Hugur - 01.01.2004, Page 83

Hugur - 01.01.2004, Page 83
Heimspeki sem hugvísindi 81 Um leið og við látum af þeirri forsendu, getum við sýnt því lögmætan heimspekilegan áhuga sem fallist er á að sé staðbundnara „við“. En nú má segja að þegar spurningin snýr sérstaklega að þessum takmarkaðri hópi geti ekki verið óhugsandi að annarra kosta sé völ. Sagan sem ég hef verið að röfla um er þó saga valkosta? En þetta er misskilningur á því sem í þessu sam- hengi er sagt vera óhugsandi. Sagan leggur fram valkosti aðeins í samhengi við víðtækari „okkur“: hún birtir mögulegar leiðir, það er að segja margvís- lega hætti sem mannskepnur hafa haft á, og geta þar með haft á, að lifa. Raunar getum við á þessum forsendum átt þess kost að ímynda okkur, þó ekki sé nema sem uppdrátt og með nokkrum erfiðleikum, aðra lifnaðarhætti sem mannskepnur gætu haft í framtíðinni. En það er ekki meginatriðið. Það sem virðist í þessu samhengi einfaldlega vera til staðar, valkostalaust, eru þættir í siðferðilegu og pólitísku sjónarmiði okkar, og hvað þá varðar er ekki um aðra kosti að ræða fyrir okkur. Þessir þættir eru raunar unhintergehbar, í skilningi sem sannarlega hefur með tíma að gera, en tilheyrir sumpart sér- staklega málum af þessum toga. Við getum kannað þá frá þessari hlið, í sam- hengi við fortíð þeirra, og útslfyrt þá og (ef, eins og ég hef þegar sagt, við segjum skilið við tálsýnir vísindahyggjunnar) við getum samsamað okkur ferlinu sem leiddi til viðhorfs okkar, vegna þess að við getum samsamað okk- ur útkomu þess. En við getum ekki, í hugsunum okkar, farið handan við við- horf okkar, til framtíðarinnar, og áfram samsamað okkur niðurstöðunni: það er að segja, við komumst ekki fram úr viðhorfi okkar. Ef möguleg framtíð sem mótar fyrir í þessum þokukenndu vangaveltum felur ekki í sér einhverja túlkun þessara miðlægu þátta sjónarmiðs okkar, þá getur verið að við skiljum það raunverulega — við getum séð fyrir okkur hvernig einhver gæti komist þangað - en það er okkur ekki siðferðilega skiljanlegt, nema sem afturför, eyðilegging eða missir. Það er í þessu sambandi sem siðferðilegar og pólitískar hugtekningar sam- tímans gera alla jafna ekki ráð fyrir framtíð handan þeirra sjálfra. Marxismi spáði fyrir um framtíð sem átti að vera siðferðilega skiljanleg, en lauk eins og frægt er í kyrrstæðri staðleysu. Meðal frjálslyndra fylgja margir á sinn hátt sama mynstri, þeir halda áfram, í þessu tilliti og með tilliti til fortíðarinnar, eins og frjálslyndi væri tímalaust.15 Það eru ekki ámæli í garð frjálslyndra að þeir sjái ekki út fyrir ytri mörk þess sem þeim finnst ásættanlegt: það getur enginn. En það eru frekar vítur í þeirra garð að þeir skuli ekki hafa nægan áhuga á hvers vegna því er svo háttað, hvers vegna grundvallarsannfæringar þeirra skyldu virðast, eins og ég orðaði það, einfaldlega vera þarna. Það er kjarni heimspekilegrar afstöðu sem gerir þá allt eins áhugalausa um hvernig þessar sannfæringar komust þangað. 15 Þetta þarfnast þó frekari afmarkana við, með tilliti til nýrri verka Rawls, sem sýna sterkari tilfinningu fyrir sögulegri hendingu en var til staðar í Kenningu um réttlœti.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.