Hugur - 01.01.2004, Side 65
A meðal hinna tíupúsund hluta
63
aldaríyrirbæranna og getur því ekki takmarkast við huglægni hins innri veru-
leika. Þar með býr ekki einungis mannssálin heldur náttúran gervöll yfir
ótvíræðu verðmæti.
Af þeim forsendum leiðir að tími og rúm séu óaðgreinanleg og einstak-
lingurinn hlutur í veröldinni líkt og aðrir hlutir, að tími og rúm eru óaðgrein-
anleg frá tilvist einstaklingsins. Þannig vaknar aldrei sú tilfinning að rúm og
tími séu óendanlega stór samanborið við tilvist mannsins. Sú forsenda að
tíminn hrærist í spírallaga ferli kemur jafnframt í veg fyrir að hugleiðingar
um óendanlega beina rás tímans kvikni og fólk tapi sér í hugleiðingum um
smæð eigin reynslu samanborið við gríðarlegt rennsli tímans sem getur ýtt
undir þá tilfinningu að lífið sé merkingarlaust. Þar sem tvíhyggja um sam-
band efnis og hreyfiorku er einnig ijarri og heimurinn og hlutirnir innan
hans jafnt tómir sem raunverulegir er óhugsandi að einstaklingurinn líti á
eigin efnisleika sem óendanlega smáan í samanburði við heiminn. Þannig
ríkir eining á milli manns og alheims.34
Zhuangzi: Jafnt himinn og jörð sem ég sjálfur sköpum í sameiningu. Hinir
tíu þúsund hlutir og ég erum sameinuð í tilvist okkar.“
Zhuangzi: „Mánuðir fylgja dögum, tíminn (yu) gagntekur rúmið (zhou) [og
úr verður alheimur (yuzhou)]. Spekingurinn [...] tekur þátt í aldahvörfunum
og á kemst fullkomið samræmi þeirra, þetta gildir um hina tíu þúsund hluti
og þannig er sameiginleg tilvist þeirra möguleg."35
Tilvísanaskrá:
Ames, RogerT.: „The Mencian Conception of Ren xing. Does it Mean Human Nature?“
Chinese Texts and Philosophical Contexts. Essays Dedicated to Angus C. Graham. Ritstj.
Henry Rosemont, Jr. La Salle: Open Court, 1991, s. 143-75.
Ames, Roger T. og Hall, David L.: Focusing the Familiar. A Translation and Philosophical
Interpretation of the Zhongyong. Honolulu: University of Hawaii Press, 2001.
Ames, Roger T. og Hall, David L.: Daodejing. JWaking This Life Significant". A Philosop-
hical Translation. New York: Ballantine Books, 2003.
Andersen, Poul: Daode jing. Bogen om Vejen ogMagten. Mystik ogpraktisk visdom i detgam-
le Kina. Kobenhavn: Spektrum/Forum Publishers, 1999.
Bauer, Wolfgang: Geschichte der chinesischen Philosophie. Konfuzianismus, Daoismus, Budd-
hismus. Miinchen: Verlag C.H. Beck, 2001.
Callicot, J. Baird og Ames, RogerT. (ritstj.): Nature inAsian Traditions ofThought: Essays
in Environmental Philosophy. Albany: State University ofNew York Press, 1989.
Graham, A.C. Chuang-Tzii [Zhuangzi]. The Inner Chapters. London: George Allen 8c
Unwin, 1981.
34 Þetta sjónarmið má einnig finna hjáTu Wei-Ming (s. 43): ,,[S]ú hugmynd að mannveran myndi eina
heild með alheiminum hefiir verið svo viðtekin á meðal Kínverja, jafnt á meðal leikra sem lærðra, að
það mætti segja hana ráðandi viðhorf Kinverja til veraldarinnar."
Nákvæm staðsetning þessara setninga í Zhuangzi er ótilgreind. Mig langar að færa Davíð Kristins-
syni, heimspekingi og ritstjóra Hugar, og Hjörleifi Sveinbjörnssyni, Kinafræðingi, mínar bestu þakk-
ir fyrir vandlegan yfirlestur greinarinnar og góðar athugasemdir varðandi efni og málfar.