Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 143
Islenskur Nietzsche við aldamót
141
um fagurhyggjutúlkun á Nietzsche, sem Róbert andmælir með túlkun sinni á
ljóðskáldi eigin lífs, að ræða um ofurmennið. Tilraun Róberts til að hvítþvo
útlistun sína á ljóðskáldi eigin lífs af allri umræðu um ofurmennið, sem var
andsvar hans við gagnrýni okkar Hjörleifs, stenst því ekki nánari skoðun.
Réttnefnt siðferði
Með leiðréttingu sinni á túlkun Phihppu Foot á ljóðskáldi eigin lífs hafnar Ró-
bert þeirri tilgátu hennar „að Nietzsche boði fagurfræðilegan lífsmáta þar sem
öllum siðferðilegum gildum er hafnað“,124 og andmælir í „Eftirmyndir Nietz-
sches“ Foot og öðrum sem vara „við ,siðferði‘ Nietzsches því þeir álíta að þegar
öllu er til skila haldið sé þetta ekkert eiginlegt siðferði, heldur einhvers konar
fagurfræðilegur lífsmáti." (117) Róbert sér í hugmyndinni um ljóðskáld eigin
lífs möguleika á æðra siðferði og telur þær vísbendingar sem Nietzsche gefur
um eigið siðferði dæmi um shkt æðra siðferði. Þannig reynir Róbert að sefa
áhyggjur siðfræðinga þess efnis að Nietzsche sé siðleysingi sem er á móti öllu
siðferði. Sem dæmi um æðra siðferði tekur Róbert lýsingu Nietzsches á eigin
siðferði ljóðsskálds eigin lífs sem beinist að hinum smæstu og hversdagslegustu
atriðum. Samkvæmt Róberti „er áherslan lögð á ákveðinn lífsmáta sem ljóð-
skáldið vísar á með einhveijum ófullkomnum hætti.“ (119) Ur sjálfslýsingum
Nietzsches í Ecce homo vinnur Róbert ekki aðeins einka-lífsspeki Nietzsches -
sem að mínu mati er lífsspeki fyrir einstaklingsbundinn líkama þróuð á grund-
velli rannsókna á eigin lífsskilyrðum - heldur einnig almennari h'fsspeki, m.a.
með þeirri ábendingu að Nietzsche hvetji „alla andans menn til að snerta aldrei
á áfengum drykkjum né öðrum vímuefnum - vatn nægi þeim.“ (120) Því
verður ekki neitað að Nietzsche takmarkar eigið siðferði ekki við lýsingu á
sjálfum sér heldur notar hann það jafnframt til að veita öðrum mönnum ráð.
En hvequm ráðleggur Nietzsche til dæmis að snerta ekki áfengi? Ollum
mönnum? Nei, andans mönnum eða í raun andans manngerðum (geistige Nat-
uren), þ.e. manngerðum sem Nietzsche álítur sína hka, menn sem búa við svip-
uð hfsskilyrði.125 Ólíkt Vilhjálmi eyðir Róbert áherslu Nietzsches á andans
menn og talar í framahaldi af því einfaldlegu um (óákveðna) „menn“.
Síðar fullyrðir Róbert: „Nietzsche telur að allir menn geti verið ljóðskáld í
eigin h'fi.“ (122)126 Ljóst er að þessi fullyrðing er ekki runnin undan rifjum
Nietzsches sem aldrei setur fram fyrirmyndir sem hann beinir til allra jafnt.
stig í trúarlegu líferni, þá hefiir Nietzsche hið siðferðilega upp á æðra stig í „estetík“ ofurmennisins."
(168)
124 Róbert H. Haraldsson, „Allt annar Róbert!“, Lesbók Morgutiblaðsins 26. apríl 2003.
125 Sjá einnig gagnrýni í: Davíð Kristinsson og Hjörleifiir Finnsson, „Hvers er Nietzsche megnugur?", s.
79.
126 Róbert styður mál sitt með vísun í Hin hýru vtsindi (2): „Einhver kjánaskapur sannfærir mig sífellt um
að sérhver manneskja hafi þessa tilfinningu sem manneskja". Róbert klippir burt síðasta hluta máls-
greinarinnar: „Þetta er mín tegund af óréttlæti." Nietzsche á hér við hið lífsnauðsynlega óréttlæti þess
að taka eitt sjónarhorn fram yfir annað (sjá Menschliches, Alhumenschliches I:formáli 6 og II:i:79) Það
er ekki að ástæðulausu að Nietzsche nefnir það góðlátlega kjátiaskap að halda að allir hafi þessa sömu
tilfinningu og hann, enda leggur hann áherslu á það fyrr í málsgreininni að allra fastir hafi þessa til-