Hugur - 01.01.2004, Síða 123
Islenskur Nietzsche við aldamót
121
Sömu sögu er að segja af öðrum vígstöðvum íslenskra Nietzsche-fræða. I
kjölfar fyrstu þýðingarinnar fylgdi ári síðar fyrsta ritið, Handan góðs og ills,
með inngangi Arthúrs Björgvins Bollasonar og haustið 1996 kom út með
inngangi Sigríðar Þorgeirsdóttur Svo mælti 7.arapústra, þ.e. ritið sem ís-
lenskir Nietzsche-túlkendur veittu mesta athygli á fyrri hluta 20. aldar.72 Um
svipað leyti lauk Sigríður við fræðirit unnið upp úr doktorsritgerðinni sem
gefið var út hjá forlaginu Königshausen Sc Neumann í ritröð um rannsókn-
ir í Nietzsche-fræðum (Nietzsche in der Diskussion) undir heitinu Vis
Creativa. Kunst und Wahrheit in der Philosophie Nietzsches.
Frá sjónarhóli íslenskra Nietzsche-fræða var árið 1997 ekki síður mikil-
vægt en vorið 1993. í upphafi árs tók Sigríður til starfa sem lektor við heim-
spekiskor Háskóla Islands, kenndi Nietzsche-málstofu og hafði í kjölfarið
umsjón með Nietzsche-lokaverkefnum nemenda við skorina. I nóvemberlok
varð Róbert H. Haraldsson annar íslenskra heimspekinga til að verja dokt-
orsritgerð (við háskólann í Pittsburgh) um heimspeki Nietzsches: The Probl-
em of Mitleid and the Morality of Mitleid. A reading of Nietzsche on Morality.
Um svipað leyti pfyddi Portrett afNietzsche (1906) eftir Edvard Munch for-
síðu Tímarits Máls og menningar (3/1997) og var þema þess heftis: Heim-
speki Nietzsches, háskaleg eða heilnæm? I heftinu voru auk greina eftir Art-
húr Björgvin Bollason og Kristján Árnason þrjár ritgerðir eftir kennara
heimspekiskorar: Róbert, Sigríði og Vilhjálm. Líkt og grein Vilhjálms í
Sktrni átti grein hans „Grímur manns og heims. Látbragðslistin í heimspeki
Nietzsches", ásamt greinum Arthúrs og Kristjáns, rætur að rekja til uppá-
komu sem Félag áhugamanna um heimspeki stóð fyrir, að þessu sinni vorið
1996. Grein Sigríðar „Lygin um sannleikann og sannleikurinn um lygina“
fjallar um efni sem tengist doktorsritgerð hennar og sama er að segja um
grein Róberts „Eftirmyndir Nietzsches". I umfjöllun um Nietzsche-heftið
mátti lesa í Morgunblaðinu „að sennilega hafa aldrei verið til jafn margir sér-
menntaðir Nietzschefræðingar hér á landi og einmitt nú.“73
Ofurmenni mýktar og hörku
Víkjum aftur að tímamótahefti Skírnis vorið 1993. í fyrrnefndum eftirmála
áhtur Sigríður, líkt og fyrr sagði, íslenska túlkendur lengst af hafa verið ómál-
efnalega og litið á heimspeki Nietzsches sem léttvæga speki. I greininni sem
fylgir í kjölfarið, „Við rætur mannlegs siðferðis", greinir Vilhjálmur frá því að
hann hafi ákveðið „að skrifa þessa ritgerð til að reyna að varpa einhverju ljósi
á hugmyndir þessa misskilda heimspekings." (148) Hann veitir lesandanum
og Thoreau, hugsuðum sem Róbert hefur haldið mjög á lofti, í flokk þeirra heimspekinga sem sýna
„,5öldanum‘, ,lýðnum‘, ,hjörðinni‘ og ,menninu‘ megnustu fyrirlitningu."
72 Friedrich Nietzsche, Handati góðs og ills. Forleikur að heimspeki framtíðar, þýð. Þröstur Ásmundsson
og Arthúr Björgvin Bollason, sem einnig ritar inng., Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag, 1994;
Svo mœlti Zarapiístra. Bók Jyrir alla og engan, þýð. Jón Árni Jónsson, inng. Sigríður Þorgeirsdóttir,
Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996.
73 Þröstur Helgason, „Nietzsche, háskalegur eða heilnæmur?“, Morgunblaðið 7. okt. 1997.