Hugur - 01.01.2004, Side 127
Islenskur Nietzsche við aldamót
125
sögnum í heimspeki Nietzsches sem hann reynir á engan hátt að leysa. Mað-
ur skyldi ætla að ,jáið‘ við fjölbreytni og margbreytileika eigi líka að ná til
mannlífsins. En forsendur skapandi mannlífs eru hefðir lýðræðis og frelsis"
(169). Þessi meinta harða „hlið“ á kenningu Nietzsches um ofurmennið sem
Vilhjálmur minnir á er nær þeirri mynd sem íslenskir Nietzsche-túlkendur
settu fram fyrstu hundrað árin og gjörólík þeirri mjúku hhð sem Vilhjálmur í
anda Kaufmanns heldur fast í, þótt ekki sé auðséð hvernig sh'k mýkt og harka
geta verið tvær hliðar á sama fyrirbærinu. En Vilhjálmur sveiflar sér vand-
kvæðalaust milli þessara hliða og skiptir í lokin aftur í mjúka Kaufmann-
gírinn: „Því má þó aldrei gleyma að kenning Nietzsches er öðru fremur til-
raun til að lýsa því einstigi sem ofurmennið verður að feta í sinni eigin
sköpunarviðleitni. [...] Ofurmenni Nietzsches er sannarlega ekki ,góðmenni‘
í venjulegum skilningi þess orðs. En sé það okkur Ragnhildi einhver huggun,
þá er næsta víst að sá einstaklingur, sem innsiglað hefur frelsið til að horfast
skömmustulaust í augu við sjálfan sig, er skaðlaus öðrum - ekki vegna þess að
hann sé meinlaus, heldur sterkur.“ (169-170)
Vilhjálmur sakar Nietzsche um að vera í mótsögn við sjálfan sig. Þegar
betur er að gáð virðist það þó vera hann sjálfur sem er uppspretta mótsagn-
arinnar með tvíhhða túlkun. Vilhjálmur hefði ekki ratað í slíkar ógöngur
hefði hann fylgt eftir nokkrum mikilvægum ábendingum sem hann færir til
framarlega í grein sinni: „Þrælasiðferðið er siðfræðileg yfirbygging lögmála
og boðorða sem taka til allra jafnt, burtséð frá persónulegum verðleikum
þeirra eða félagslegri stöðu. Athafnir eru dregnar í dilka réttlætis og ranglæt-
is sem gera engan mannamun og setja hinum sterka og göfuga sömu mörk
og lítilmagnanum. Þessi útjöfnun hefur einkennt framþróun vestrænna sam-
félaga, þar sem öllum hefur verið gert að lúta í sama gras í nafni jafnaðar og
lýðræðis." (153) Nietzsche hafni þeim „almenna mælikvarða á réttlæti sem
siðferðileg skynsemi krefst.“ Hann viðurkennir með öðrum orðum enga
mælikvarða sem ná th allra jafnt þar sem að hann álítur menn ójafna frá nátt-
úrunnar hendi og því ekkert réttlæti heldur óréttlæti fólgið í því að gera ekki
mannamun. Þar af leiðandi viðurkennir Nietzsche ekkert siðferði sem nær til
allra: „Þegar Nietzsche talar um mannlegt siðferði, eins og hann gerir í öh-
um sínum bókum, á hann yfirleitt við það siðferði sem er runnið undan rifj-
um þrælanna og kennir það gjarnan við hjarðmennsku [...].“ (154) Vihijálm-
ur bendir þar að auki á mikilvægan orðsifjafræðilegan greinarmun: „Með
mismunandi stafsetningu í þessari málsgrein og víðar vil ég vekja athygli á
því að dyggð er samstofna við dyggðir (=trúr, hlýðinn) sem fer betur með
þrælasiðferðinu heldur en dygð sem er dregið af dugur og hæfir því máttar-
gæðum höfðingjans." (153) Með þessar ábendingar að leiðarljósi kann það
að vera rétt hjá Vilhjálmi að „Nietzsche sé sjálfur dygðapostuli“ en víst er að
hann er ekki dyggðapostuli með tveimur g-um.83 Með sama hætti og ekki er
(ritstj.), Nietzsche, New York, 1973, s. 156-168, endurpr. í P. Foot, Virtues and Vices, Berkeley: Univer-
sity of California Press, 1978, s. 81-95.
83 Foot („The Revaluation of Values", s. 91) segir Nietzsche siðapostula að því leyti sem hann prediki
sjálfsaga og stjórn yfir ástríðunum.