Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 124
122
Davíð Kristinsson
innsýn í álit íslensks „almennings“ á Nietzsche með skemmtilegri sögu af
Ragnhildi Asgeirsdóttur sem leigði honum herbergi í Vesturbænum þegar
hann nam heimspeki við Háskóla Islands um miðjan 8. áratuginn. Hún bað
hann ítrekað að gæta sín á Friedrich Nietzsche og túlkar Vilhjálmur varnað-
arorð sómakonunnar svo að hún hafi líklegast haldið „að hinn hættulegi hugs-
uður myndi steypa þessum ógæfulega unglingi endanlega í glötun". Þótt liðn-
ir væru tæpir tveir áratugir frá því að varnaðarorð Ragnhildar höfðu fallið
álítur Vilhjálmur vorið 1993 að þau „gætu allt eins endurspeglað almennt við-
horf til Nietzsches á íslandi“. Ári síðar túlkar Arthúr Björgvin Bollason sögu
Vilhjálms á þá leið að „hugmyndin um dauða guðs [sé] án efa sú sem hefur
valdið mestum hrolli. Það er eflaust endurómur þessarar hugmyndar sem
konan á Sólvallagötunni hafði í huga þegar hún bað heimspekinemann að
gæta sín á Nietzsche forðum."74 Sé eitthvað til í túlkun Vilhjálms og Arthúrs
á orðum sómakonunnar úr Vesturbænum enduróma þær áhyggjur Friðriks í
Vesturheimi árið 1891 er hann hóf fyrirlestur sinn á sögu af ungum manni
sem „fjarlægðist guð“ og „fór að njóta alls þess, sem lífið hefiir upp á bjóða“.
Frá sjónarhóli kennara við Háskóla Islands hefur (mis)skilningur annarra
fræðimanna á Nietzsche þó líkast til vegið þyngra en varnaðarorð Ragnhild-
ar. Þannig leiðréttir Vilhjálmur það sem hann segir að sé „útbreiddur mis-
skilningur" (160) á ofurmenninu og tekur inngang (1977) Eyjólfs Kjalars
Emilssonar á Gorgíasi sem dæmi: „Siðfræði Kallíklesar er taumlaus einstak-
lingshyggja, og minnir manngildishugsjón hans helzt á ofurmenni Nietz-
sches [,..].“751 eftirmála að Gorgíasi kemur fram að Eyjólfur styðst við útgáfu
E. R. Dodds sem inniheldur viðaukann: „Socrates, Callicles, and Nietz-
sche“,76 þar sem Dodds ber ýmsar hugmyndir Kallíklesar í Gorgíasi saman
við afstöðu Nietzsches.77 Nú má spyrja hversu þungt fyrrnefnd athugasemd
Eyjólfs Kjalars, líklega undir áhrifum frá viðauka Dodds, hafi vegið þegar
Vilhjálmur lagði lokahönd á grein sína vorið 1993. Slíkar samlíkingar lifðu
góðu lífi í íslenskri siðfræði í byrjun 10. áratugarins. I fyrsta riti Siðfræði-
stofnunar sem kom út haustið 1990, Siðfrœði Páls Skúlasonar, má finna
Nietzsche við hlið Kallíklesar án þess að samlíkingin sé skýrð nánar (99).
Sama ár birti Kristján Kristjánsson ritgerðina „Að vita og vilja“78 sem er end-
urprentuð í greinasafni hans Þroskakostir. Ritgerðir um siðferði og menntun,
sem Siðfræðistofnun gaf út 1992. Hér hefur nálægð Nietzsches við Kallíkles
neikvæðari tón: „Hugsum okkur eiturlyfjasala í Kólumbíu sem er vel heima
í siðfræði; hefur kynnt sér rök siðleysingjans Kallíklesar í Gorgíasi Platons og
Nietzsches (þegar hann var upp á sitt versta).“ (37)
Vilhjálmur minnist ekki á grein Kristjáns en telur í ljósi athugasemda Eyj-
74 Arthúr Björgvin Bollason, „Inngangur", Friedrich Nietzsche, Handan gððs og i//s, Reykjavík: Hið ís-
lenska bókmenntafélag 1994, s. 48.
75 Eyjólfur Kjalar Emilsson, „Inngangur", Platon, Gorgtas, Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag:
1993 [1977], s. 34.
76 E. R. Dodds, „Socrates, Callicles, and Nietzsche", Platon, Gorgias - A Revised Text with Introduc-
tion and Commentary by E. R. Dodds, Oxford: Clarendon Press 1966 [1959], s. 387-391.
77 Þótt Nietzsche nefni Kallíkles hvergi á nafn er vitað að hann kenndi valda kafla úr Gorgiasi sumarið
1874. Sjá Curt Paul Janz, Friedrich Nielzsche, Múnchen: Hanser, 1978/79,1. bd., s. 524.
78 Samfélagstíðindi, 10. árg.