Hugur - 01.01.2004, Side 139
Islenskur Nietzsche við aldamót
137
arðrán arðræningjans sé ekki brútalismi þar sem hann hafi skyldum að
gegna gagnvart undirmönnum sínum. Og til að sefa áhyggjur Foot af sið-
leysi Nietzsches leitast Róbert nú við að umskapa þessi neikvæðu hugrenn-
ingatengsl: „Þegar áherslan færist þannig frá persónum skáldverka -
Brandon Hitchcocks, Raskolnikov Dostojevskís eða Felix Krull Manns og
raunverulegar útgáfur af slíkum persónum, svo sem Leopold og Loeb - yfir
á ljóðskáldin virðast áhyggjur Foot [...] nánast óþarfar. Þeir sem þekkja til
verka Goethes, Emersons eða Heines — svo nefnd séu þrjú ljóðskáld sem
Nietzsche las - eiga erfitt með að sjá þá sem ótínda glæpamenn. [...] Ljóð-
skáldið vekur ekki hugrenningatengsl við glæpi, æsing og ofstopa heldur
kyrrð, náttúru, hið fyllta líf.“ (118) „Ahyggjur Foot [...] verða að sjálfsögðu
ekki sefaðar nema við hugum að því hvað Nietzsche eigi við þegar hann
segist vilja verða ljóðskáld eigin lífs.“ (119) Með því hugtaki er Róbert að
vísa til hugmyndar Nietzsches sem Foot vitnar í þegar hún ræðir siðlausan
fagurkerann. Textabrotið sem er aukaatriði í málflutningi Foot, enda hug-
myndin aðeins nefnd einu sinni á nafn í heildarverki Nietzsches,114 gerir
Róbert að meginatriði röksemdafærslu sinnar. Hann bendir á að í tilvitnun-
inni í Nietzsche - „við viljum vera ljóðskáld okkar eigin lífs“ - klippi Foot
aftan af viðbótinni „fyrst og fremst í hinum smæstu og hversdagslegustu at-
riðum." (119) Að mati Róberts á Nietzsche með hinu smæsta og hversdags-
legasta við athafnir eins og það „að borða morgunmat", „að melta“, og „lykt-
arskyn" (120). Með þessum hætti dregur Róbert fram, úr tilvitnun Foot í
Nietzsche, mynd af lífsmáta sem virðist meinlaus og ætti tæpast að valda
siðfræðingum áhyggjum: „Þegar hugmyndir Nietzsches um ljóðskáld eigin
lífs eru raktar kemur í ljós að það er næsta lítið skylt hinum listræna, glæp-
samlega bóhem. Ljóðskáld eigin lífs er sá sem lifir og hrærist í hversdags-
leikanum, í nú-inu. Hann lifir fábrotnu, náttúrulegu og umfram allt heilsu-
samlegu lífi, drekkur hvorki vín né kaffi, lætur sér vatnið nægja. Honum er
lýst sem þolinmóðum einstaklingi sem öðlast hefur skilning á því að and-
inn vaknar og vex aðeins sem hreinn og heilbrigður líkami. Sá sem er ljóð-
skáld eigin lífs er líka sagður vera heil manneskja og glaðvær." (120)
I greininni „Hvers er Nietzsche megnugur?" vörpum við Hjörleifur Finns-
son ljósi á það hvernig Vilhjálmur bregst við áhyggjum af hinu siðlausa of-
urmenni með því að sýna að það sé í raun sak-laust en Róbert sefi áhyggj-
urnar hins vegar þannig að hann „tefli ljóðskáldi eigin hfs fram í stað
misskilinna túlkana á ofurmenni Nietzsches“, svo notast sé við rétta endur-
sögn Róberts á máli okkar Hjörleifs.115 Róbert þvertekur fyrir þessa túlkun
114 I nAllt annar Róbert!", Lesbók Morgunblaðsins 26. apríl 2003, bendir Róbert réttilega á að Nietzsche
noti orðalagið „ljóðskáld eigin lífs“ á einum (og aðeins einum) stað í heildarverki sínu (Diefröhliche
Wissenschaft 299).
115 „Allt annar Róbert!“. Orðalag í grein okkar Hjörleifs „Hvers er Nietzsche megnugur?" er hvað þetta
varðar gagnrýnivert því það er ekki alltaf nægilega gagnsætt og jafnvel stundum villandi. Því er ekki
við Róbert að sakast þótt hann túlki greinina stundum svo að við séum að leggja honum þau orð í
munn að ofiirmennið sé ljóðskáld eigin h'fs. Þegar við segjum Róbert jafna „saman hugmyndum Ni-
etzsches um ljóðskáld eigin lífs og ofurmennið“ er ekki átt við að Róbert sé þeirrar skoðunar að þetta
sé einfaldlega eitt og sama fyrirbærið, heldur að, líkt og Vilhjálmur, hefji hann grein sína á umfjöllun
um neikvæð hugrenningatengsl við fyrirmyndareinstakling Nietzsches (ofurmennið er hluti þeirrar