Hugur - 01.01.2004, Qupperneq 76
74
Bernard Wi/liams
meðtöldum: náttúruvísindin séu aðeins ein af mörgum samræðum mann-
eskja og, að því smáræði frátöldu að vísindin færa okkur ísskápa, vopn, lyf og
svo framvegis, því á sama báti og hugvísindin.10
Þessi stefna til varnar hugvísindum virðist mér misráðin á tvennan hátt.
Hún er pólitískt misráðin, því sé yfirvald vísindanna skilið frá öllum fyrirheit-
um um altæka hugtekningu er yfirvaldi þeirra aðeins hnikað yfir á hina
bersýnilegu staðreynd um forspár- og tækniafrek þeirra, án milligöngu nokk-
urrar hugmyndar um hvaðan árangurinn kom. A þessari mælistiku væru hug-
vísindin aftur illa sett. Þessi varnarstíll er líka vitsmunalega misráðinn, af
sömu ástæðu og við höfum þegar rekist á, að gert er ráð fyrir að fyrirheit um
altæka hugtekningu væri hið eina sanna, það sem raunverulega skiptir máli
hvað vitsmunalegt yfirvald snerti. En það er einfaldlega engin ástæða til að
fallast á það — aftur stöndum við frammi fyrir spursmálinu, hvernig best er að
öðlast skilning á okkur sjálfum og athöfnum okkar. Málið felur í sér eftirfar-
andi spurningu, og beinir raunar sérstaklega sjónum að henni: hvernig geta
hugvísindin liðsinnt okkur við að öðlast þennan skilning?
Það er vitaskuld ákveðin spurning hvaða skilning beri að leggja í starfsemi
sjálfra vísindanna. Hér fer að glitta í vettvang sögunnar. Vísindastarf lætur
sig ekki eigin sögu miklu varða, og þá staðreynd að hún er veigamikill hluti
starfsins. (Til lítillar furðu vilja vísindasinnaðir heimspekingar að heimspeki
fylgi hér fordæmi vísindanna: þeir halda, eins og heimspekingur sem ég
þekki orðaði það, að heimspekisaga sé engu meiri hluti af heimspeki en vís-
indasaga sé hluti vísinda.) Vitaskuld eiga vísindaleg hugtök sér sögu: en þó
saga eðlisfræðinnar geti verið áhugaverð hefur hún, samkvæmt viðtekinni
skoðun, engin áhrif á hvernig eðlisfræði er skilin. Hún er aðeins hluti af sögu
uppgötvana.
Auðvitað er það raunveruleg spurning hvað það felur í sér fyrir sögu að
vera saga uppgötvana. Eitt skilyrði fyrir því felst í kunnuglegri hugmynd,
sem ég vil orða svo: hinar seinni kenningar, eða (almennar séð) hin seinni
viðhorf, skýra sjálf sig, eldra viðhorfið og umbreytinguna frá hinu fyrra til
hins seinna, með þeim hætti að báðir aðilar (handhafar hins fyrra viðhorfs og
handhafar hins síðara) hafa ástæðu til að líta á umskiptin sem framför.
Skýringu sem uppfyllir þetta skilyrði nefni ég réttlœtandi skýringu. Þegar
náttúruvísindi eiga í hlut skýrir nýtilkomna kenningin að jafnaði þær ásýndir
sem studdu eldri kenninguna, og það sem meira er, eldri kenninguna má
skilja sem sérstakt eða takmarkað dæmi hinnar síðari. En - þetta er mikil-
vægt atriði - sú hugmynd að útskýringin á umskiptum frá einu viðhorfi til
annars sé „réttlætandi" er ekki skilgreind á þann hátt að hún eigi aðeins við
um vísindalegar athuganir.
Efasemdamenn um þá skoðun að vísindin fikri sig að altækri hugtekningu
á heiminum byggja oft efasemdir sínar á vísindasögu. Þeir neita því að sag-
an sé raunverulega réttlætandi, eða neita, að því marki sem hún er það, að
þetta sé jafn þýðingarmikið og hið viðtekna sjónarmið gerir ráð fyrir. Ég
10 Svipuð afstaða var telún af sumum talsmönnum trúarinnar við upphaf vísindabyltingarinnar.