Hugur - 01.01.2004, Page 64
Ó2
Geir Sigurðsson
um þess eru jafnt sál og líkami sem líkami og efni saméinuð í einni sam-
þættri heild. Þannig opinbera þættir hinnar svokölluðu ytri veraldar alls
staðar gagnkvæm tengsl sín við líf sjálfsins. Þetta grundvallar vitundina um
verðmæti sem einskorðast þannig ekki við hið huglæga innra sjálf. Verðmæti
tilheyra heiminum jafnt innan sem utan og sú vitund að alheimurinn sé
gegnsýrður af verðmætum dregur jafnframt fram fegurð hans - alheimurinn
er lofsamlegur.30
Fyrir bragðið svarar Konfusíus hertoganum af Lu sem svo að veröldina
beri að hafa í hávegum:
„Hertoginn sagði: Mætti ég spyrja hvort fáguðum einstaklingi (junzi) beri að
lofa gang veraldaraflanna? Konfusíus svaraði: Honum ber að lofa óstöðvandi
flæði hans. Óshtin röð og regla daga, mánaða, austurs og vesturs - þetta er
gangur veraldaraflanna; varanleiki þess sem er - þetta er gangur veraldarafl-
anna; fyrirhafnarlaus sköpun hinna tíu þúsund hluta - þetta er gangur ver-
aldaraflanna; skýr aðgreining þeirra að sköpun lokinni - þetta er gangur ver-
aldaraflanna."31
Zhuangzi: „Fegurð himins og jarðar [heimsins] er mikil þótt þau taki ekki til
máls.“32
Breytingaritning: „Með fegurð sinni veldur himinninn hagsæld alls þess sem
undir honum býr.“33
12. Eining ríkir á milli manns og alheims
Þessi lokaforsenda er eins konar niðurstaða allra hinna fyrri og því mætti segja
að hún leiði af þeim. Slíkt sjónarmið virðist þó ganga þvert á almenna sfyni-
semi nútímamanna. Almennt er nú álitið að manneskjan sé frábrugðin al-
heiminum og að eining þeirra sé óhugsandi. Þetta ræðst af afstöðunni til eig-
in lífs og efnisleika, sem og til sambands sálar og líkama. Samkvæmt henni
takmarkast sáhn við hið innra og getur því ekki staðið í beinu gagnkvæmu
sambandi við hlutina í heiminum en um leið er mannsandinn tahnn búa yfir
verðmæti en náttúran ekki. Að öðrum kosti kann mönnum að finnast líkam-
legur efnisleiki þeirra smár í samanburði við efnisleika ytri veraldar, mannsæv-
in stutt miðað við óendanleika tímans, mannfólkið fátt í hlutfahi við geysileg-
an fjölda veraldarfyrirbæranna. Frá sjónarhóli slíks samanburðar kann
samrýmanleiki manneskju og alheims að virðast fráleitur.
Niðurstaða kínverskra heimspekinga er önnur: Það ríkir engin tvíhyggja
um samband lífs og efnisleika, sálar og líkama. Sálin tekur þátt í flæði ver-
Á síðustu áratugum hefur þessi náttúruhyggja kínverskrar hugsunar verið tekin nokkuð til umfjöllun-
ar á sviði vestrænnar umhverfisheimspeki. I því sambandi má benda á tvö greinasöfn í ritstjórn Call-
icot/Ames og Tucker/Berthrong.
31 Siðaritning (Lijí), kafli 26. Liji zhijie, s. 412-13.
32 Þ.e. þau hreykja sér ekki. í kafla 22. Þýðing Mairs, s. 213.
Skýringar við 1. táknið, qian, sem vísar til virkra eiginleika himinsins (tian). Þess vegna þýðir Wil-
hclm (s. 348) það sem „sköpunarmátturinn“ (das Schöpferische)\ sjá einnig Lynn, s. 130.