Hugur - 01.01.2004, Page 87
Islenskur Nietzsche við aldamót
85
nokkrum þeirra Nietzsche-texta sem skrifaðir voru í kjölfar tímamótaheftis-
ins vorið 1993. Ef eitthvað er hefiir tilhneigingin verið að líta á þessi eldri
skrif í heild sinni sem „léttvæga speki“ sem varla sé þess virði að vitna í nema
í framhjáhlaupi. Það er hins vegar full ástæða til að kanna nánar hvernig ís-
lenskir höfundar fjölluðu um Nietzsche áður en fyrsta skrefið var stigið í átt
að meintri málefnalegri umfjöllun um heimspekinginn vorið 1993. I fram-
haldi af því mun ég, þegar við á, notast við innsýn þessara eldri höfunda í
heimspeki Nietzsches til að gagnfyna nýrri túlkanir Vilhjálms Arnasonar,
Róberts H. Haraldssonar og Sigríðar Þorgeirsdóttur.5 Eg hef áður gagnfynt
þessar túlkanir í grein sem við Hjörleifur Finnsson skrifuðum: „Hvers er
Nietzsche megnugur? Um íslenska siðfræði og franska sifjafræði".6 Róbert
H. Haraldsson svaraði þeirri gagnfyni í tveimur Lesbókar-greinum og bregst
ég í lokahluta þessarar greinar við því andsvari.7
Vegið að siðalærdómi kristindómsins
I hópi elstu umþallana um Nietzsche á íslensku er fyrirlestur sem vestur-
íslenski presturinn FriðrikJ. Bergmann (1858-1918) flutti á 7. ársþingi Hins
evangelísk lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi, sem haldið var í
Winnipeg 17.-22. júní 1891. Fyrirlesturinn birtist sama ár undir yfirskrift-
inni „Lífsskoðanir" í fyrsta ársriti Aldamóta,8 sem kirkjufélagið gaf út og
Friðrik ritstýrði. Onnur erindi þingsins sem birtust í ritinu bera yfirskriftina
„Það, sem verst er í heimi“ og „Guðdómr drottins vors Jesú Krists“.
Arið 1875 fluttist Friðrik með foreldrum sínum til Vesturheims, útskrifaðist
úr latínuskóla 1881, stundaði guðfræði við Kristjaníuháskóla í Noregi 1883-
1885 en lauk prófi í prestaskóla í Fíladelfíu og gerðist prestur íslensku safnað-
anna í Norður-Dakóta. I minningargrein sinni um Friðrik segir Einar H.
Kvaran hann vera þann „sem mestur fræðari hefir verið íslenzkra manna vest-
an hafs [...]. Aðalástríða hans var sú að kynnast nýjum hugsunum [og] er eng-
5 Vilhjálmur Arnason, „Við rætur mannlegs siðferðis. Siðagagnrýni og heilræði Friedrichs Nietzsche",
Skímir (vor 1993), s. 34-65; Róbert H. Haraldsson, „Eftirmyndir Nietzsches", Tímarit Máls og menn-
ingar 3/1997, s. 11-25; Sigríður Þorgeirsdóttir, „Inngangur“ að Friedrich Nietzsche, Svo mœlti Zara-
pústra, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996, s. 9-35.
6 Davíð Kristinsson og Hjörleifúr Finnsson, „Hvers er Nietzsche megnugur? Um íslenska siðfræði og
franska sifjafræði", Geir Svansson (ritstj.), Heimspeki verðandinnar - Rísóm, sifjar og innrœtt siðfrœði,
Reykjavík: ReykjavíkurAkademían, 2002, s. 61-127. Grein Sigríðar Þorgeirsdóttur, „Lygin um sann-
leikann og sannleikurinn um lygina“, Tímarit Máls og menningar 3/1997, s. 38-50 (endurpr. í: Kvenna
megin, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001), er jafnframt gagnrýnd í Davíð Kristinsson,
„Nietzsche á hafi verðandinnar“, Hugur 2002, s. 95-111.
7 Róbert H. Haraldsson, „Allt annar Róbert!" og „Að gelda mann og annan“, Lesbók Morgunblaðsins 26.
apríl og 3. maí 2003. Jón Ólafsson brást við greinum Róberts á Heimspekivefnum, Kristján Kristjáns-
son svaraði Jóni og í framhaldi af því var efnt til Boðhlaups á Heimspekivefnum þar sem Skúli Sig-
urðsson („Það er allt á floti allsstaðar", 25. maí) og Ólafúr Páll Jónsson („Er ekki tími til kominn að
tengja?“, 7. ágúst) tóku til máls. Við Hjörleifúr Finnsson svöruðum Róberti með greininni „Afvega-
leidd verk til sýnis“ sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 12. júlí 2003.
8 Aldamót 1891, s. 6-38. Fyrstu sjö árgangar Aldamóta voru prentaðir í Isafoldarprentsmiðju en síðan í
Prentsmiðju Lögbergs í Winnipeg fram til 1903. Höfúndur hefúr haldið óbreyttri stafsetningu þeirra
greina sem vísað er í.