Hugur - 01.01.2004, Side 118
Davíð Kristinsson
116
ótvíræðastar um, svo ekki er ástæða til að gera athugasemdir við staðhæfingu
Thomasar Manns að því leyti. Það er auðskilið að Nietzsche hlaut sem
málsvari eðlishvatarinnar að gagnrýna siðfræðina óvægilega. Siðagagnrýni
hans [...] hefur orðið einna kunnasta atriðið í kenningum Nietzsches: allir vita
að hann leit á siðfræðina sem skálkaskjól auminga, og þar af leiðandi and-
stæða tignu lífi, andanum, og lífinu sjálfu. [...] En önnur hlið þessa fjandskap-
ar við siðfræðina felst í því að Nietzsche áleit hana ósamrýmanlega ,leitinni að
sannleika', og ,heimspeki framtíðarinnar1. Því, eins og stendur í Wille zur
Macht Alls engar siðferðilegar athafnir eru til.“ (132)
Sigfús er hins vegar ósáttur við samjöfnun Manns á menningu og lífi, út-
listun hans á þekkingarhugtaki Nietzsches. Athygli skal vakin á því að
vinnubrögð Sigfusar eru ein þau nákvæmustu sem finna má fyrstu hundrað
árin í viðtökusögu Nietzsches á íslensku. Þannig rekur Sigfus í gagnrýni
sinni á Mann hvernig ýmis hugtök taka breytingum í framþróun verka
Nietzsches.64 Ennfremur gefur hann sannfærandi skýringu á því hvers vegna
hann og Mann séu ekki á eitt sáttir um hvernig túlka beri Nietzsche: „Skil-
greining Thomasar Mann á höfuðdráttunum í kenningum Nietzsches er
kannski ekki röng. En hún er ófullnægjandi. Það er auðvitað ekki um að
ræða að Thomas Mann hafi uppdiktað eitthvað sem ekki er að finna í Nietz-
sche. En aðferð hans leiðir hann afvega.“ (135)
Arið 1978 birti Gunnar Dal rithöfundur ritið Fimm hugsuðir á 19. og 20.
öld þar sem heimspeki Nietzsches er gerð skil. Gunnar, sem nam heimspeki
við Háskólana í Edinborg, Kalkútta og Wisconsin ritaði „alþýðlegar bækur
um heimspeki"65 og var utan við þá akademísku heimspeki sem tók á sig
mynd haustið 1972 með upphafi kennslu í heimspeki til B.A.-prófs við Há-
skóla Islands. Umfjöllun Gunnars hefiir eldd akademískt yfirbragð að hætti
Sigfúsar þar sem engar upplýsingar um tilvitnanir er að finna, engin mark-
viss afmörkun á sér stað, heldur er um að ræða samtíning. Athygli okkar
beinist hins vegar ekki að umfjöllun Gunnars í heild sinni heldur að þeirri
Nietzsche-ímynd sem hann býður lesendum í samanburði við eldri íslensk-
ar túlkanir.
I stuttu máli má segja að texti Gunnars beri lítil merki hinnar fegruðu
myndar af Nietzsche sem verið hafði ráðandi í Bandaríkjunum í tæpa þrjá
áratugi í kjölfar útkomu bókarinnar Nietzsche eftir Walter Kaufmann. Hún
er um margt líkari þeirri mynd sem íslenskir Nietzsche-túlkendur drógu
fram á fyrri hluta 20. aldar: „Nietzsche er á móti mannúð af sömu ástæðum
og hann er á móti kristindómi, lýðræði og sósíalisma." (45) „Nietzsche er á
móti sósíalisma [því] himnaríki sósíalismans framleiðir engin ofurmenni“ og
„á móti lýðræði, sem leiðir ekki lengur fram stóra anda“ (46). Mannúðin (og
þar með velferðarkerfið) fer ekki saman við meintan tilgang lífsins: „Til-
gangur lífsins er ekki velferðarríkið, heldur ofurmennið. Múgurinn, ,hinir
allt of mörgu‘, hafa ekki neinn tilgang, nema þann að hjálpa til við sköpun
64 Sigfus skcr sig einnig úr að því leyti sem tilvitnanir hans eru ávallt skýrar og skilmerkilegar.
65 Gunnar Harðarson, „íslensk heimspeki", Heimspekivefurinn (heimspeki.hi.is).