Hugur - 01.01.2004, Page 145
Islenskur Nietzsche við aldamót
143
lesti undir öðrum formerkjum en siðfræðingar almennt" (123) en reynir að
sefa mögulegar áhyggjur siðfræðinga af siðferðilegri afstæðishyggju með
því að benda á að Nietzsche ræði „ekki eingöngu um dygðina sem persónu-
lega uppgötvun heldur einnig sem persónulega nauðsyn. Orðið ,nauðsyn‘
dregur úr þeim gerræðis- og duttlungablæ sem setningin kynni annars að
hafa.“ (123) „Öfiigt við það sem gagnrýnendur Nietzsches ætla leggur
hann áherslu á mikilvægi dygða“ (124), skrifar Róbert og kórónar sefjun
sína með þeirri ábendingu að „þolinmæði sé að mínum dómi höfuðdygð í
siðfræði Nietzsches".130 Nietzsche er því þegar upp er staðið siðfræðingur
sem þylur upp höfuðdygðir líkt og ekkert hafi í skorist, og gefur 1' skyn að
þær séu almennar því þolinmæðin er kynnt til leiks í greininni í tengslum
við ljóðskáld eigin lífs sem „er lýst sem þolinmóðum einstaklingi“, en svo
er að mati Róberts að „Nietzsche telur að allir menn geti verið ljóðskáld í
eigin lífi“. Þar sem allir geta orðið að þolinmóðum einstaklingi, geta allir
tamið sér þessa höfuðdyg(g)ð sem er ein af mörgum í almennri siðfræði
Nietzsches: „Þolinmæðin er engan veginn eina dygðin sem Nietzsche tel-
ur mikilvæga. Hann er líka iðinn við að leiða lesendum sínum fyrir sjónir,
með sínum sérstæða hætti, mikilvægi hugrekkis, þrautseigju, heiðarleika,
dugnaðar og samúðar." (124) Rúmu árhundraði fyrr greindi Friðrik J.
Bergmann réttilega frá því að til þrælslegra dyggða teldi Nietzsche m.a.
meðaumkun, kærleik, þolinmæði og iðni. Sé dugnaður því í raun dygð í
skrifum Nietzsches hlýtur hann að vera gjörólíkur iðni, samúðin allt önn-
ur en meðaumkunin. Þolinmæði (Geduld) er líkt og Friðrik bendir á í hópi
þrælslegra höfuðdyggða.131 Nietzsche heldur hins vegar á lofti ákveðinni
þolinmæði sem göfug er um leið og hann fyrirlítur þá sem er þrælsleg —
eiginleikar sem eru svo gjörólíkir að þeir eiga ekki skilið að vera settir und-
ir sama hatt fyrirvaralaust. Róbert ýjar að því að þolinmæði sé almenn höf-
uðdyggð og gengisfellir þannig dygðina sem verður dyggð. Svo mælti Zara-
pústra (1:5): „Bróðir minn, ef þú átt þér dygð sem er þín eigin dygð, þá
deilirðu henni ekki með neinum. [...] Og sjá! Fyrr en varir áttu nafn henn-
ar sameiginlega með almúganum, og hefur runnið saman við fólkshjörðina
með dyggð þinni!"132 Mikilvægt er hér að andstæðan er ekki einfaldlega á
milli einstaklingsins og allra hinna heldur hinna fágætu og hjarðarinnar.
Ahersla Róberts á höfuðdyg(g)ðina þolinmæði er samkvæmt mælikvarða
Nietzsches ábending dyggðapostula með tveimur g-um: „Maður verður að
verja dygðina gegn dyggðapostulunum: þeir eru verstu fjendur hennar. Því
þeir kenna að dygðin sé fyrirmynd fyrir alla\ þeir strípa dygðina af aðdrátt-
arafli hins fágæta, óeftirhermanlega, þess sem er undantekning og hafið
yfir meðalmennsku — af aristókratískum töfrum sínum."133
En hvernig svörum við þá spurningunni hvort æðra siðferði (að meðtöldum
130 Sjá einnig gagnrýni í: Davíð Kristinsson og Hjörleifur Finnsson, „Hvers er Nietzsche megnugur?", s.
80-82.
131 Sjá Zur Genealogie der Moralhl4.
132 í þýðingunni er dygð skrifað með tveimur g-um. Ég hef fækkað þeim í fyrri setningunni í samræmi
við fyrrnefnda orðsifjafræðilega ábendingu Vilhjálms.
133 Nietzsche, Werke in drei Bönden, 3. bd., s. 59S.