Hugur - 01.01.2004, Síða 131
Islenskur Nietzsche við aldamót
129
háskóla".94 Fyrst í flokki þeirra tilfinninga sem rannsóknin beindist að var
„samúðin" sem gegnir lykilhlutverki í doktorsritgerð Róberts, The Problem of
Mitleidand theMorality ofMitleid. A Reading ofNietzsche on Morality (1997),
sem beinist að siðferðishugmyndum Nietzsches. Þannig er tilkoma Nietz-
sche-fræða á Islandi samofin íslenskri siðfræði, enda er það svo, líkt og Atli
Harðarson minnir á, að „mestur hluti þess sem ritað er um heimspeki á ís-
lensku tengist siðfræði“.95
Onnur ástæða þess að við Hjörleifur kusum að taka íslensk Nietzsche-
fræði og íslenska siðfræði fyrir í sömu ritgerð er sú að flest það sem er
gagniýnivert í íslenskri siðfræði má gagnrýna með Nietzsche, heimspek-
ingnum sem íslenskir siðfræðingar hafa leitast við að laga að íslenskri sið-
fræði. Fyrri hluti undirtitilsins, „Um íslenska siðfræði", vísar til sambands
íslenskrar siðfræði við Nietzsche-fræðin en síðari hlutinn, „og franska sifja-
fræði“, vísar til þess að við teflum fram sifjafræðilegum túlkunum á Nietz-
sche gegn íslenskri siðfræði og meintri siðfræði Nietzsches.96 En um leið er
vísað til þess að stuðst er við túlkanir franskra póststrúktúralista, ekki sökum
þess að þeir einir hafi skilning á sifjafræði Nietzsches,97 heldur í því skyni að
tefla fram heimspeki sem sætt hefur andstöðu íslenskra siðfræðinga.98 Titill
greinar okkar Hjörleifs „Hvers er Nietzsche megnugur?“ vísar til greinasafns
sem Siðfræðistofnun gaf út í tilefni tíu ára afmælisins, Hvers er siðfneðin
megnug?, og inniheldur samnefnda grein Vilhjálms Árnasonar. Jafnframt er
titillinn vísbending um að verið sé fyrst og fremst að skoða hvers Nietzsche
er heimspekilega megnugur, möguleikar sem siðfræðilegar útlistanir
íslenskra Nietzsche-túlkenda fara að okkar mati á mis við. Ef spurningin
„Hvers er Nietzsche megnugur?" hefði verið sett fram að hætti Sigfusar
Daðasonar („Aðdáendur Nietzsche þurfa alltaf að bera fram þá spurningu
hvað sé verðmætast í verki hans“) þá hefði svar okkar Hjörleifs verið þríþætt:
gagniýni á siðfræðina, sifjafræðileg samfélagsgagmýni og heimspekileg rót-
tækni.
y4 Með sama hætti var unnið rannsóknarverkefnið „Friðhelgi" undir stjórn Salvarar Nordal sem „teng-
ist doktorsnámi hennar við Cork-háskóla í Calgary, Kanada.“ (Starfsskýrsla Siðfrœðistofrunar 1989-
1996, s. 6)
95 Atli Harðarson, „Heimspeki nútímans", Lesbók Morgunblaðsins 9. feb. 2002.
96 Sjá lokahluta „Hvers er Nietzsche megnugur?“.
97 Nietzsche-fræðingurinn Maudemarie Clark er dæmi um heimspeking, alls ótengdan póststrúktúral-
isma, sem hefur að bjóða framúrskarandi túlkun á sifjafræði Nietzsches. Sjá Clark, „Nietzsche s Imm-
oralism and the Concept of Morality“, R. Schacht (ritstj.), Nietzsche, Genealogy, Morality, Berkeley:
University of California Press, 1994, s. 15-34.
98 Vilhjálmur Arnason („Hvers er siðfræðin megnug?", Jón Á. Kalmansson (ritstj.), Hvers er siðfrœðin
megnug? Safn ritgerða ítilefri tíu ára afmœlis Siðfrœðistofrunar, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1999) seg-
ir „að Foucault myndi hrylla við hugmynd [sjinni um leikreglur" og tengir Foucault við „póstmódern-
íska farsældarsiðfræði" sem hann segir hætt við að „styrki þau öfl sem ógna frjálslyndu samfélagi.“
(161-162) I greinaflokki um póstmódernisma sem Kristján Kristjánsson birti í Lesbók Morgunblaðs-
ins haustið 1997 (endurpr. í Mannkostum, 2002) vildi höfundurinn „leiða fólk af andlegum villigöt-
um“ og sýndi Foucault sem lítt frumlegan kynvilling (182), afbygging Derridas var „efagjarn trúðleik-
ur, tilgangslaust fálm“ (183), Lyotard hafði „sérstakt lag á að glypja niður langa orðalopa af efnisleysu"
(184) og kenning Baudrillards um Persaflóastríðið var bendluð við afneitun nýnasista á helförinni
(239). Róbert H. Haraldsson ýjar að því í „Að gelda mann og annan“ (Lesbók Morgunblaðsins 3. maí
2003) að Deleuze geri „Nietzsche að óskiljanlegum rugludalli“.