Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 96
94
Davíð Kristinsson
jafnhátt hafrn yfir mannkyn það er nú hfir eins og mennirnir nú eru hafnir
yfir dýrin.“ í þeim tilgangi að sýna að Nietzsche hafi verið spámaður slíkrar
hugsjónar þýðir Ágúst nokkur textabrot úr Also sprach Zarathustra, inngangs-
orð Zaraþústru (3) og Af nýjum og gömlum töflum (12,28) þar sem Nietz-
sche boðar komu nýs aðals. Milli tilvitnana túlkar Ágúst: „Maðurinn, eins og
hann er nú, er aðeins brautryðjandi; hann er eins og seilin yfir þá miklu gjá,
er hggur milli hans og hins æðra manns. Hann er miðja vega mihi hins og
þessa. Og hann á að fórna sjálfum sér fyrir hinn æðra mann. Örvum löng-
unar sinnar á hann að skjóta yfir um til hans, og hann á að starfa, á að lifa og
deyja í þarfir framtíðarinnar og hins fjærsta.“ (371) í kjölfar tilvitnunar í inn-
gangsræðu Zaraþústru spyr Ágúst:
En hvernig eigum vér þá að fara að því að framleiða ofurmennið?
Barátta og mismunandi lífsskilyrði, en ekki friður og jöfnuður, álít-
ur Nietzsche að sé aðalskilyrðið fyrir því, að vér getum komið upp
nýrri og betri kynslóð. Því eigum vér að láta baráttuna í mynd sam-
kepninnar geisa á ný á öhum sviðum mannhfsins, svo að vér getum
útrýmt öhu því sem sjúkt er og vanheilt, en hitt lifi, sem er hraust og
heilbrigt. Mennirnir eru misjöfnum hæfileikum búnir, og þessvegna
á jöfnuðurinn ekki að ríkja, heldur eiga hinir ístöðulausu og þeir sem
eru miður gefnir að hverfa úr sögunni; en hinir hugrökku og þeir,
sem eru beztum kostum búnir, eiga að sigra og lifa. Þetta er lögmál
lífsins og framþróunarinnar og það á einnig að fá að ríkja í mannlíf-
inu. (372-373)
Svo þetta geti orðið að veruleika þarf að sigrast á kristilegri mannúð. Við eig-
um að „hætta að auðsýna óhoha miskunnsemi, en láta það falla, sem má faUa
og á að falla og jafnvel ýta á eftir því“ (373). Því
verðum vér fyrst og fremst að harðna og afsala oss hinni kristilegu
dygð, miskunnseminni, meðaumkuninni með öUu því, sem sjúkt er
og veilt og er lífi þessu afhuga, því það á að deyja! [...] Þannig meg-
um vér ekki, eins og gert heflr verið hingað tU, halda hlífiskildi yflr
mönnum þeim, sem sýnilega veikja mannkynið með því að æxlast og
auka kyn sitt. Til þessara manna teljast vanaðir menn og geðveikir
og aUir þeir sem sýktir eru af ólæknandi sjúkdómum. Menn þessa á
að einangra og þeim á ekki að leyfast að auka kyn sitt, svo að þeir
sýki ekki kynstofninn. Allar sjúkar og sýktar greinar á stofni þjóðfé-
lagsins á að einangra og jafnvel sníða þær af honum, svo að þær eitri
ekki út frá sér. Það er fyrsta skUyrðið fyrir heilbrigði eftirkomend-
anna. Annars fá þeir grimmilega að gjalda miskunnsemi vorrar.
(373-374)20
26
Samkvæmt því sem Ágúst segir í tímaritinu Óðni (1905) „leggur Nietzsche svo mikla áherslu á það,
að þeir einir verði foreldrar og geti sjer afkvæmi, sem eru hraustir, hjartprúðir og stórhuga.'1 (68)