Hugur - 01.01.2004, Side 47
Skírskotunarlistin
45
Að lœkna sjúka ríkisgerð
Ritgerð Gadamers, „Uppeldisríki Platons“ frá árinu 1942, birtist í ritgerðasafni
sem átti að bókfesta framlag fornfræða til „herþjónustu hugvísindanna". Þeg-
ar hér er komið sögu var staða Gadamers orðin sterk, sem prófessors og for-
stöðumanns heimspekistofnunarinnar í Leipzig. Arið 1977 lýsir hann þessum
texta, án frekari útskýringa, sem „nokkurs konar fjarvistarsönnun" (Gadamer
1977b, 74). I reynd koma tónarnir sem Gadamer slær í greininni á óvart. Hei-
degger, lærifaðir hans, er í Nietzsche-fyrirlestri árið 1940 sannfærður um að
hreyfilvæðing heraflans í austri sé „í raun og sanni [...] frumspekilegur atburð-
ur“. Gadamer virðist hins vegar ekki smitast af hinni útbreiddu hrifningu yfir
sigurför þýska hersins. Hann hefur einnig hopað frá afstöðu sinni til „þýska
styrkleikans" sem sveif yfir vötnum Herder-fyrirlestrarins sem hann hélt yfir
stríðsföngnum frönskum herforingjum árið 1941. Gadamer kemur íhugull
fyrir og virðist, við lestur á Platoni, vilja beina varnaðarorðum til „samtíðarinn-
ar“. Þemað sem undir yfirskriftinni „Uppeldisríki Platons" gerir hina græsku-
lausu gamalkunnu kröfu um „heimspekikonunginn" að umtalsefni, það er að
„heimspekingarnir fari með völd og valdhafar verði aldir upp til yfirráða með
heimspeki" (Gadamer 1942, 317), er púðurtunna.
Sá Platon sem Gadamer leiðir hér fram, hefur orðið fyrir vonbrigðum með
einræðið, sem bægði lýðræðinu í Aþenu frá. Gadamer vitnar ítarlega í kafla
úr Sjöunda bréfinu þar sem Platon fárast yfir allsherjar siðhnignun undir
„harðstjórninni“. Platon leitaði halds í „ótrúlega víðtækum endurbótum"
(sama). Sem gagnrýnandi og viðvörunarrödd vill Platon beina harðstjórum
Aþenu á braut endurbóta gegnum Sókrates, og verður þannig Gadamer að
leiðarlínu til að plægja Ríkið eftir. Aherslubreytingarnar sem Gadamer gerir
með þessu vali á Platon-ímynd eru athyglisverðar. Árið 1934 var Platon
Gadamers sá sem gerði brottrekstur skálda og uppeldi vaktmanna að skilyrð-
um fyrir stofnun ríkis. Nú er Platon staðsettur á túlkunarfræðilegum sjón-
deildarhring sem ber yfirskriftina „ríkishnignun harðstjórnar“.
Stundarsamhengi þessarar Platon-túlkunar ákvarðast af þeirri endurskipu-
lagningu á stjórnkerfi Þriðja ríkisins, sem gekk í garð með stríðinu. Kúgun-
arvélarnar voru uppfærðar og SS-ríkið tók á sig mynd. Þessi nýskipan rýrði
hugmyndafræðilega einingarkrafta „innri framvarðarins" og hugmynda-
fræðileg innlimun einstaklinganna beið hnekki.
Hin almennu stemningarskipti létu ekki úrval íhalds og akademíu ósnert.
A sviði heimspekinnar átti sér stað uppsveifla hugmynda um innri endurbæt-
ur Þriðja ríkisins í úrvinnslu á Platoni, Hobbes, Machiavelli og Friðriki mikla.
Þar með er ekki sagt að slíkar hugmyndir hafi fyrst verið þróaðar í kjölfar
stríðsumhleypinganna, því þær fylgja sögu Þriðja ríkisins allt frá upphafi. Svo
til allar hugmyndir sem urðu heimspekilega virkar innan heimspekinnar árið
1933 höfðu að geyma forskriftarplan þar sem ólíkar myndir af ákjósanlegum
þjóðernissósíalisma voru tjáðar. Með festuleysu stríðsins að baklandi tóku þær