Hugur - 01.01.2004, Page 58
56
Geir Sigurðsson
Ljóðaritning (Shijing): „Á hæsta punkti yfir himninum er hvorki hljóð né
lykt.“n
3. Tíminn markar eðli fyrirbœranna
Það einkennir kínverska heimspeki að tíminn er óaðskiljanlegur frá fyrirbær-
um heimsins. Hann er innsta eðli hlutanna og gagntekur þá með beinum
hætti. Svo kann að virðast að fyrirbærin og tíminn séu aðskilin og hlutirnir
því fastir í formum sínum. Frá sjónarhóli hinnar stöðugu ummyndunar sem
á sér stað í veruleikanum eru hlutirnir hins vegar ávallt nýir og breyttir frá
því sem áður var. Þeir lúta engum föstum og endanlegum formum. Eðli tím-
ans ber með sér þessa óstöðvandi ummyndun veruleikans. Þannig skilgreina
hlutirnir og tíminn hver aðra: Flæði tímans er sú gegndarlausa hræring sem
orsakar öldugang veruleikans, en sjálfur öldugangurinn er hlutir heimsins í
margbreytileika sínum. Að sama skapi er viðstöðulaust aflið, sem býr um-
myndun hlutanna að baki, sjálfur tíminn í flæði sínu.
Breytingaritning (Yijing): „Með stöðugum vexti og samdrætti valda himinn
og jörð eyðingu og tilurð fyrir tilstilli tímans - á þetta ekki betur við um fólk
og þeim mun frekar andlegar verur?“12
Breytingaritning. „Þegar himinn og jörð kasta ham sínum fullgerast árstíð-
irnar fjórar [...] Stórbrotinn er tími hamskiptanna!“13
Liezi: „Stöðug sköpun felur í sér stöðugar breytingar. Ekki er til tímapunkt-
ur þar sem ekki á sér stað sköpun né heldur sá tímapunktur þar sem ekki eiga
sér stað breytingar.“14
4. Framvinda tímans er spírallaga ferli
Kínverskir heimspekingar telja hræringu tímans vera eins konar spíral. Hann
felur jafnt í sér nýjungar sem endurtekningar. Ástæðan er sú að í kínverskri
11 Ljóðaritning er samansafn fornra kínverskra ljóða og munnmæla sem flest eru líklega frá 9. öld f.Kr.
Safnið þykir enn þýðingarmikið við greiningu á fornkínverskri hugsun, enda tilvísun í það algeng
meðal heimspekinga á borð við Konfusíus og Mensíus.
12 Breytingaritning lýsir heimsfræði og veraldarsýn sem rekja má allt til 20. aldar f.Kr. en kjarni ritsins
var líklega settur saman um 7. öld f.Kr. Upphaflega var einkum um spádómsrit að ræða en heimsfræði
þess, samspil hinna andstæðu eiginleika yin og yangy á sér svo djúpar rætur í sígildri kínverskri hugs-
un að ritið hefur ávallt leikið mikilvægt hlutverk í kínverskri heimspeki og hafa fjölmargir heimspek-
ingar skrifað við það skýringar. Ritið samanstendur af 64 tákngervingum þeirra eiginleika veruleikans
sem eru ríkjandi við tilteknar aðstæður og ítarlegum en ekki ávallt auðskiljanlegum skýringum. Setn-
ingin hér að ofan kemur fram í skýringum við 55. t$krivSyfeng („gnægð“). Á Vesturlöndum er þýðing
þýska Kínafræðingsins Richards Wilhelm frá upphafi 20. aldar einna þekktust og þykir enn meðal
hinna bestu (s. 592). Einnig má benda á nýlega enska þýðingu Richards Johns Lynn (s. 488).
Skýringar við 49. táknið, ge, eða „hamskipti", sem merkir einnig „róttæk breyting", sbr. túlkun Lynns,
s. 445 (sbr. Wilhelm, s. 564-5). Hér ber að hafa í huga að bæði „tími“ í almennari jafnt sem sértæk-
ari merkingu sinni og „árstíð“ eru auðkennd með sama kínverska tákninu (shí).
14 Ur 1. kafla, Zhuzi jicheng, 3. bindi, Liezi, s. 1.