Hugur - 01.01.2004, Síða 122
120
Davíð Kristinsson
en Sigríður Þorgeirsdóttir og Magnús Diðrik Baldursson þýddu „Uber
Wahrheit und Liige im aussermoralischen Sinn“. Auk þess var „Við rætur
mannlegs siðferðis" eftir Vilhjálm Árnason fyrsta stóra Nietzsche-grein ís-
lensks heimspekings frá því að Ágúst helgaði honum undirkafla í bók sinni.
En vorið 1993 markar einnig tímamót að öðru leyti. Sigríður varði um þess-
ar mundir doktorsritgerð sína Kunst und Wahrheit in der Philosophie Friedrich
Nietzsches við Humboldt-háskóla í Berlín og var fyrst heimspekimenntaðra
Islendinga til að sérhæfa sig í heimspeki Nietzsches.
Eftir þessu var tekið í Morgunblaðinu: „Maður flettir varla svo erlendu
bókmenntablaði að ekki sé fjallað um þennan þýska heimspeking eða að
minnsta kosti vitnað til hans. Nú hefur umræðan um Nietzsche náð til ís-
lands eins og sjá má á vorhefti Skírnis 1993.“69 En tímamótavorið 1993 tak-
markast ekki við ritstjórn Vilhjálms á Skírni heldur teygði það jafnframt
anga sína inn í heimspekiskor Háskóla Islands. A sömu vormánuðum var
undir leiðsögn Vilhjálms skrifuð fyrsta lokaritgerð um Nietzsche við heim-
spekiskor Háskóla íslands frá því kennsla í heimspeki til B.A.-náms hófst
árið 1972. Eins og á öðrum sviðum íslenskra Nietzsche-fræða var fyrrnefnt
lokaverkefni upphafið á fræðilegri Nietzsche-bylgju á íslandi sem enn sér
ekki fyrir endann á. Fimmtán lokaverkefni fylgdu í kjölfarið sem jafngildir
einni til tveimur ritgerðum á ári allt til þessa dags og eru það rúm tíu pró-
sent lokaverkefna við heimspekiskorina á þessu tímabili.70 Sem leiðbeinandi
fimm af sex fyrstu B.A.-ritgerðanna um heimspeki Nietzsches var Vilhjálm-
ur hér í lykilhlutverki eins og í vorhefti Skírnis, en með ráðningu Sigríðar
Þorgeirsdóttur og Róberts H. Haraldssonar við heimspekiskor Háskóla Is-
lands tóku Nietzsche-fræðingarnir við leiðsögn á þessu sviði.71
enn!“ (í lok „Náttfaraljóðsins") og Yngvi Jóhannesson (Ljóðaþýðingar, 1973) orðspjótið „Ecce homo“
úr Die fröhliche Wissenschaft.
69 Jóhann Hjálmarsson, „Hugljómun Nietzsches í Sils Maria - Eilíf endurkoma hins sama“, Lesbók
Morgunblaðsins 26. júní 1993.
70 Á tímabilinu 1993-1999 eru þetta rúm tíu prósent námslokaritgerða. Lokaverkefnin eru: Garðar Á.
Árnason, Heilbrigð skynsemi. Um viðhorf Friedrichs Nietzsche til Sókratesar (1993), Benedikt Ingólfs-
son, Um vanda siðfrœðinnar. Samanburður ágreiningum þriggja dygðaþostula (1993), Geir Sigurðsson,
Síðustu mennirnir. Nietzsche og Weber um sannleika Sannleikans og gildi gildanna (1994), Gréta Sigur-
jónsdóttir, Að komast til sjálfs stn. Greining á hugmyndum Nietzsches umþroskaferli einstaklings með hlið-
sjón af umbreytingum andans í Svo mælti Zaraþústra (1995), Helga Brá Árnadóttir, Um samviskuna.
Hugmyndir Josephs Butlers og Friedrichs Nietzsches í Ijósi samtímahugmynda (1996), Agnes Sigtryggs-
dóttir, Um gagn og ógagn meinlœtahugsjóna fyrir lífið (1996), Börkur Gunnarsson, Er eina réttlœting
þessa lífsfagurfrceðileg? (1997), Stefán H. Vilbergsson, Listin að vera. Sársaukablendin fegurð við „Fæð-
ingu tragedíunnaru (1997), Benedikt P. Jónsson, Siðferðishugmynd Nietzsches séð útfrá skilningi hans á
eðli heimspekinnar (1998), Sigurgeir Sigurpálsson, Búddha, Nietzsche og austurlensk hugsun (1998),
Skúli Thorarensen, FyrirmyndirNietzsche. Um áhrifEmerson og Schopenhauer áNietzsche (1999), Helgi
S. Helgason, Tvö andlit Nietzsches. Um afstöðu Nietzsches til hugsjónahyggju (2001), Sigurður M. Sig-
urðsson, Heimspeki sem hfslist (2001), Áslaug Skúladóttir, Ljóðskáld eigin lífs. Ltfsspeki t verkum Thor-
eaus og Nietzsches (2002), Snorri Þ. Tryggvason, Haltu mér - slepptu mér svo! Hugmyndir Nietzsches og
Emersons um jyrirmyndir (2002), Guðjón I. Abbes, Hin vitsmunalega samviska. Sannleiksleit ogfrelsun
í Hinum kátu vísindum eftir Friedrich Nietzsche (2002), Flóki Guðmundsson, Ólíklegir skoðanabrœð-
ur. Hugmyndir Johns Stuart Mill og Friedrichs Nietzsche um einstaklingseðlið (2003).
71 Auk þess hefur Vilhjálmur, ólíkt Róberti, ekki birt grein um Nietzsche síðan 1997, og er harðorðari
en áður í garð úrvalshyggju heimspekingsins. í andsvari við gagnrýni Róberts („Einræða, umræða og
samræða", Hvers er siðfrœðin megnug?, s. 169-188) á grein Vilhjálms „Leikreglur og lífsgildi“ (Brodd-
frugur, s. 194-204) skipar Vilhjálmur (,fr rauðu ljósi“, Hvers er siðfrœðin megnug?, s. 233) Nietzsche