Hugur - 01.01.2004, Side 51
Skírskotunarlistin
49
hinni vafasömu frumsetningu íhaldssamrar túlkunarfræði Gadamers. Ha-
bermas vísaði þar til Albrechts Wellmer, sem hafði leitt í ljós þá óorð-
uðu/undirskildu valdbeitingu sem túlkunarfræði Gadamers felur í sér. Rétt-
mæti gagnrýninnar verður einnig greinileg séu niðurstöður þessarar
rannsóknar hafðar til hliðsjónar:
Upplýsingin gerði sér grein fyrir því sem túlkunarfræðin missti sjón-
ar á: Að „samræðan" sem við „erum“ samlcvæmt Gadamer, er líka í
tengslum við valdbeitingu og að því leyti engin samræða. [...] Túlk-
unarfræðin getur þá aðeins gert tilkall til algildis [...] að maður geri
ráð fyrir því að arfleifðarsamhengið, híbýli mögulegs sannleika og
raunverulegs skilnings, sé líka heimili raunverulegra ósanninda og
áframhaldandi valdbeitingar. (Wellmer, tilv. hjá Habermas 1971,
153)
Að síðustu skyldi þá tekið undir með útgefandanum Jan Ross „að snilligáfa
Gadamers“ hafi falist í því að „aðlaga viðfang hugsunarinnar breyttum að-
stæðum og enn fremur aðstæðum stöðugrar breytingar“ (Ross 1995). Eftir
1945 var nýtúlkun á Aristótelesi efst á baugi endurreisnar hins borgaralega
samfélags úr borgríki fornaldar; Gadamer tók einnig þátt í henni af var-
færni.31 Sé það „launung Gadamers", með orðum Ross, og um leið „hætt
kominn arfur hans“ að hafa „smyglað hinni föngulegu heimspekihefð frá
Platoni til Heideggers inn í heimilishald hins fábreytta Þýska Sam-
bandslýðveldis“ (sama) kallar þetta leyndarmál á nýjan lestur á Sannleika og
aðferð, sem rýnir loks gaumgæfilega í uppruna smyglvarnings af þessu tagi.
Því með þessu verki komst, með vissum töfiim, sú reynsla sem Gadamer öðl-
aðist á sviði túlkunarfræðilegrar hagnýtingar í Þriðja ríkinu, í fremstu röð
sem túlkunarkenning með tilkall til algildis.32
Haukur Már Helgason pýddi
Heimildaskrá
Altweg, Jiirg (ritstj.), 1988, Die Heidegger Kontroverse, Frankfurt am Main.
Baeumler, Alfred, 1934, „Antrittsvorlesung in Berlin. Gehalten am 10. Mai 1933“,
Mannerbund und Wissenschaft. Berlín.
Broszat, Martin, 1983, Der Staat Hitlers, Munchen.
Bourdieu, Pierre, 1990, Was heifet sprechen? Die Okonomie des sprachlichen Tauschs. Wien.
31 Árið 1948 kemur út þýðing Gadamers á Frumsfeki Aristótelesar ásamt formála og skýringum.
32 Þessi grein er endurskoðuð útgáfa af „Die Kunst der Anspielung. Hans-Georg Gadamers philosop-
hische Interventionen im NS“ (Das Argument, 37. árg. 1995; hefti 3/3, s. 311-324). Ensk þýð.: „The
Art of Allusion. Hans-Georg Gadamer’s philosophical Interventions under National Socialism”
(Radical Philosophy, 78 (júlí/ágúst 1996), s. 17-26; endurpr. í: Gadamer’s Repercussions: Philosophic-
al Hermeneutics Reconsidered, ritstj. Bruce Krajewski, Berkeley: University of California Press,
2004, s. 212-228.