Hugur - 01.01.2004, Page 104
102
Davíð Kristinsson
endaði í Nietzsche: „Heldur en glatast með öllu greip ég nú í angist minni
dauðahaldi í vonina á ofurmennið." (71-72) I Grikklandsárinu (1980) rifjar
Halldór upp þegar hann las Nietzsche fyrst árið 1921 eftir ábendingu Ein-
ars Ólafs Sveinssonar: „Einar kom mér uppá lag með að sporðrenna Also
sprach Zarathustra, sem þá var mikill aldarspegill og viskubrunnur, bók sam-
in af slíkri íþrótt að heilar málsgreinar úr henni hugfestast manni ævilángt
hvort sem líkar betur eða ver, einsog tilamunda þetta: Von seinem Mitleid
mit den Menchen ist Gott verstorben - og: Der Mensch ist etwas das uber-
wunden werden muss.“ (34)37 En þegar Halldóri varð ljóst „að Darwin-
isminn (hvað sem er um Darwin) er nákvæmlega jafn-skeikull og fyrsta bók
Móse“ dró hann eftirfarandi ályktun: ,,[E]n hver getur trúað á ofurmennið
upp úr þeirri vitneskju? Jafnvel ekki Nietzsche sjálfur! Svo að hin heilaga,
kaþólska kirkja bjargaði mér frá því að verða að almennu danzfífli í miðevr-
ópiskum nátthöllum".381 Vefaranum miklafrá Kasmír (1927) hæðist Laxness
að Nietzsche sem einnig hafx leitað hælis hjá kaþólikkunum á flótta undan
ofurmenninu: „Nietzsche ætlaði að yfirstíga manninn með ofurmenninu, og
þegar hann sá að alt var fyrir gýg skrifaði hann til Rómaborgar og bað um
áheyrn hjá páfanum. Hvíhkt hörmúngarúrræði að eygja loks hið síðasta at-
hvarf undir verndarvæng hinnar kristnu blekkíngar! En hann varð brjálaður
í Torino tveim dögum eftir að hann hafði skrifað bréfið, lifði síðan ellefu ár
einsog skepna og hélt sig vera Krist á krossinum!“39
Árið 1929 birti Jakob Jóhannesson Smári (1889-1972) „Nokkur orð um
Nietzsche“ í Eimreiðinnif'’ sama ár og hann ritaði formála („Skynjun og
veruleiki“) að Alþýðubók fyrrum nemanda síns, Halldórs Laxness. Jakob
stundaði nám í norrænum fræðum við Hafnarháskóla frá 1908, lauk þaðan
meistaranámi í norrænni málfræði 1914 og var lengst af aðjúnkt við
Menntaskólann í Reykjavík. Upphaf greinar Jakobs vekur athygli: „Fáir
menn munu hafa verið jafn-misskildir og Friedrich Nietzsche, skáldspeking-
urinn þýzki, og fáar bækur jafn-misnotaðar sem rit hans, t. á.Alsosprach Zar-
athustra (Þannig mælti Zaraþústra).“ (13) Jakob var einna fyrstur íslendinga
til að brydda upp á misnotkun á ritum Nietzsches. Á síðari hluta 20. aldar
vísar orðalagið „misnotkun" oftast nær til (mis)notkunar þjóðernissósíalista
37 Halldór vitnar hér að því er virðist eftir minni í annan hluta Atso sprach Zarathustra, Von den Mitlei-
digen: „Gott ist tot; an seinem Mitleiden mit den Menschen ist Gott gestorben“ („guð cr dauður;
hann dó af meðaumkun með mönnunum"); „Der Mensch ist etwas, das iiberwunden werden mufi“
(„Það er nauðsynlegt að sigrast á manninum”). Þrátt fyrir danska þýðingu SaaleJes talte Zarathustra
(með formála Haralds Hoffding) frá árinu 1911 vitna íslenskir Nietzsche-túlkendur fram á síðari
hluta 20. aldar ávallt í þýsku frumútgáfuna.
38 Halldór Kiljan Laxncss, Alþýðubókin, Reykjavík: Jafnaðarmannafélag íslands, 1929, s. 72.
39 6. útgáfa 1996, s. 130. I íslenzkum að/i (Reykjavík: Heimskringla, 1938, s. 142) skrifar Þórbergur
Þórðarson: „Nietzsche varð geðveikur af þvf að hugsa um velferð mannkynsins." En það voru ekki að-
eins íslensku skáldin sem lásu skáldspeki Also sprach Zarathustra. Arið 1919 lauk Jón Leifs við tón-
verkið Torrek sem hlaut einkunnarorðin „Die stillste Stunde" (Kyrrlátasta stundin), kaflaheiti úr Also
sprach Zarathustra. Fimm árum síðar lauk hann við þríþætta hljómkviðu sem ber heitið „In memor-
iam Friedrich Nietzsche" (1924) og eru þættirnir allir nefndir eftir köflum úr Zarathustra: „Das Grab-
lied“, „Von den groflen Sehnsucht“, „Die stillste Stunde“ og „Vom höheren Menschen“. Sjá Carl-
Gunnar Áhlén,/£Ín Leifs. Tónskáld í mótbyr, Reykjavík: Mál og menning, 1999.
40 Jakob J. Smári, „Nokkur orð um Nietzsche", Eimreiðin 35(2), 1929, s. 185-188.