Hugur - 01.01.2004, Side 71
Heimspeki sem hugvísindi
69
Spurning sem vekur áhuga minn og ég veit ekki svarið við er sambandið
milli vísindalegrar sýnar á heimspeki annars vegar og, hins vegar, hins al-
kunna, dæmigerða stíls margra ritsmíða í rökgreiningarheimspeki þar sem
nákvæmni er sótt í þá algjöru hugarstjórn sem felst í að bera á borð samfelld-
ar og strangar túlkunarleiðir. Eins og sérhver lesandi rökgreiningarheim-
speki kannast við, og þau okkar sem fáumst við slíka heimspeki þekkja allt-
of vel, reynir þessi stíll að fjarlægja fyrirfram sérhvern hugsanlegan
misskilning eða mistúlkun eða mótbáru, að meðtöldum þeim sem aðeins
kæmu til hugar illkvittnum eða bókstafssjúkum lesendum. Þessi verknaður
er því miður oft lagður að jöfnu við skýrleikann og reglufestuna sem rök-
greiningarheimspeki stærir sig af. Nú er það fyllilega skiljanlegt að höfund-
urinn taki til greina mótbárur og mögulegan misskilning, í það minnsta
drjúgan hluta þeirra; það skrítna er að hann eða hún skuli setja þær í text-
ann. Maður gæti vonast til að mótbárurnar og hinn mögulegi misskilningur
væru tekin með í reikninginn og hefðu áreiðanleg áhrif á textann og þá, að
undanskildum hinum mikilvægustu, mætti íjarlægja þau, líkt og vinnupall-
ana sem móta byggingu en þarf ekki að príla gegnum til að komast inn í
bygginguna þegar hún er tilbúin.
Oflin sem hvetja til þessa stíls eru örugglega fleiri en eitt. Eitt er að heim-
speki skuli kennd með rökþrætum, sem hafa tilhneigingu til að græða í
heimspekinga ógnvænlega smámunasamt yfirsjálf, hræring af tilkomumestu
kennurum þeirra og kappsömustu starfsfélögum, sem leiðir skrif þeirra með
stöðugri forsjá sektar og skammar. Annað eru kröfur doktorsgráðunnar sem
akademískrar þjálfunar sem felur í sér framleiðslu allundarlegs texta, sem
auðvelt er að taka í misgripum fyrir bók. Þá geta kröfur til stöðuhækkana
innan háskólasamfélags hvatt menn til að framleiða eins margar útgefnar
síður og hægt er úr hvaða smáræðishugmynd sem þeir hafa fengið. Nú er
enginn þessara áhrifavalda nauðsynlega tengdur vísindalegri sýn á heimspeki
og margir sem stunda þennan stíl myndu áreiðanlega og réttilega hafna
nokkurri aðdróttun um að þeir hefðu slíka sýn. Augljóst dæmi um þetta er
raunar heimspekingur sem ef til vill gerði meira en nokkur annar til að hvetja
til þessa stíls, G.E. Moore. Samt sem áður held ég ekki að við ættum að
hafna þeirri hugsun of skjótt, að þegar vísindahyggja á í hlut geti þessi stíll
verið innlimaður í anda vísindahyggju. Hann getur þjónað sem eftiröpun á
nákvæmum vinnubrögðum vísindanna. Fólk getur kannski sannfært sig um
að ef það velti sér nógu mikið upp úr skilyrðum og gagn-dæmum sé það að
stunda heimspekilega hhðstæðu lífefnafræðirannsókna.
3.
En eins og ég sagði er stílræn vísindahyggja í raun ekki það sem okkur varð-
ar hér og nú. Hér er langtum veigameira efni til umræðu. Lítið á kaflann hér
á eftir, úr Gifford-fyrirlestrum Hilarys Putnam, Renewing Philosophy.3
3 Cambridge MA: Harvard University Press, 1992: formáli, bls. x.