Hugur - 01.01.2004, Síða 125
Islenskur Nietzsche við aldamót
123
ólfs Kjalars og Ragnhildar biýnt „að segja nokkur orð um ofurmennið, þá
hugsýn Nietzsches sem svo margir hræðast og er h'klega það hugtak hans
sem mestum misskilningi hefur valdið“ (159). Þegar yfir lýkur hefur Vil-
hjálmur fært lesendum Skírnis heim sanninn um að áhyggjurnar séu á mis-
skilningi byggðar þar sem ofiirmenni Nietzsches sé í raun einstaklingur sem
sé „skaðlaus öðrum - ekki vegna þess að hann sé meinlaus, heldur sterkur.“
(170) Ekki er gott að segja hvort Vilhjálmi hefði þannig tekist að sefa
áhyggjur af takmarkalausum rétti ofiirmennisins (Jóhann Sigurjónsson), því
að „múgurinn ætti einungis tilverurétt sem eins konar hráefni í ofurmenni"
(Guðmundur G. Hagalín), að grafa undan þeirri túlkun að ójöfnuður sé for-
senda ofiirmennisins (Agúst H. Bjarnason), „að skríllinn taki út fyrir afar-
mennið" (Þorvaldur Thoroddsen), að Nietzsche boði með ofurmenniskenn-
ingu sinni nýjan andans aðal sem sé staðráðinn í „að hlífa ekki hinu næsta,
náunganum“ (Jakob J. Smári) heldur tortíma hinu veika (Einar Kristjánsson
Freyr); að ofiirmennið geti hvorki sprottið fram innan lýðræðis né velferðar-
ríkis, „að eingöngu fáir útvaldir geti orðið ofiirmenni" og þeir líti á fjöldann
sem „hjálpartæki sem er sjálfsagt að arðræna“ (Gunnar Dal). Höfðu íslensk-
ir Nietzsche-túlkendur misskilið ofiirmennið svo hrapallega fram til þessa?
Vilhjálmur virðist með fyrirlestri hjá Félagi áhugamanna um heimspeki
vorið 1990, ,A- mörkum mannlegs siðferðis: hugmyndir Nietzsches og
Kierkegaards“, sem er uppistaða greinarinnar „Við rætur mannlegs siðferðis",
hafa lagt grunninn að túlkun sinni á hinu hættulausa ofurmenni. Það fer ekki
á milli mála að „leiðrétting“ Vilhjálms er nokkuð Kaufmann-skotin. I lok
umfjöllunar sinnar um ofurmennið er Vilhjálmi ljóst að einhverjum kunni
„að finnast að vígtennurnar hafi verið dregnar úr ofurmenninu - hvað með
viljann til valds? Eg hef einmitt verið að lýsa honum. Æðsta stig viljans til
valds er að öðlast vald yfir sjálfum sér. Ofurmennið leggur ekki hald á neitt,
sigrar ekkert nema sjálft sig. Nietzsche er því sammála spakmælinu: ,Sá sem
sigrar sjálfan sig er meiri en sá sem sigrar borgir.‘“ (162) Nálægðin við Kauf-
mann virðist ótvíræð.79 Vilhjálmur bætir við: „Ofurmennið [...] hefiir göfg-
að lífsöfl sín og veitir þeim út í umhverfið á markvissan hátt. Hann [...] ein-
beitir sér að mótun eigin skapgerðar.“ „Nietzsche dáir mest menn á borð við
Goethe og Heine, öfluga einstaklinga sem virkjað hafa lífskraft sinn til skap-
andi verka." Nálægðin við Kaufmann er sem fyrr veruleg.80 Þegar Vilhjálm-
79 Kaufmann: „The will to power is thus introduced as the will to overcome oneself (200); „Nietzsche
thought that the highest degree of power consists in self-mastery“ (252). I tilraun til að sannfæra les-
andann um að hinn raunverulega sterki einstaklingur beini kröftum sínum inn á við hefur Kaufmann
eftir Laotze: „that the man who conquers himself shows greater power than he who conquers others.“
(252) I grein Vilhjálms er aðeins eina vísun í Kaufmann að frnna en hvorki í tengslum við ofurmenn-
ið né viljann til valds.
80 Kaufmann: „The Ubermensch - even if one considers Nietzsche’s reverence for Napoleon and Caesar,
rather than his admiration for Socrates and Goethe - [...] has overcome his animal nature, organiz-
ed the chaos of his passions, sublimated his impulses, and given style to his character" (316).Túlkun
Vilhjálms hefur hins vegar ýmis sérkenni sem tæpast verða rakin til Kaufmanns: „[Sjtyrkur ofur-
mennisins felst ekki sízt í því að sættast við eigin veikleika"; „frelsið er sjálfsstjórn sem ekki verður náð
fyrr en einstaklingurinn hefur áttað sig á takmörkunum sínum og viðurkennt þau öfl sem eru að verki
í honum. Þá fyrst getur hann virkjað mátt sinn til að hafa áhrif á það sem hann getur breytt, sem er
hann sjálfur." (161-162) Þessi túlkun á ofiirmenninu er fremur í anda æðruleysisbænar lúterska