Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 46
44
Teresa Orozco
Platónska vaktmannauppeldið, án viðurkenningar á grundvallarréttindum
einstaklingsins, krefjist uppbyggingar á „innra stjórnskipulagi" (sama), sem
undirskipi einstaklingana ríkinu og laði fram þvinganalaust samþykki þeirra.
Hið „sanna ríki réttlætisins" (28) - útskýrir Gadamer í neðanmálsgrein - er
ríki „herra og þræla“ (36) og ríki til stríðs:
Spurningin um réttlæti kviknar aðeins þar sem óréttlæti er einnig
mögulegt, þar sem komist hefur verið fram úr skipulagðri fullnæg-
ingu nauðþurfta, í ríki þar sem eru herrar og þrælar, þar sem er „feg-
urð“, hvöt til árása inn á svæði hins [...] og stríð. (36)
Vaktmennirnir eiga að tryggja „velferð" slíks ríkis. Vaktmannaprófið má lesa
sem umorðun á þjóðernissósíalíska slagorðinu „almannahagur gengur fyrir
sérhagsmunum“.
Já, það er beinlínis mælistika prófsins sem vaktmennirnir gangast
undir, hvort þeir gæta þessa og vakta: meginreglunnar sem kveður á
um að þetta snúist ekki um velferð þeirra, heldur velferð ríkisins alls.
(21)
Álitsgerð í tengslum við ráðningu Gadamers til Leipzig sýnir að túlkun hans
hlaut hljómgrunn. I álitinu segir að texti hans „Platon og skáldin" ljái „hinni
platónsku ríkiskenningu algjörlega nýjan skilning, hún öðlast alfarið nýtt líf
með þeirri athugun að staða hermannsins og vaktmannsins í ríki Platons sé
jafnframt staða mannsins.“ (Skrá um Gadamer í skjalageymslu háskólans í
Leipzig, skjal 41).
Varp hins nýja aftur í hina platónsku skipan framkallaði einhvers konar
déjá-vu reynslu sem hóf ofríkisaðstæður Þriðja ríkisins upp í hetjulegar hæð-
ir með miUigöngu fornaldarheimspeki. Það er eftirtektarvert að bæði aðgerð-
um og baráttunni við fjandmenn ríkisins - brottrekstrinum jafnt sem „hreins-
un“ skáldskaparins (= ritskoðun) - er skipað undir valdbeitingu ríkisins en
ekki undir túlkunarfræðilega samræðu eða það boðorð túlkunarfræðinnar að
halda opnu fyrir skoðunum hins. Þannig sýnir sig að rammi ríkisvaldbeiting-
ar er hér alger forsenda (conditio sine qua norí) samræðunnar.
Hið sértæka köllunareðli Ríkisins er stef sem var opið fyrir endurlífgunum
þegar leið á Þriðja ríkið, eins og sjá má hjá Gadamer. Hið viðtekna ætlunar-
verk Sjöunda bréfsins, þar sem vonbrigði Platons yfir ógerleik þess að raun-
gera ríkisáform hans, mátti færa sér í nyt á nýjan hátt þegar vart varð von-
brigða yfir óæskilegri framvindu Þriðja ríkisins, með orrustuna um
Stalíngrad fyrir augum.