Hugur - 01.01.2004, Side 89
Islenskur Nietzsche við aldamót
8 7
vart við sig. Menn byrjuðu með því að tala um ,upplýsing‘. [...] Þessi nýfædda
upplýsing sneri sjer móti hinum opinberuðu trúarbrögðum. [...] Þessi breyting
í hinni trúarlegu hugsun heíur haldizt fram á þennan dag og gripið meira og
meira um sig.“ (15-16) Þessir „straumar vantrúarinnar“ hafa valdið því að guð-
hræddar þjóðir hafa siglt „skipum sínum upp í skerjagarð andlegrar villu“ (17)
og komið „af stað ógurlegum, andlegum jarðskjálfta" og stjórnarbyltingum.
Guðsneitun eða „guðslausa lífsskoðun“ greinir Friðrik hjá „berendum" frönsku
upplýsingarinnar og byltingarinnar á borð við Voltaire og Rousseau en einnig
hjá þýskum sósíalistum samtímans á borð við August Bebel (1840-1913).
Eftir að hafa í umfjöllun sinni um andstæðar lífsskoðanir samtímans greint
siðferðilega fullkomnun frá siðferðilegri hnignun og trú frá vantrú nefnir
Friðrik þá lífsskoðun sem hvort tveggja felur í sér siðferðilega hnignun og
vantrú: „Hvaða lífsskoðun er það þá, sem að kristindóminum frátöldum nú
er útbreiddust í heiminum? [...] Jeg svara: Sú lífsskoðun, sem materalismus
nefnist." (20-21) Materíalismus eða efnishyggja er sú „lífsskoðun, sem um
næst undanfarinn tíma hefiir haslað sjer völl á hólmi lífsins gegn lífsskoðun
kristindómsins" (34), sem Friðrik álítur að „sje eina lífsskoðunin, sem bygg-
ir á sannleikanum“ (37-8). Meðal aðalsetninga efnishyggjunnar, skæðustu
vantrúarstefnu samtímans, eru: „Oll tilveran er efni og afl“ (21); hvort
tveggja „fæðist aldrei, deyr aldrei. Það breytir að eins um búning. [...] Þessi
hringrás efnanna og aflanna myndar um alla eilífð það, sem yjer nefnum
heim. Eins og efnið og aflið hafa ekki þurft neins skapara, eins hafa líka all-
ar lifandi verur, sem til eru, komizt af án skapara. Enginn guð hefur talað
neitt máttugt orð, svo þær yrðu til.“ (22) „Orðið sál er þýðingarlaust orð“;
sömuleiðis frumsál og andi. Auk þess fylgi efnishyggjunni einhvers konar
nauðhyggja viljans: „Maðurinn hugsar það, sem hann má til með að hugsa,
vill það, sem hann má til með að vilja. Allt er nauðsyn, breytni mannsins
einnig. [...] Að þjófurinn stelur og að morðinginn firrir náunga sinn lífi, er
hvorttveggja náttúrulögmál; þeir máttu til. Þess vegna á heldur enginn
ábyrgð sjer stað fyrir orð og gjörðir. Frjálsræði viljans er hvergi til nema í
ímyndaninni; það er tómur heilaspuni. Hegning laganna fyrir brot og mis-
gjörðir er eiginlega himinhrópandi ranglæti. Engan er unnt að krefja til
reikningsskapar fyrir það, sem honum er ósjálfrátt, - það, sem hann er knúð-
ur til af ósveigjanlegu náttúrulögmáli." (22-23) Að mati Friðriks er hins veg-
ar „þrennt í meðvitundarlífi mannsins [sem] vitnar á móti falsályktunum
materialistanna: Tilfinning mannsins um að hann sje frjáls vera, tilfinningin
um mismun góðs og ills og meðvitundin um siðferðislega ábyrgð." (27)
Um efnishyggjusinna segir Friðrik ennfremur: „Evolutions- tilgáta Darwins
er þeirra uppáhald." (23) Sú kenning að ,,[m]ennirnir sjeu komnir af öpum“
(24) hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir siðferðið: „Þegar mennirnir hafa ver-
ið sviptir hugmyndinni um guð, um eilíft líf, um siðferðislega ábyrgð, hafa
þeir orðið af með þær sterkustu hvatir til að bæla niður sitt spillta eðli. Mat-
erialismusinn setur manninn á bekk með dýrunum, staðhæfir, að hann sje
ekkert annað en dýr. Með því gefur hann því dýrslega í manneðlinu næring;
dýrið rís upp og bælir manninn undir sig.“ (27-28) Friðrik hefur andstyggð