Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 93
Islenskur Nietzsche við aldamót
9i
mennska" í bréfi í tengslum við vantrú á lýðnum og „heimspekiskoðun höfð-
ingjanna“ (322). Hinum megin við Atlantshafið var það einmitt þetta þema
sem fyrst vakti athygli íslenskra Nietzsche-túlkenda.
Framleiðsla ofurmennisins
Aldamótaárið 1900, skömmu áður en Nietzsche lést, skrifar Steingrímur
Thorsteinsson skáld, sem þá var kennari við Lærða skólann og hafði einhver
kynni af Also sprach Zarathustra, Eiríki Magnússyni: „Ég dáðist reyndar að
geníalitetinu, en stefnan, ,yfirmanneskjukenningin‘, afarmennskan, líkaði
mér illa“.16 Átta árum síðar skrifar Jóhann Sigurjónsson bróður sínum frá
Kaupmannahöfn: „Nietzsche skrifar fagra þýzku og er stórt skáld, en aðal-
hugsunin í öllum hans ritum um ofurmenni og takmakalausan [n'c] rétt ein-
staklingsins er og verður röng.“17 Rúmum áratug síðar las Guðmundur G.
Hagalín sama rit og lýsir þeirri reynslu svo er hann horfir um öxl á síðari
hluta aldarinnar: „Ég las einmitt á þessu tímabili bók um þýzka skáldspek-
ingsins Ériedrich Nietzsche og rit hans Also sprach Zarathustra, og sá lestur
hafði á mig mikil áhrif. Ég gat ekki fallizt á þá fullyrðingu Nietzsches, að
ekki yrði hjá því komizt, að annars vegar yrði sinnu- og menningarlaus múg-
ur og hins vegar örfá ofurmenni - og að múgurinn ætti einungis tilverurétt
sem eins konar hráefni í ofiirmenni. Og ég taldi, að þessi kenning ætti ræt-
ur sínar að rekja til óheiUavænlegrar kynningar höfundarins af menningar-
snauðum skríl erlendra milljónaborga. En samt sem áður þóttu mér athug-
anir og kenningar skáldspekingsins mjög merkilegar.“18 Við lestur greinar
Stefáns Einarssonar „Guðmundur Gíslason Hagalín fimmtugur“ er ljóst að
hann álítur beint samband vera á milli íhaldssemi Guðmundar og fylgni
hans við ofurmennishugmyndir Nietzsches annars vegar og hins vegar höfn-
unar Guðmundar á þeim og því að hann gerist jafnaðarmaður: „Sumarið eft-
ir, 1919, las Hagalín Nietzsche, og hleypti sá lestur í hann svo mikilli ofur-
mennsku með tilheyrandi mannfyrirlitningu, að hann réðst ritstjóri austur á
Seyðisfjörð fyrir blað íhaldsmanna þar [...]. Smám saman rénuðu áhrifin frá
Nietzsche og þegar Hagalín hætti ritstjórn eystra, var hann orðinn jafnaðar-
maður.“19
Þegar hér er komið við sögu var liðinn rúmur áratugur frá því að fyrsta ís-
lenska heimspekikennivaldið tók kenningar Nietzsches til ítarlegrar umfjöll-
unar. Ágúst H. Bjarnason lauk meistaraprófi í heimspeki frá Hafnarháskóla
1901. „Á þeim árum, sem Ágúst H. Bjarnason var við nám í Kaupmanna-
hlítar. Sjálft hugtakið ,ofurmenni‘ verður ekki skilgreint nákvæmlega, og ég mundi ekki hafa notað
þetta orð, ef Stephan hefði ekki sjálfUr lagt það upp í hendurnar á mér.“ (137)
16 Hannes Pétursson, Steingrímur Thorsteinsson. Líf hans og /ist, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs,
1964, s. 245.
17 Jóhann Sigurjónsson, Bréf til bróður. Þrjátíu ogprjú bréf tilJóhannesar Sigurjónssonar, Kristinn Jóhann-
esson (ritstj.), Reykjavík: Menningarsjóður, 1968, s. 97.
18 Guðmundur G. Hagalín, Hrœvareldar og himinljómi, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1978 [1955],
s. 264-265.
Guðmundur G. Hagalín, Ritsafn, 2. bd., Reykjavík: Kaldbakur, 1948, s. XVI.
19