Hugur - 01.01.2004, Síða 61
A meðal hinna tíu púsund hluta
59
Þetta leiðir beint af þriðja sjónarmiðinu eða því að tíminn sé innsta eðli
hlutanna. Það er tíminn sem veldur hinu óstöðvandi ferli útþenslu og sam-
dráttar, vaxtar og rýrnunar á meðal hlutanna. Fyrir tilstilli tímans er enginn
mótstaða fyrir hendi og þar með er hreyfiaflið virkt um leið.
Finna má fjölmörg dæmi í umfjöllun kínverskra heimspekinga sem styrkja
þetta sjónarmið. Hér skal hins vegar vikið að annarri hlið á sama máli, nefni-
lega þeirri er varðar veigamikið hlutverk hugtakanna „hirninn" (tian) og
„jörð“ (dí) í kínverskri heimspeki. I samsettu formi mynda hugtökin orðið
„heimur" (tiandi). Heimurinn er þannig sameining himins og jarðar. Tian
felur í sér hugmyndina um „hreyfiafl" en di hugmyndina um „efni“, sem að
nokkru virðist samsvara vestrænum hugmyndum um aðgreiningu þeirra.
Tökum nokkur dæmi:
Tónlistarritning (Yuejt): „Sú formbirting sem ekki hvílist er himinninn, sú
sem ekki hrærist er jörðin."22
Zhuangzi: „Það sem hrærist heyrir himninum til, það sem er kyrrt heyrir
jörðinni til.“23
Vor- og haustannálar herra Lu (Lushi chunqiu): „Himinninn markar mýkt,
mýkt hneigist til sköpunar; jörðin markar festu, festa hneigist til rósemd-
ar.“24
Greiningin á hlutverkum himins og jarðar virðist gera ráð fyrir himninum
sem „virkri“ áhrifsorsök á hina „óvirku“ jörð. Máhð er hins vegar ekki svo ein-
falt. Allt eins og gert er ráð fyrir í fornum kínverskum heimspekiritum að ekki
sé unnt að greina afl og efni hvort frá öðru er jafnframt lögð rík áhersla á óað-
greinanleika himins og jarðar. Þetta ber að hugsa út frá forsendum_yi« ogyang
heimsfræði þar sem viðeigandi er að tala um mismunandi og breytilegar til-
hneigingar fremur en skarpar aðgreiningar á borð við efni og hreyfiafl. Að
lokinni ofangreindri staðhæfingu í Tónlistarritningu má lesa eftirfarandi:
Hræring á einu andartaki, kyrrð á hinu næsta - þetta er samspil
himins og jarðar [heimsins (tiandi)].“ „Kraftur jarðar rís upp, kraft-
ur himins sígur niður, yin og yang mætast, himinn og jörð virkja
hvort annað.
Þessi gagnkvæma virkni tian og di er einmitt það sem gerir heiminn (tiandi)
22 Tónlistarritning (Yueji) er stuttur kafli í Siðaritningu (Lijt) sem sett var saman á 1. öld f.Kr. úr marg-
víslegum heimildum um hið veigamilda siðahugtak (//) í heimspeki og menningu Kínverja. Þar sem
kínverskir hugsuðir, og þá ekki síst Konfusíus sjálfur, sáu ávallt sterkt táknrænt en einnig sálrænt sam-
band á milli tónlistar og siðferðis er kaflinn um tónlistina álitinn sérlega mikilvægur og því oft vísað
til hans sem sjálfstæðs rits.
23 Tang tiltekur ekki nákvæma staðsetningu í Zhuangzi. Slík venja er algeng á meðal kínverskra hugs-
uða af „gamla skólanum“ sem kunnu fornritin nánast utanbókar en hún getur óneitanlega valdið er-
lendu áhugafólki um kínverska heimspeki nokkurri gremju.
24 Lúshi chunqiu er eins konar alfræðirit sem sett var saman á 3. öld f.Kr.að frumkvæði ráðherra nokk-
urs að nafni Lú. Tilvitnunin er úr 12. kafla, Zhuzi jicheng, 6. bindi, s. 122.