Hugur - 01.01.2004, Side 138
136
Davíð Kristinsson
Frá kvöldverði siðleysingja
að morgunverðarborði Ijóðskáldsins
„Um það verður ekki deilt að Nietzsche gagnrýnir og grefur undan vissri teg-
und af siðferði sem hann nefnir ýmist hjarðsiðferði, kristið siðferði eða með-
aumkunarsiðferði (Mitleids-Mora/)“, skrifar Róbert og bendir á að „þessi
nöfn Nietzsches vísi á eina og sömu gerð siðferðis." Nietzsche sé „sérlega
gagnrýninn á þá siðapredikara sem boða slíkt siðferði. Hins vegar er það
önnur spurning, hvort hann hafi verið siðleysingi (immoralisti) í þeim skiln-
ingi að hann hafni öllu siðferði.“ (113) Samkvæmt Róberti er „ein helsta
ástæða þess að hann gagnrýnir hjarðsiðferði samtímans sú að hann telur það
hefta framgöngu æðri tegunda siðferðis. Hann ræðir líka víða um sitt eigið
siðferði, og segist vilja gefa okkur vísbendingar um hverrar náttúru það sé og
gerir það reyndar, t.d. í Ecce homo. Svo er að sjá sem Nietzsche sé því ekki á
móti öllu siðferði þótt hann segist vera á móti siðferðinu sem slíku!“ (114)
Að mati Róberts „blasir við að þegar Nietzsche segist vera á móti siðferði
sem nefnir sig ,siðferðið sem slíkf þá er hann alls ekki á móti siðferðinu sem
slíku, þ.e. öllu siðferði.“ (115)
í framhaldi af því nefnir Róbert nokkra hugsuði sem eru á öðru máli, þar
á meðal siðfræðinginn Philippu Foot, sem Vilhjálmur styðst við þegar hann
sýnir brútalíska bakhlið á meintri húmanískri framhlið ofurmennisins og
ályktar að þar sem Nietzsche hafni algildu réttlætishugtaki, og hafi enga
ábyrga siðfræði að bjóða falli „kenning hans um ofurmennið betur að fag-
urfræðilegum viðmiðunum en siðfræðilegum" og feli „því ekki í sér lífvæn-
lega leiðsögn í samfélagslegum efnum“. I greinarhlutanum „Fagurkerinn
Nietzsche" bregst Róbert við slíkum túlkunum: „Ofáir túlkendur Nietz-
sches vita að hann ræðir sitt eigið siðferði sem eina tegund æðra siðferðis.
Engu að síður vara þeir við ,siðférði‘ Nietzsches því þeir álíta að þegar öllu
er til skila haldið sé þetta ekkert eiginlegt siðferði, heldur einhvers konar
fagurfræðilegur lífsmáti. Philippa Foot er einn þeirra siðfræðinga sem
hreyft hafa þessari mótbáru við Nietzsche“ (117).113 Foot er með öðrum
orðum í hópi þeirra siðfrceðinga sem hafa áhyggjur af því að „siðferði“ Nietz-
sches sé ekki eiginlegt siðferði heldur í raun fagurfræðilegs eðlis. Róbert
nefnir þær fullyrðingar Nietzsches sem Foot vísar til í greininni „Siðleysi
Nietzsches" máli sínu til stuðnings, þ.e. þá skoðun að dygð sé persónuleg en
ekki almenn og ,„[g]ott‘ er ekki lengur gott þegar granni manns tekur sér það
í munn.“ (Handan góðs og ills 43) Þar sem gildi í anda Nietzsches séu per-
sónuleg fremur en almenn sé áherslan ekki lengur á réttnefnd siðferðileg
gildi heldur á fagurfræðilegan lífsmáta sem ekki er ætlaður öllum og fellur
í gildi nái hann of mikilli útbreiðslu. Róbert reynir að sýna fram á að
áhyggjur Foot, eins helsta kennivalds enskumælandi siðfræði, séu á mis-
skilningi byggðar. Bertrand Russell yfirsást í lok seinni heimsstyrjaldar að
113 Mikilvægt er að veita því eftirtekt að Róbert er hér ekki að skiptast á skoðunum við heimspekilega
Nietzsche-fræðinga almennt, heldur beinir hann máli sínu sérstaklega til siðfræðinga sem túlka
Nietzsche.