Hugur - 01.01.2004, Qupperneq 81
Heimspeki sem hugvísindi
79
7.
Raunar er afar ósennilegt að við getum öðlast fullkominn skilning á viðhorfi
okkar. Það verður óhjákvæmilega ýmis konar misræmi. Sagan getur auðveldað
okkur að skilja hvers vegna: til dæmis má rekja erfiðleikana sem frjálslyndir
eiga nú í með sjálfræðishugmyndir til hugtekninga upplýsingarinnar á einstak-
lingnum, sem okkur eru ekki lengur fyllilega skiljanlegar. Undir þessum kring-
umstæðum getum við sjálfverið firrt ákveðnum þáttum eigin viðhorfs. Sé mis-
ræmið nógu alvarlegt mun það birtast okkur, sem ölum þetta viðhorf, sem
skýringakreppa: við þörfnumst ástæðna til að endurskipa og þróa hugmyndir
okkar á einn hátt frekar en annan. Um leið getur verið að við sjáum aðstæð-
urnar sem lögmætiskreppu - að það sé raunveruleg spurning hvort þessar hug-
myndir lifi af og haldi áfram að þjóna okkur. Aðrir sem ekki deila viðhorfi okk-
ar geta einnig borið kennsl á lögmætiskreppuna en þeir geta ekki sjálfir séð
hana sem skýringakreppu, fyrst þeir töldu viðhorf okkar hvort eð er ekki varpa
ljósi á hlutina. Við þörfnumst hins vegar ástæðna sem eru innbyggð í viðhorf
okkar, ekki bara til að leysa vandamál við útskýringar, heldur og til að fást við
lögmætiskreppuna. Við þörfnumst þeirra, í fyrsta lagi, til að skýra mál okkar
fyrir fólki sem er klofið milli núverandi sjónarmiðs okkar og einhvers virks
keppinautar úr samtímanum. Sé ástandið nógu slæmt getur verið að við telj-
umst sjálf til þessa fólks.
Ef til vill er engin kreppa til staðar. Eða, sé kreppa til staðar, munu fmnast
einhverjir þættir í sjónarmiði okkar sem eru fastir punktar innan þess. Við
trúum til dæmis að í einhverjum skilningi eigi hver einasti borgari, raunar
sérhver mannskepna - sumir myndu taka enn dýpra í árinni og segja hver
skyni gædd vera - skilið sama vægi. Ef til vill er þetta síður sannfæring um
fullyrðingu en uppdráttur að ýmsum rökfærslum. En hvort sem er getur hún
virst, að minnsta kosti í sinni miðlægustu og almennustu mynd, unhinterg-
ehbar. það er enginn dýpri grundvöllur sem réttlætir þetta. Við vitum að flest
fólk fyrri tíma hefur ekki deilt því með okkur; við vitum að til eru aðrir í
samtímanum sem deila því ekki með okkur. En í okkar huga er það einfald-
lega þarna. Þetta þýðir ekki að við hugsum: „í okkar huga er það einfaldlega
þarna.“ Þetta þýðir að við hugsum: „það er einfaldlega þarna.“ (Þannig er það
sem það er, í okkar huga, einfaldlega þarna.)
Með tilliti til þessara þátta viðhorfs okkar, hið minnsta, getur heimspek-
ingur sagt: hin tilfallandi saga hefur engin áhrif á rökrýmið (svo stuðst sé við
tískufrasa), hví ættum við þá að láta hana trufla okkur?13 Höldum bara áfram
bardúsi okkar við að öðlast sem bestan skilning á viðhorfi okkar innan að.
Við þessu eru nokkur svör, sum þeirra undirskilin því sem ég hef þegar sagt.
Eitt er að heimspekingum sem ígrunda þessar sannfæringar eða þessa hætti
rökflutnings, er hætt við að hverfa aftur að gömlum ráðum til hugrænnar
fullvissu, á borð við „innsæi". En ef taka ber hið þekkingarfræðilega tilkall
13 Þetta er (í reynd) lykilstaðhæfing í bók Thomasar Nagel The Last Word (Oxford University Press,
1997). Röksemdir hans eru náskyldar þessari umQöllun. Eg hef veitt athugasemdir um þær í ritdómi
um bókina í New York Review ofBooks XLV, 18 (19. nóvember, 1998.)