Hugur - 01.01.2004, Page 90
88
Davíð Kristinsson
á þróunarkenningunni en finnur sér til huggunar „margt, sem virðist benda
til þess, að líkt ætli að fara fyrir talsmönnum þessarar kenningar eins og fór
fyrir alkemistum fyrri tíma.“ (25)
Þegar líða tekur á greinina setur Friðrik fram áhugaverða kenningu um
efnishyggjuna: Hann álítur vantrú hennar nú vera komna á „efsta stig“, „neit-
unin er ekki hálf, heldur heil“ (34).
Menn byrjuðu með að neita trúarlærdómum kristindómsins. En
siðalærdómi kristindómsins var hrósað. Hann var hafinn til skýjanna
og það með þvílíkri andagipt. An hans megum vjer ekki með nokkru
móti vera. En nú eru materialistarnir að komast að þeirri niðurstöðu,
að siðalærdómur kristindómsins sje óhafandi. Þeir eru jafnvel komn-
ir svo langt í viðurkenningunni, að þeir nefna hann: Siðalærdóm
þrælanna. En siðferði forfeðra vorra í heiðninni, þegar menn óðu
hver að öðrum með morðvopn um leið og þeim bar eitthvað á milli
og ljetu höfuðin fjúka eða þegar menn gjörðu atreið að heimilum
fjandmanna sinna og brældu inni göfuglynda menn með öllu heim-
ilisfólki eins og melrakka í greni, - því hrósa menn nú og hefja til
skýjanna og nefna það siðferði herranna. (28)
Friðrik virðist sleginn yfir þessari þróun:
Það eru líklega ekki allir af tilheyrendum mínum, sem geta fengið
sig til að trúa þessu. Ymsir halda eflaust, að jeg sje nú að fara með
öfgar einar og ýkjur. Jeg sje nú að reyna að gjöra málstað vantrúar-
innar eins illan og afskræmislega ljótan og mjer sje unnt og þess
vegna hafi jeg búið þetta til. Mjer finnst ekki óeðlilegt, að einhverj-
ir af tilheyrendum mínum hugsuðu eitthvað svipað þessu. Því fyrst,
þegar jeg rak mig á þetta, trúði jeg naumast mínum eigin skilning-
arvitum. (28-29)
Loks greinir Friðrik áheyrendum frá því hvaða efnishyggjusinni haldi þessu
fram:
Jeg fann það fyrst í bók eptir hinn gáfaða og nafnfræga fagurfræðing
og ritsnilling Georg Brandes, sem jeg las fyrir hálfu öðru ári síðan;
hún heitir: Fra Rusland. Þar [bls. 417-418] er vitnað til þýzks heim-
spekings, er nefnist Fnedrich Nietzsche. Hann hafi fyrstur gjört þetta
ljóst. Svo er þá með fáeinum orðum gjörð grein fyrir þessari lífsskoð-
un, og það á þann hátt, að það er auðsjeð, að hún er sannfæring höf-
undarins. Mjer varð bilt við, þegar jeg las þetta. Það var í fyrsta sinni,
að jeg varð var við þessa lífsskoðun. Og þó er langt síðan jeg fór að
leitast við að kynna mjer þær skoðanir, sem óvinveittastar eru krist-
indóminum. (29)