Hugur - 01.01.2004, Page 83
Heimspeki sem hugvísindi
81
Um leið og við látum af þeirri forsendu, getum við sýnt því lögmætan
heimspekilegan áhuga sem fallist er á að sé staðbundnara „við“. En nú má
segja að þegar spurningin snýr sérstaklega að þessum takmarkaðri hópi geti
ekki verið óhugsandi að annarra kosta sé völ. Sagan sem ég hef verið að röfla
um er þó saga valkosta? En þetta er misskilningur á því sem í þessu sam-
hengi er sagt vera óhugsandi. Sagan leggur fram valkosti aðeins í samhengi
við víðtækari „okkur“: hún birtir mögulegar leiðir, það er að segja margvís-
lega hætti sem mannskepnur hafa haft á, og geta þar með haft á, að lifa.
Raunar getum við á þessum forsendum átt þess kost að ímynda okkur, þó
ekki sé nema sem uppdrátt og með nokkrum erfiðleikum, aðra lifnaðarhætti
sem mannskepnur gætu haft í framtíðinni. En það er ekki meginatriðið. Það
sem virðist í þessu samhengi einfaldlega vera til staðar, valkostalaust, eru
þættir í siðferðilegu og pólitísku sjónarmiði okkar, og hvað þá varðar er ekki
um aðra kosti að ræða fyrir okkur. Þessir þættir eru raunar unhintergehbar, í
skilningi sem sannarlega hefur með tíma að gera, en tilheyrir sumpart sér-
staklega málum af þessum toga. Við getum kannað þá frá þessari hlið, í sam-
hengi við fortíð þeirra, og útslfyrt þá og (ef, eins og ég hef þegar sagt, við
segjum skilið við tálsýnir vísindahyggjunnar) við getum samsamað okkur
ferlinu sem leiddi til viðhorfs okkar, vegna þess að við getum samsamað okk-
ur útkomu þess. En við getum ekki, í hugsunum okkar, farið handan við við-
horf okkar, til framtíðarinnar, og áfram samsamað okkur niðurstöðunni: það
er að segja, við komumst ekki fram úr viðhorfi okkar. Ef möguleg framtíð
sem mótar fyrir í þessum þokukenndu vangaveltum felur ekki í sér einhverja
túlkun þessara miðlægu þátta sjónarmiðs okkar, þá getur verið að við skiljum
það raunverulega — við getum séð fyrir okkur hvernig einhver gæti komist
þangað - en það er okkur ekki siðferðilega skiljanlegt, nema sem afturför,
eyðilegging eða missir.
Það er í þessu sambandi sem siðferðilegar og pólitískar hugtekningar sam-
tímans gera alla jafna ekki ráð fyrir framtíð handan þeirra sjálfra. Marxismi
spáði fyrir um framtíð sem átti að vera siðferðilega skiljanleg, en lauk eins og
frægt er í kyrrstæðri staðleysu. Meðal frjálslyndra fylgja margir á sinn hátt
sama mynstri, þeir halda áfram, í þessu tilliti og með tilliti til fortíðarinnar,
eins og frjálslyndi væri tímalaust.15 Það eru ekki ámæli í garð frjálslyndra að
þeir sjái ekki út fyrir ytri mörk þess sem þeim finnst ásættanlegt: það getur
enginn. En það eru frekar vítur í þeirra garð að þeir skuli ekki hafa nægan
áhuga á hvers vegna því er svo háttað, hvers vegna grundvallarsannfæringar
þeirra skyldu virðast, eins og ég orðaði það, einfaldlega vera þarna. Það er
kjarni heimspekilegrar afstöðu sem gerir þá allt eins áhugalausa um hvernig
þessar sannfæringar komust þangað.
15
Þetta þarfnast þó frekari afmarkana við, með tilliti til nýrri verka Rawls, sem sýna sterkari tilfinningu
fyrir sögulegri hendingu en var til staðar í Kenningu um réttlœti.