirri „villtu áttanauð sem
æskulýður þess tíma stóð frammi fyrir“ (Gadamer 1977a, 14) og segir að
menn geti „seint ímyndað sér hvað hann hafi verið dramatískur" (sama, 214).
Gadamer sótti málstofu Heideggers í Freiburg eitt misseri árið 1923. „Það
mikilvægasta lærði ég þó af Heidegger“ (1977b, 68) - og með því á hann við:
„að gera hinn túlkaða texta jafn sannfærandi og mögulegt er, allt að því marki
að manni hætti við að týnast í honum“ (Gadamer 1977a, 36). Gadamer var
meðal þeirra mörgu sem sannfærðust af Heidegger: „sérstaklega [tapaði] ég
[...] allri gagnrýni gagnvart Platoni og Aristótelesi" (sama). Askorun hins
unga heimspekings fólst í eftirfarandi spurningu: ,yEtti það ekki líka að vera
mér kleift að líta grísku heimspekina, Aristóteles og Platon, nýjum augum -
eins og Heidegger gat í fyrirlestrum sínum um Aristóteles borið á borð afar
óhefðbundinn Aristóteles?“ (Gadamer 1982, X) Það er alkunna að leikrými
túlkunarfræðinnar er mikið og hér eiga við sömu spurningar og má spyrja
um sérhvert rit frá þessum tíma: Hvert er samband þessara texta við sögu-
legt, pólitískt og akademískt samhengi nasismans? Hvar í miðli heimspek-
innar liggja afmarkanirnar, deilurnar, samskeytin, áeggjanirnar eða and-
spyrnan?
Útlegð skáldsins. Rœðan og samhengi hennar
Þann 24. janúar 1934 heldur Gadamer erindið „Platon og skáldin“ frammi
fyrir Vinafélagi húmaníska menntaskólans (Gesellschaft der Freunde des Hum-
anistischen Gymnasiums) í Marburg. I minningu Gadamers heyrði þessi fé-
lagsskapur til hinna „fáu opinberu stofnana“ sem á þeim tíma buðu „yfirleitt
ennþá einhverja umgjörð til akademísks samneytis" og þar sem „fyrirlestra-
hald hélt áfram óbreytt [!]“. Þar telur Gadamer til hið „lærða erindi um ljós-
ið“ sem guðfræðingurinn Rudolf Bultmann hélt, erindi fornfræðingsins
Karls Reinhardt um „þrautmæli Herakleitosar" og „hstilegt spunaflug"
þýskufræðingsins Max Kommerells um „strandrek Hellenu- og Grikklands-
upplifunar Fausts" (Gadamer 1977a, 55).
Sé litið í fyrirlestradagskrá Marburgar-félagsskaparins kemur hins vegar í
ljós að í minningu Gadamers hefur aðlögunin að þjóðernissósíalismanum
glatast: Rudolf Bultmann - sem tekur við formennsku Marburgar-félagsins