Hugur - 01.01.2004, Síða 55
A meðal hinna tíupúsund hluta
53
neita henni um nafnbótina „fílósófía". í kínverskri heimspeki er almennt
ekki að líta þá viðleitni sem auðkennir heitið „fílósófía“: að leita þekkingar
þekkingarinnar vegna.1 Raunar varð aldrei til kerfisbundin þekkingarfræði
sem gerði frumspekilegan greinarmun á episteme (sannri þekkingu) og doxa
(sýndarþekkingu) að hætti Platons eða teoria og praxis að hætti Aristóteles-
ar.
Mig grunar að hér sé hundurinn grafinn. Ofáir vestrænir hugsuðir sem
hafa kynnt sér að nokkru kínverska heimspeki virðast helst sjá á henni þann
annmarka að hana skorti gagnrýna hugsun og að hún vísi of mikið til kenni-
valds hefðarinnar. Frá þessu sjónarmiði felst vandinn í undirstöðu hennar, í
þeirri rökhugsun sem grundvallar orðræðuna. Rétt er að í Kína til forna mót-
aðist ekki sjálfstæð og kerfisbundin rökfræði á borð við hina forn-grísku sem
enn er almennt álitin sjálfgefinn grundvöllur vestrænnar heimspeki.2 Þannig
er ofangreind gagmýni vestrænna hugsuða á kínverska heimspeki á margan
hátt skiljanleg og virðist jafnvel réttlætanleg.
Hér ber þó að fara að gát. Vera má að þrátt fýrir skort á skýrri rökfræði
kunni að leynast annars konar undirstaða sem sameinar þær stefnur sem til-
heyra kínverskri heimspeki. Og ef svo er hlýtur sú undirstaða að lúta ein-
hvers konar skipan eða rökhugsun, enda þótt hún grundvallist ekki endilega
á vestrænni rökfræði. Þótt óneitanlega geti það verið gagnlegur upphafs-
punktur að auðkenna kínverska heimspeki með neikvæðum hætti frá sjónar-
hóli vestrænnar heimspeki hefði shk skilgreining takmarkað upplýsingagildi
sé ætlunin að öðlast skilning á sérkennum hennar. Við værum engu nær um
sérkennin, heldur einungis um eina tegund þeirra fjölmörgu einkenna sem
tilheyra henni ekki.
Hér er vitaskuld ekki ædunin að gera tæmandi grein fyrir undirstöðum
kínverskrar heimspeki. Slíkt væri álíka mikil fásinna og að æda sér í einni
tímaritsgrein að gera tæmandi grein fyrir efni á borð við vestræna rökfræði
eða sérkenni vestrænnar heimspeki. Þess í stað langar mig að freista þess að
veita stutt yfirlit yfir greinargerð kínverska heimspekingsins Tang Junyi
(1909-78) um sérkenni kínverskrar „heimsfræði“, eða þær forsendur um eðli
alheimsins sem hann telur vera að verkum, leynt eða ljóst, í klassískri kín-
verskri heimspeki.3 Samantektin er úr greininni „Sérkenni náttúrulegrar
1 Sjá Bauer, s. 17 o.áfr.
2 Frá þessari líkt og flestum öðrum alhæfingum eru undantekningar. Hér ber helst að nefna hina svo-
nefndu „síðari móista“ (houqi mojia) sem kenndir eru við heimspekinginn Mozi (S. öld f.Kr.) en voru
líklega atkvæðamestir einni til tveimur öldum síðar. Verk þeirra hafa ekki varðveist að fullu, hugsan-
lega vegna þess að eftir hvarf stefnunnar sem slíkrar eftir 3. öld f.Kr. var nákvæmri afritun þeirra
hamlað af því að fáir höíðu skilning á þeim (sjá Bauer, s. 71). Hins vegar er í þeim að finna augljósa
viðleitni til að grundvalla sértekna rökfræði, þekkingarffæði og málspeki. Ágæta vestræna rannsókn á
þessum skrifum er að finna hjá Graham í Later Mohist Logic og Disputers of the Tao, s. 137-70.
3 Tang stundaði nám og störf á meginlandi Kína á lýðveldisárunum en flutti til Hong Kong eftir valda-
töku kommúnista árið 1949. Þar var hann einn helsti forgöngumaður hins svonefnda „njja konfils-
isma" (xin rujia), sem átti sér litla lífsvon í Alþýðulýðveldinu, en stefnan miðaði að því að bæta og
þróa konfiisíska heimspeki í takt við þarfir nútímans. Við stofnun Kínverska háskólans í Hong Kong
árið 1963 tók Tang við prófessorsembætti við heimspekiskorina og gegndi jafnframt stöðu yfirmanns
bókmenntastofnunar háskólans. A undanförnum árum hefur heimspeki Tangs hlotið aukna athygh,
jafnt innan Alþýðulýðveldisins sem utan, einkum fyrir vandlegar samanburðarrannsóknir hans á hefð-
bundinni hugsun vestrænnar, kínverskrar og indverskrar menningar (Xu, s. 640).