Hugur - 01.01.2004, Side 86
Hugur | 15. ÁR, 2003 | s. 84-149
Davíð Kristinsson
íslenskur Nietzsche við aldamót
Nietzsche hugsar se'r ofurmennið sem Caesar með sál Krists
(hvað mér finst annars að hljóti að leiða til samskonar
útkomu eins ogþegar +« er lagt við -a)
Halldór Kiljan Laxness1
Að kvöldi tuttugustu aldar birtist í Skírni (vor 1993) í fyrsta sinn íslensk
þýðing á lengri texta eftir Friedrich Nietzsche, „Um sannleika og lygi í ósið-
rænum skilningi", ásamt eftirmála fyrsta íslenska Nietzsche-fræðingsins,
Sigríðar Þorgeirsdóttur.2 Hún segir viðtökusögu Nietzsches hafa lengi vel
einkennst „af vanþekkingu og hleypidómum" og bætir því við að „á Islandi
var, þar til fyrir skemmstu, litið á fræði Nietzsches sem heldur léttvæga speki
og eiga ritstjórar Sktrnis þakkir skyldar fyrir að stíga fyrsta skrefið í málefna-
legri umfjöllun með útgáfu þessa heftis“.3 I sama hefti birtist eftir annan rit-
stjóranna, Vilhjálm Arnason, fyrsta ítarlega greinin sem íslenskur heimspek-
ingur skrifar um Nietzsche á móðurmálinu: „Við rætur mannlegs siðferðis.
Siðagagnrýni og heilræði Friedrichs Nietzsche“.4
Vorhefti Skírnis 1993 markar tímamót í íslenskum Nietzsche-fræðum.
Aður en þau straumhvörf eru skoðuð nánar er rétt að huga að þeirri fullyrð-
ingu fyrsta íslenska Nietzsche-fræðingsins að umfjöllun landa hennar um
Nietzsche hafi fram að því verið fremur ómálefnaleg og þeir litið á fræði
Nietzsches sem heldur léttvæga speki. Þegar þessi orð félíu voru rúm hund-
rað ár liðin frá því að Islendingar tóku að kynna sér skrif Nietzsches. Eldri
umfjallanir um heimspekinginn á íslensku hafa verið gerðar að umtalsefni í
1 Halldór Kiljan Laxness, Rauða kverið, s. 39-40, ópr. handrit, Handritadeild Landsbókasafns íslands,
úr safni Stefáns Einarssonar. Itarlegri tilvitnun er að finna á prenti hjá Peter Hallberg, Vefarinn mikli.
Um œskuskáldskap Halldórs Kiljans Laxness, þýð. Björn Th. Björnsson, Reykjavík: Helgafell, 1957, 1.
bd„ s. 76. A fyrstu varðveittu blaðsíðu handritsins (s. 4) greinir Halldór frá umræðum um Nietzsche
sem áttu sér stað hjá ungum embættismanni í Reykjavík (líklegast) árið 1918, sjá Hallberg, 1. bd., s.
70. Sjá einnig Halldór Guðmundsson, „Loksins, loksins“. Vefarinn mikli og upphaf tslenskra nútímabók-
mennta, Reykjavík: Mál og menning, 1987, s. 164-165.
Friedrich Nietzsche, „Um sannleika og lygi í ósiðrænum skilningi", þýð. Sigríður Þorgeirsdóttir og
Magnús Diðrik Baldursson, ásamt „Eftirmála þýðenda", Sktrnir {vor 1993), s. 15-33.
3 „Eftirmáli þýðenda", s. 29,30.
4 Vilhjálmur var ásamt Ástráði Eysteinssyni ritstjóri Skirnis árin 1987-1994.