Hugur - 01.01.2004, Page 117
Islenskur Nietzsche við aldamót
115
Nietzsches í ljósi reynslu okkar" („Nietzsche’s Philosophie im Lichte unser-
er Erfahrung“).61
Siðfrœðin sem skálkaskjól aumingja
Fimm dögum eftir að Einar dagsetur ritsmíð sína birtist önnur Nietzsche-
grein í 60. ára afmælisriti TilKristins E. Andréssonar - 12.júníl961. Greina-
safnið hefiir að geyma „Nietzsche - skýring Thomasar Manns“ eftir Sigfiis
Daðason (1928-1996) ljóðskáld og þáverandi ritstjóra Tímarits Máls og
menningar, sem lokið hafði licence-gráðu við Parísar-háskóla tveimur árum
áður. Viðfangsefni Sigfiisar er ritgerðin sem Einar taldi einkennast af sektar-
tilfinningu húmanista sem orðið hafi brútalismanum tímabundið að bráð.
Sigfus segir textann sem Mann tók saman „á gamalsaldri" um heimspeking
sem var þýska skáldinu „leiðarljós alla ævi“ „tækifærisverk, samið á þeim tíma
þegar ógnanirnar sem pólitískir lærisveinar Nietzsches höfðu leitt yfir heim-
inn voru mönnum í fersku minni; hún er að nokkru andsvar til þeirra
gagnrýnenda Nietzsches sem höfðu framar öllu dæmt hann eftir pólitískum
kenningum hans - og pólitískum erfingjum." (128) Sigfús leggur eftirfarandi
mæhkvarða á kenningar Nietzsches: „Aðdáendur Nietzsche þurfa ahtaf að
bera fram þá spurningu hvað sé verðmætast í verki hans.“ Menn meti ýmist
„stílsnilling" að nafni Nietzsche, „heimspekihugsun hans“, „menningar-
gagnrýni hans“ eða „fagurfræði“.62 Sigfus telur svar Thomasar Mann við
spurningunni einhliða, þ.e. að höfuðviðfangsefni Nietzsches hafi alla tíð ver-
ið hugtakið „menning“ sem sé nánast jafngilt lífinu, nátengt hst og eðhshvöt.
Hinsvegar eru „höfuðóvinir og meinvættir menningar og lífs“ „vitund og
þekking, vísindi og siðfræði“. Sigfúsi þykir „menning" ekki gegna lykilhlut-
verki nema í fyrstu verkum Nietzsches. Hins vegar verður „lifið að þyngdar-
púnkti hugsunar hans“ (129) og andstæða þess er kenning, þekking eða sið-
fræði. Sigfús álítur „að allt verk Nietzsches sýni áhrif hinnar klassísku
menntunar hans; pólitísk hugsun hans ber henni einnig vitni: því þrælahald-
ið var að sönnu grundvöhur hinna fornu þjóðfélaga." (130)63 Hann nefnir
„eðhshvötina, aðalsmerki hinna tignu tímabila og manna“ og þýðir í því sam-
hengi brot úr Jenseits von Gut und Böse (191) um hina „tignu Aþenubúa, sem
stjórnuðust af eðlishvötinni eins og ahir tignir menn og gátu aldrei gert fuh-
nægjandi grein fyrir orsökum athafna sinna.“ (131) Eitt er það sem Sigfus er
samsinna Mann um án nokkurs fyrirvara: Af fyrrnefndum höfuðóvinum lífs-
ins er „siðfræðin án efa sá sem skoðanir Nietzsches hafa verið stöðugastar og
61 Sigfus sækir greinina í ritgerðasafn Thomasar Mann, Neue Studien (Stokkhólmur: Bermann-Fischer,
1948).
62 Þótt menn hafi á fyrstu sjö áratugum íslenskrar Nietzsche-viðtöku dregið í efa að Nietzsche væri rétt-
nefndur heimspekingur og auk þess haft ýmislegt við menningargagnrýni hans að athuga voru allir á
einu máli um að Nietzsche væri óneitanlega ritsnillingur.
63 Sigfus er eins og ófáir eldri íslenskir túlkendur meðvitaður um að pólitísk hugsun Nietzsches kallar á
einhvers konar þrælahald. Líkt og nokkrir íslenskir túlkendur á undan honum veitir hann jafnframt
„andúð Nietzsches á lýðræði" athygli (132).