Hugur - 01.01.2004, Side 130
128
Davt'ð Kristinsson
spekingur, sem fæst við ritstörf, hefirr þrjá lesendahópa að miða við: aðra at-
vinnumenn í heimspeki, heimspekinema og svo óafmarkaðan hóp áhugafólks
um heimspeki. Ef við hér á Islandi viljum miða rit okkar við atvinnuheim-
spekinga eingöngu, væri réttast af okkur að skrifa á erlendu máh. Ef við æd-
um að skrifa á íslensku hljómm við fyrst og fremst að taka mið af heimspeki-
nemum og öðru áhugafólki um heimspeki.“89 Þeir heimspekingar sem
stundað höfðu doktorsnám erlendis við aðstæður sem voru gjörólíkar þeim
sem ríktu við nýstofnaða heimspekiskor Háskóla Islands höfðu ekki sérhæft
sig í siðfræði heldur heimspekilegri túlkunarfræði, fyrirbærafræði, málspeki,
verufræði, vísindaheimspeki og heimspekilegri rökfræði. Markhópurinn fyrir
slík viðfangsefni takmarkaðist að einhveiju leyti við heimspekinema á sama
tíma og siðfræðin virtist ná til breiðari hóps áhugafólks um heimspeki. Eftir-
spurn eftir siðfræði heilbrigðisstétta var töluverð á 9. áratugnum og sinntu
flestir hugsuðir heimspekiskorar siðfræði að einhverju marki. Þegar á leið
gerði Páll Skúlason það þó öðrum fremur og kom hann Siðfræðistofnun á fót
sem markar tímamót í ástundun siðfræði á Islandi. Fjármagnið sem stofnun-
in hafði yfir að ráða opnaði möguleika á rannsóknarstarfi og ráðstefnuhaldi
sem skilaði sér í „öflugri bókaútgáfu11.90
Öldur íslenskra Nietzsche-fræða og íslenskrar siðfræði fléttast saman með
ýmsum hætti. Vilhjálmur Arnason, fyrsti hugsuðurinn við heimspekiskor til
að skrifa doktorsritgerð á sviði siðfræði og sérhæfa sig ennfremur á sviði líf-
siðfræði,91 sendi í byrjun 10. áratugarins frá sér ýmis siðfræðirit um svipað
leyti og hann kvað sér hljóðs á sviði íslenskra Nietzsche-fræða. Árið 1993
sendi Vilhjálmur í senn frá sér viðamesta siðfræðirit sem komið hefur út á
íslensku, Siðfrœði lífs og dauða,92 og áhrifamestu íslensku Nietzsche-ritgerð á
síðari hluta 20. aldar,93 fyrrnefnda ritgerð „Við rætur mannlegs siðferðis", þar
sem höfundur „ákvað að halda [s]ig að mestu við siðferðishugmyndir Nietz-
sches.“ (148) Sama er að segja um höfund þeirrar ritgerðar sem fylgir á fast
á hæla ritgerðar Vilhjálms, „Eftirmyndir Nietzsches“ (1997) eftir Róbert H.
Haraldsson. Rannsóknarverkefni Siðfræðistofnunar, „Siðfræði og tilfinning-
ar“, sem hófst 1992 og var eitt þeirra verkefna stofnunarinnar sem Róbert
hafði umsjón með, „teng[d]ist doktorsverkefni Róberts við Pittsburgh-
89 Páll Skúlason, Pælingar, Reykjavík: 1987, s. 8.
90 Starfsskýrsla Siðfrœðistofnunar 1989-1996, Siðfræðistofnun Háskóla íslands, 1996, s. 7. Fyrstu árin
komu eftirfarandi rit út á vegum stofnunarinnar: Páll Skúlason, Siðfrœði (1990); sami, Sjö siðfrœðijyr-
irlestrar (1991); Sigurður Kristinsson, Siðareglur starfsstétta (1991); Kristján Kristjánsson, Þroskakost-
ir: Ritgerðir um siðferði og menntun (1992); Björn Björnsson, Mikael M. Karlsson, Páll Ásmundsson
og Vilhjálmur Árnason (ritstj.), Siðfrœðileg álitsgerð um skilgreiningu dauða og brottnám líjfera (1992);
Vilhjálmur Árnason, Siðfrœði lífs og dauða (1993); Róbert H. Haraldsson (ritstj.), Erindi siðfrœðinnar
(1993); Róbert H. Haraldsson og Þorvarður Árnason, Náttúrusýn: Safn greina um siðfrœði og náttúru
(1994); Jón Kalmansson (ritstj.), Siðferði ogstjórnmál (1995).
91 Vilhjálmur Árnason, The Context of Morality and the Question of Ethics. From Naive Existentialism to
Suspicious Hermeneutics (Ann Arbor, Michigan: University Microfilms, 1983). Árið 1990 sérhæfði
Vilhjálmur sig í siðfræði læknavísinda og heilbrigðisþjónustu við Kennedy Institute of Ethics við
Georgetown-háskóla í Washington D.C.
92 Vilhjálmur hafði umsjón með rannsóknarverkefni Siðfræðistofnunar „Siðfræði lífs og dauða“ á árun-
um 1990-1993.
93 Þetta sést m.a. á heimildaskrá heimspekinema við Háskóla íslands sem skrifa lokaritgerð um heim-
speki Nietzsches (sjá nmgr. 70).