Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 43
Skírskotunarlistin
4i
hinn þjóðernissósíalíska samtíma. Fyrirlestur hans heldur sig innan marka
Platon-túlkana. Gadamer leggur sig fram um að öðlast skilning á úrræðum
Platons gegn skáldunum með túlkun á Ríkinu. I fyrsta hluta ákvarðar Gad-
amer stöðu gagnrýninnar hjá Platoni. Hún sæki gervallan tilgang sinn í það
verkefni að stofna nýtt ríki. Því er ætlað að vera uppeldisríki. Gadamer skip-
ar hinni platónsku paídeia í miðið, uppeldi ungviðis sem vaktmanna ríkisins.
Einmitt þessum æskulýð spilltu skáldin því þau hafi skort „sameinandi sið-
ferðisvitund \ethos\ ríkis sem tryggt gæti rétta virkni skáldskaparins" (15). I
öðrum hluta er svo skáldskapurinn endurreistur sem ríkislist. Auk þess vinn-
ur Gadamer, úr gagnrýni Platons á eftirhermunni, hugmynd um list sem ekki
þjóni fagurfræðilegri nautn heldur styrki ethos ríkisins (að hætti þjóðsöngs-
ins). Að lokum lætur Gadamer goðsagnagagnrýnandann Sókrates stíga fram
sem endurlífganda goðsögunnar gegn upplýsingunni.
Eins og sýna mætti í frekari smáatriðum gefur heildarbygging þessarar
túlkunar Gadamers til kynna túlkunarfræðilega sjónarrönd í samræmi við þá
óskasjálfsmynd Þriðja ríkisins að það sé „póhtísk ákvörðun" um „endurnýjun
ríkisins“ eftir svonefnda hnignun Weimarlýðveldisins: Þannig beri að skilja
brottrekstur skáldanna sem pólitíska ákvörðun og lið í nýstofnun ríkisins.21
Verk Platons beinist „að eina alvarlega verkefninu, að smíða innra ástand
sjálfra mannanna, þeirra innra sköpulagi, en aðeins þaðan er kleift að end-
urnýja skipan mannlífs í ríkinu“ (34). Umfjöllun Gadamers um brottrekstur
skáldanna fylgir augljóslega póhtísku Platon-túlkununum, þar sem „frum-
spekingur frummyndakenningarinnar" er ekki lengur í fyrirrúmi, heldur er
hugsun Platons álitin „meðvituð yfirlýsing um afstöðu [...] gegn allri ríkis-
og andans menningu samtíma hans og getu hennar til að bjarga ríkinu“ (12-
13). Viðfangsefni sem virðist liggja í loftinu á þeim tíma.22
21 „Það að varpa hinni þjóðernissósíalísku ,nýskipan ríkisins’ aftur í hið gríska íyrirmyndarríki Platons
er mynstur sem hefur sannað sig. Heimspekingurinn Hans Hcyse sýnir okkar það varðandi sjálfssam-
stillingu háskólanna: „Við öðlumst nefnilega algjörlega nýtt samband við Platon, við Grikkina, sem
er handan hefðarhyggju og arfleiddrar mannhyggju. Okkur verður skyndilega ljóst, hvað það merkir
að útgangspunktur hinnar platónsku heimspekiiðkunar felist í spurningunni um undirstöðugildi hins
gríska lífs, að öll hin platónska heimspeki rísi á þessum grunngildum, nái hámarki með hugmyndinni
um ríkið, sem tilraun til algjörrar nýskipunar hinnar þjóðernis-hellenísku tilveru.“ (Heyse 1933, 11-
12) Carl Vering, sem sá um vinsælar útgáfur á samræðum Platons í Weimar-lýðveldinu, lítur um öxl
og segir: „Eg hafði þegar vakið athygli á því í formálanum að Politeia [1924, TO] hvað Platon er
þýðingarmikill fyrir þýskan samtíma [...]. Sömu örlögum mætti nú okkar þýska föðurland, og því
stóðum við frammi fyrir því verkefni, sem Platon stóð frammi fyrir, að endurreisa ríkið úr rústum
stórfenglegrar fortíðar og koma á nýrri menningu. [...] Þessar vonir, sem fyrir tíu árum juku mér kraft
til að kynna skoðanabræður, fyrst og fremst þýsk ungmenni, fyrir hugmyndaheimi hins mikla ríkis-
heimspekings Platons, voru með ófyrirséðum hætti uppfylltar með þjóðernisbyltingunni 1933.“ (Ver-
ing 1935, VII-VIII)
22 Þjóðernissósíalíski uppeldisráðherrann Bernhard Rust, sem notfærði sér annað slagið fortíð sína sem
forntextafræðingur, réttlætti við 550 ára afmæli háskólans í Heidelberg árið 1936 hreinsunaraðgerðir
þjóðernissósíalista innan háskólanna með vísun í Platon. Brottrekstur og ofsóknir gegn vísindamönn-
um rökstuddi hann með greinarmuninum á tveimur óvinategundum: hinum „pólitíska andstæðingi“
og óvini sem byggist á kynþætti: „En það var einnig önnur tegund vísindamanna, sem lenti í reglum
hins nýja ríkis. Það voru þeir sem tilheyra okkur ekki hvað blóð og tegund varðar, og eru því ekki fær-
ir um að móta vísindin úr hinum þýska anda. I því sem hér fer á eftir verður ljóst hvers vegna við urð-
um að neita þeim um réttinn til að starfa innan vísindalegra menntastofnana og krefjast þess með
Platoni, að einungis ekta borgarar og engir blendingar fengju að iðka heimspeki.“ (tilvitnun hjá Rust
1941,119)