Hugur - 01.01.2004, Page 148
146
Davíð Kristinsson
setur dygðir sínar í nánd við ítalska endurreisnardygð í anda Machiavellis:141
„Einnig við trúum á dygðina: en aðeins dygð að hætti endurreisnarinnar,
virtú, siðlausa dygð.“142 „Dygð, eins og ég skil hana, er hið forboðna innan
sérhverrar hjarðlöggjafar“, þ.e. „dygð í endurreisnar-stíl, virtu, siðlaus
dygð...“;143 „ek/ii dygð, heldur leikni [Tiichtigkeit] (dygð í endurreisnar-stíl,
virtú, siðlaus dygð).“144 Við getum því fallist á að Nietzsche boði æðra sið-
ferði, svo lengi sem það er skýrt að þetta æðra siðferði er siðlaust siðferði.
Einnig getum við samþykkt það að Nietzsche smndi siðfræði svo lengi sem
við áttum okkur á því að notkun hans á hugtakinu hefiir ekkert með hefð-
bundna ósögulega siðfræði að gera og er nær því að vera sifjafræði sem grein-
ir sögulega siðvæðingu samfélagsins.145
„Siðalærdómar Nietzsches eru þó ekki siðfræði í vanalegum skilningi, held-
ur ósiðafræði (Immóralismus) eins og hann sjálfiir heppilega hefiir komist að
orði“, skrifar Þorvaldur Thoroddsen árið 1910. Rúmri hálfri öld síðar veitir
Sigfús Daðason því eftirtekt að ein „hlið þessa fjandskapar við siðfræðina felst
í því að Nietzsche áleit hana ósamrýmanlega ,leitinni að sannleika1, og ,heim-
speki framtíðarinnar*. Því, eins og stendur í Wille zur Macht Alls engar sið-
ferðilegar athafnir eru til“, eða eins og Nietzsche segir sjálfur í Handan góðs og
ills (108): „Það eru alls engin siðferðileg fyrirbæri til - heldur aðeins siðferði-
leg túlkun fyrirbæra..." Þannig eru óneitanlega til athafnir, hegðun, hegðun-
arreglur, gildi, lífshættir - en söguleg greining Stfjafrœði siðferðisins minnir
okkur á að það sé ekki sjálfgefið að líta svo á að þetta séu siðferðileg fyrirbæri
þótt þau séu það frá sjónarhóli siðfræðinnar. Sifjafræði Nietzsches markar
þannig tímamót í skilningi okkar á því hvað siðferði sé.
Friðrik J. Bergmann, sem hefur að einhverju leyti rétt fyrir sér þegar hann
tengir Nietzsche við ákveðna tegund af efnishyggju, andmælti þeirri afstöðu
þar sem það væri „þrennt í meðvitundarlífi mannsins [sem] vitnar á móti
falsályktunum materialistanna: Tilfinning mannsins um að hann sje frjáls
vera, tilfinningin um mismun góðs og ills og meðvitundin um siðferðislega
ábyrgð." Flestir siðfræðingar myndu fallast á þá almennu skynsemi sem
Friðrik styðst hér við. Nietzsche er hins vegar of róttækur heimspekingur til
að fallast á þessa almennu skynsemi og styðst við aðra heimspeki mannlegs
atferlis en þá sem liggur hefðbundinni ósögulegri siðfræði til grundvallar:
„Asetningurinn sem einasta rót og forsaga athafnarinnar: þessi fordómur
hefur til skamms tíma verið allsráðandi í siðferðilegu lofi, ávítum, dómum
og heimspekilegri hugsun á jörðinni. [...] Alltént hefur sá grunur nú læðst
að okkur siðleysingjunum að mikilvægasta gildi athafnar sé fólgið í þeim
rótum hennar sem ekki lúta ásetningi og að allur sá ásetningur sem í henni
141 Sjá „Hvers er Nietzsche megnugur?“, s. 119.1 hópi þeirra Nietzsche-fræðinga sem veita þessu eftir-
tekt er Frank Cameron, Nietzsche and the „Problema ofMorality, New York: Peter Lang, 2002, s. 156-
157.
142 Nachgelassene Fragmente 1887-1888, 11[110] (KSA 13). Siðferði endurreisnarinnar er herrasiðferði,
sjá Der Fall Wagner (Epilog).
143 Nietzsche, Werke in drei Bánden, 3. bd., s. 596.
144 Der Antichrist 2.
145 Sjá „Hvers er siðfræðin megnug?“, s. 113.