Hugur - 01.01.2004, Page 60
5«
Geir Sigurðsson
Zhuangzi setur hér tímann og rúmið fram sem tvo ása í hnitakerfi veraldar-
innar sem er með öllu ósamrýmanlegt hugmyndinni um einvídd tímans og
þrívídd rúmsins.
Til að undirstrika enn frekar óaðgreinanleika tíma og rúms í kínverskri
hugsun má nefna að kínverskir hugsuðir beita þeim til að varpa ljósi hver á
aðra. Þar sem litið er svo á að tíminn gagntaki hlutina í heiminum samhhða
því að hrærast eftir spírallaga ferli er það ekki aðeins tíminn heldur einnig
hlutirnir sjálfir sem lúta þessari hringrás. Arlega kemur sérhver hinna fjög-
urra árstíða fyrir einu sinni, himintunglin snúast 360 gráður og enda í upp-
runalegri staðsetningu sinni. Að ferlinu loknu er allt á sínum stað á ný. Með
þessum hætti endurspeglar tíminn rúmið og rúmið tímann.
6. Tími, rúm og efnisleiki eru óadgreinanlegir hœttir
veruleikans
Samkvæmt vestrænni eðlisfræði og náttúruheimspeki nýaldar eru tíminn,
rúmið og efnið sjálfstæðir hættir alheimsins sem ekki geta staðið í innbyrðis
orsakasambandi. Það var ekki fyrr en með kenningum Einsteins að tekið var
að líta svo á að þessir þrír hættir væru óaðgreinanlegir.
Þótt kínverskum heimspekingum til forna hafi þegar verið ljóst hvers vegna
tíminn, rúmið og efnið væru óaðgreinanleg beittu þeir ekki skýrum eða hnit-
miðuðum aðferðum við útlistun þessarar þekkingar. Um er að ræða sambland
ýmissa táknkerfa úr spádóms- og heimsfræðiritum sem vísuðu hvert á annað
og tákngerðu ummyndanir veruleikans í ýmsum myndum. Kerfin áttu það
sameiginlegt að lýsa veruleikanum sem stöðugu breytingaferli þar sem allt er
á hverfanda hveli og í þann mund að verða að einhverju öðru. Það flækir kerf-
in að táknin vísa í aUar áttir. Þannig má finna í þeim tengsl „frumefna",21 árs-
tíða, höfuðátta, hegðunarmynstra og jafnvel matvæla og lita. Mestu skiptir þó
að hugmyndin um ummyndunarferli efna felur í sér þátttöku bæði tíma og
rúms, því ferlin eiga sér stað innan þeirra beggja jafnt.
7. Efni og hreyfiafl eru sama eðlis
Þar sem hugmyndin um hið stöðuga flæði ummyndunar veruleikans er út-
breidd á meðal kínverskra heimspekinga eru þeir jafnframt á einu máli um
að efni og hreyfiafl séu óaðgreinanleg. Ekki er gert ráð fyrir þeim möguleika
að efni sé ófært um að hreyfast af sjálfu sér og þurfi á utanaðkomandi orsök
að halda eins og gildir almennt um heimspeki og vísindi Vesturlanda, að
minnsta kosti fram yfir nýöld.
21 En ekki „frumefna" í sígildum vestrænum skilningi sem sjálfstæðra og óbreytanlegra „verunda.M í kín-
verskri heimspeki geta frumefnin (sem í einni útgáfu, hinni svonefndu „fimmfasakenningu“ (wu
x*n&)i eru niálmur, viður, vatn, eldur og jörð) breyst hvert í annað samkvæmt sérstökum ummyndun-
arreglum. Þvi er nær lagi að tala um „fasa í þessu tilliti. Sjá um þetta, t.d. Graham, Disputers of the
Tao, s. 325 o.áfr.