Hugur - 01.01.2004, Page 84
82
Bernard Williams
8.
Ég hef haldið því fram að heimspeki ætti að losa sig við tálsýnir vísinda-
hyggjiinnar, að hún ætti ekki að reyna að haga sér sem framlenging á nátt-
úruvísindum (nema í þeim sértilfellum þar sem hún er einmitt það), að hún
ætti að hugsa um sjálfa sig sem hluta víðari viðleitni til að öðlast skilning á
sjálfum okkur og athöfnum okkar, og að til að svara mörgum spurninga sinna
þurfi heimspeki að líta til annarra hluta þeirrar starfsemi, einkum til sagn-
fræði.
En einhver, ef til vill ungur heimspekingur, gæti sagt sem svo: þetta er allt
gott og blessað, en eins þó ég samþykki það allt, þýðir það ekki að það er of
mikið sem við þurfum að vita, að maður getur aðeins stundað heimspeki með
því að vera leikmaður í allt of mörgu? Getum við ekki bara haldið áfram þar
sem frá var horfið?
Við hann eða hana hef ég aðeins þetta að segja: Ég skil fyllilega vanda
þinn, það er að segja, vanda okkar. Ég viðurkenni að rökgreiningarheimspeki
á mörg afrek sín að þakka þeirri grundvallarreglu að smátt og gott sé betra
en víðfeðmt og vont. Ég viðurkenni að þetta felur í sér verkaskiptingu. Eg
skil að þú viljir halda áfram þar sem frá var horfið. Ég skal líka játa annað,
að það eru einkum eldri heimspekingar sem, líkt og eldri vísindamenn, eiga
til að láta hugann líða og móðan mása á þennan hátt, um eðli fags síns. Eins
og Nietzsche segir í dásamlegum kafla um heimspekinginn og aldurinn:16
Það hendir nokkuð títt að gamh maðurinn verður fyrir ranghug-
mynd um stórkostlega siðferðilega endurnýjun og endurfæðingu, og
fellir svo af þessari reynslu dóma um starf sitt og farinn veg, eins og
nú fyrst hefði hann öðlast skýra sýn; en þó er innblásturinn að baki
þessari vellíðunarkennd og að baki þessum staðföstu dómum ekki
viska heldur mæða.
Samt sem áður er nokkuð ósagt um hvernig maður gæti samþykkt þá sýn
sem ég býð á heimspekina og þó haldið áfram þar sem frá var horfið. Leyf-
ið mér að ljúka þessu með því að minnast á eitt eða tvö þessara atriða. Við
þurfum ekki að segja skilið við verkaskiptingu heldur þarfnast hún endur-
skoðunar. Hún á það til að mótast of auðveldlega af líkani vísindaheimsins,
þar sem eitt fræðasvið er skilið frá öðru, en við getum skipt faginu upp á aðra
máta - með því að hugsa til dæmis um eina tiltekna siðferðilega hugmynd,
og hinar ýmsu bollaleggingar sem geta hjálpað manni að skilja hana. Enn og
aftur, þó það sé vissulega satt að við þurfum öll að vita meira en við getum
vænst þess að vita — og það gildir allt eins um heimspekinga sem starfa í
nánd við vísindin, eða innan þeirra - þá breytir nokkru hvað það er sem þú
veist að þú veist ekki. Ef til vill sér maður ekki mjög langt út fyrir húsið sitt,
en það getur skipt miklu máli í hvaða átt maður horfir.
16
Dagrenning, §542.