Hugur - 01.01.2004, Qupperneq 59
A meðal hinna tíu þúsund hluta
57
heimspeki er tíminn íverandi í hlutunum sem orsök þeirra. Þar sem hinir tíu
þúsund hlutir hafa ávallt endurtekningar að geyma og tilvist tímans felst í
tilvist og ummyndunum þeirra er útilokað að hann hreyfist einungis eftir
beinni línu, heldur lcrefjast endurtekningarnar á meðal hlutanna jafnframt að
um hringrás sé að ræða. Því er talað um spíraUaga ferh sem gerir ráð fyrir
jafnt nýjum sem endurteknum birtingarformum og atburðum.15
Breytingaritning. „Enginn flötur er hahalaus, ekkert færist áfram án þess að
snúa aftur.“16
Zhuangzi: „Ekki er unnt að flýta árunum, né heldur að stöðva rennsli tím-
ans. Það er eyðing og það er tilurð, það er vöxtur og það er samdráttur; enda-
lokin marka nýtt upphaf.“17
Laozi'. „Einn af öðrum hefja hinir tíu þúsund hlutir framrás sína, en þar með
kem ég auga á afturhvarf þeirra."18
5. Tíminn og rúmið eru ekki tveir aðskildirþœttir
veruleikans
Upphaflega átti kínversk hugsun sér engin sjálfstæð hugtök yfir tíma og rúm,
heldur voru þau flutt inn með búddískum ritningum. Krnverska tímahugtak-
ið fól einnig í sér rúm. Þannig er orðið shijie (,,veröld“) samsett úr orðunum
shi, sem upphaflega merkir „kynslóðir", og jie, sem merkir „svæðismörk".
Með sama móti er „alheimur" (yuzhou) samsett úr orðunum yu („rúmið í
heild sinni") og zhou („tíminn í heild sinni“). I síðara tilvikinu er raunar um
yfirfærða merkingu að ræða. Yu merkir upprunalega eitthvað á borð við „upp,
niður og í allar áttir“ og zhou „hið liðna fram á þessa stund“. Þetta varpar ljósi
á annað sérkenni kínverskrar hugsunar, það að manneskjan er jafnan mið-
punktur allrar viðmiðunar. „Upp og niður og í allar áttir“ merkir í raun upp
í átt til hvirfils, niður í átt til ilja, fyrir framan og aftan, til hægri og vinstri.
A sama hátt er liðinn tími rakinn frá því andartaki sem nú er að líða.191 vest-
rænni hugsun er aftur á móti hugsað um tíma og rúm utanfrá. Þar eð tím-
inn lýtur einni vídd en rúmið þremur eru þau ekki sama eðlis. Hins vegar
veita kínverskir hugsuðir mismunandi víddum tíma og rúms enga athygli.
I Zhuangzi segir: „Veruleiki án tiltekins staðar einkennir heild rúmsins
\yu). Tímanleiki án uppruna eða endaloka einkennir heild tímans (zhou).“20
15 Kínverski heimspekingurinn Tu Wei-Ming (s. 39) telur misvísandi að segja kínverska tímahugtakið
tjá spíraUaga framvindu. Þess í stað markist tíminn af nokkurs konar hringrás sem sífellt er rofin af
róttækum breytingum fyrir tilstilli alls kyns ófyrirsjáanlegra breyta í veruleikanum.
16 Skýringar við 11. táknið, taiy eða „frið“. Sjá Wilhelm, s. 404; Lynn, s. 207. Tang bendir á að fyrri hluti
setningarinnar vísar til rúms, hinn síðari til tíma.
17 Kafli 17. Þýðing Mairs, s. 158.
« 16. hluti.
Greiningu Tangs til stuðnings mætti benda á að í kínversku nútímamáli er vísað til liðins tíma sem
„fyrir framan“ (qian) og hins ókomna sem „fyrir aftan“ (hou). Ef við hugsum þetta myndrænt snýr
manneskjan sér að liðnum tíma og rekur hann aftur (eða á kínversku: fram) frá núverandi tímapunkti.
20 Kafli 23. Þýðing Mairs, s. 232-3.