Hugur - 01.01.2004, Page 68
Hugur | 15. ÁR, 2003 | s. 66-83
Bernard Williams
Heimspeki sem hugvísindi
1.
Báðir hlutar orðsins „hugvísindi“ (humanistic discipline) skipta máli. Þetta er
ekki fyrirlestur um akademíska skipan: Þegar ég tala um heimspeki sem
„hugvísindalegt“ starf er ég ekki að benda á að heimspeki heyri til hugvís-
inda. Spurningin er: Til hvaða fyrirmynda eða hugsjóna eða samlíkinga ætt-
um við að líta þegar við veltum fyrir okkur hvernig eigi að stunda heimspeki.
Hér er öllu almennari og hefðbundnari spurning heimfærð upp á kringum-
stæður í samtímanum, spurning sem er sjálf, eins og kunnugt er, heimspeki-
leg: hvaða skilning ætti heimspeki að hafa á sjálfri sér?
Svipað gildir um hinn helming orðsins. Spurningin snýst ekki aðeins um
tiltekið svið rannsókna heldur felur orðið „vísindi" (discipline) í sér agaða
ástundun. I heimspeki er eins gott að fyrirfinnist eitthvað sem talist gemr að
skilja réttum skilningi eða gera með réttum hætti, og ég tel að þetta hljóti
enn að vera tengt þeim markmiðum heimspekinnar að bjóða fram röksemd-
ir og tjá sig með skýrum hætti, markmið sem rökgreiningarheimspeki hefixr
lagt sérstaka áherslu á, þó að stundum hafi hún gert það á afkáralegan og
einhliða hátt. En heimspeki einokar ekki framboð á röksemdum og skýrri
tjáningu. Aðrar hugvísindagreinar bjóða fram röksemdir og geta tjáð þær
skýrt og greinilega; geti þær það ekki er það alltént þeirra vandi. Sagnfræði
er til dæmis sannarlega öguð fræðigrein, og það varðar bæði röksemdir og
skýrleik. Sagnfræði er í mínum huga hornsteinn hugvísinda, og gildir þá einu
að sagnfræði, eða ákveðnir þættir sagnfræði, eru stundum flokkaðir sem fé-
lagsvísindi - það varpar þá bara ljósi á hvernig skilja má hugmyndina um fé-
lagsvísindi. Sagnfræði gegnir lykilhlutverki í rökfærslu minni, ekki aðeins
sökum þess að hún er kjarnagrein hugvísinda heldur, eins og ég mun halda
fram, vegna þess að heimspeki tengist henni á mjög sérstakan hátt.
Hefð er fyrir að viðurkenna viss tengsl milli sagnfræði og heimspeki, að því
marki að ætlast var til að fólk sem læra vildi heimspeki lærði nokkra heim-
spekisögu. Þessi hefð er ekki lengur viðurkennd alls staðar, eins og ég mun
víkja nánar að síðar. Það skal líka viðurkennast að þessi hefðbundna viður-
kenning á sögu var oftsinnis meiri í orði en á borði: margvíslegar æfingar í