Hugur - 01.01.2004, Qupperneq 120
n8
Davíð Kristinsson
Fylgjendur Nietzsche skiptast einkum í tvo flokka, hina mildu og
hina hörðu. Þessir flokkar skýra heimspeki hans á gjörólíkan hátt.
Þessi munur kemur best fram þegar htið er á túlkun þeirra á skrifum
hans um Krist. Fyrri flokkurinn, hinir mildu, reyna að mýkja skoðun
heimspekingsins og sýna hann sem umbótamann, sem vill gera
mennina góða, réttláta og mannúðlega. [...] Þeir kalla hann ,hinn
kristnasta af öflum andstæðingum kristninnar, mann sem ráðist á
trúhræsnina eins og hinn sanni lærisveinn Krists hljóti alltaf að gera.
Síðari flokkurinn, hinir hörðu, virðist fljótt á litið a.m.k. eiga öllu létt-
ara með að finna orðum sínum stað. I þeirra fræðum er Nietzsche
spámaður hins ,andlega aðals', sem er hafinn yfir múgmennsku og
þrælasiðferði fjöldans. Hann er sagður andvígur kristindómi vegna
samúðar Krists með hinum veiku, og hinna spillandi áhrifa, sem
kristnin hafi á hina sterku. En þessi spillandi áhrif eru sögð í því fólg-
in að grimmd mannsins og hið ,díónysíska frumeðli1 fái ekki að njóta
sín. Með öðrum orðum - herrann hættir að vera herra. - Nietzsche,
segja þeir, hefur hins vegar ekkert á móti kristindómnum sem hugg-
un fyrir múgmenni, sem geta aldrei orðið annað en múgmenni. (38)
Þótt fæstir íslenskir Nietzsche-túlkendur hafi fyrstu hundrað árin fylgt heim-
spekingnum að máli má segja að síðara matið sem Gunnar nefnir hafi verið nær
túlkunum þeirra. Fyrra matið hjá þeim sem reyna að mýkja skoðanir Nietzsches
með því til dæmis að draga fram hið mannúðlega í mannúðargagnrýni hans
eignuðust Islendingar hins vegar ekki fyrr en undir lok 20. aldar.66
A 8. áratugnum þróaði Olafur Jens Pétursson Hugmyndasögu fyrir kennslu
í framhaldsskólum sem gefin var út sem fjölritað handrit. Arið 1985 kom
bók Ólafs út hjá Máli og menningu.67 Þar er að finna rúmlega einnar blað-
síðu umfjöllun um Nietzsche undir yfirskriftinni „Hugsjónin um ofurmenn-
ið“. Hér er á ferð samtíningur en athygli okkar beinist einvörðungu að þeirri
mynd af ofurmenninu sem Ólafur miðlar á miðjum 9. áratugnum. Hann
segir Nietzsche hafa „orðið fyrir áhrifum frá þróunarkenningu Darwins og
túlkaði hana á sinn hátt: Fengi viljinn til valds að njóta sín yrði til ofurmenni
(Ubermenschen), - og þau skyldu hljóta þann sess, er þeim bæri, enda í fullu
samræmi við ,náttúruvalið‘.“ Við útgáfur frá 8. áratugnum hefur eftirfarandi
upplýsingum verið bætt við um „siðfræði ofurmennisins": „Kjarni hins nýja
siðgæðis, að hyggju Nietzsche, verður þá, að lífið hefur gildi í sjálfu sér, vilji
hins sterka er ótvíræður og hann einn á skilið frelsi því að menn eru ekki
fæddir jafnir.“ Að lokum kemur fram að Nietzsche hafi „að ósekju verið orð-
aður við gyðingahatur, kynþáttafordóma og þjóðernishroka." I stuttu máli
má segja að Ólafur hafni ofannefndri gagnrýni á Nietzsche sem hefur í raun
aldrei verið ráðandi í viðtökusögu Nietzsches á íslensku þótt Einar Kristjáns-
66 Líkt og aðrir íslenskir túlkendur á undan honum bendir Gunnar á að Nietzsche hafi verið ljúfmenni
í verki þótt orðin væru hörð: „Þrátt fyrir árásir Nietzsche á kristilegar dyggðir var hann sjálfur við-
kvæmur og tillitssamur í umgengni við aðra menn.“ (61)
67 Vilhjálmur Árnason (Saga 24,1986, s. 335-338) og Skúli Sigurðsson (Hugur 1990-1991, s. 119-122)
skrifuðu ritdóma um 1. og 2. útgáfii þessa verks.