Hugur - 01.01.2004, Page 152
Hugur | 15. ÁR, 2003 | s. 150-173
Michael Hardt og Antonio Negri
Lífpólitísk framleiðsla
— ásamt formála að Veldinu
Formáli
Veldið tekur á sig efnislega mynd fyrir framan nefið á okkur. Við höfum á síð-
ustu áratugum orðið vitni að ómótstæðilegri hnattvæðingu efnahagslegra og
menningarlegra skipta1 2 eftir að nýlendustjórnum var steypt. Eftir að tálmar
Sovétríkjanna gegn kapítalískum heimsmarkaði hrundu loksins varð ekki
snúið aftur af þessari braut sífellt hraðari hnattvæðingar. Samfara tilkomu
heimsmarkaðar og hnattrænnar hringrásar á sviði framleiðslu hefiir ný heims-
skipan htið dagsins ljós, ný rökvísi og ný formgerð yfirráða - nýtt form fiill-
veldis. Veldið er sú pólitíska sjálfsvera sem á áhrifaríkan hátt stjórnar þessum
hnattrænu skiptum, sá fullvalda máttur sem ríkir yfir heiminum.
Margir halda því fram að hnattvæðing kapítahskrar framleiðslu og skipta
þýði að efnahagsleg tengsl hafi orðið sjálfráðari gagnvart pólitískum yfirráð-
um, og að af þessum sökum hafi póhtískt fullveldi dvínað. Sumir fagna hér
nýjum tímum þar sem kapítalískt hagkerfi losnar undan takmörkunum og
spillingu sem pólitísk öfl hafi þröngvað upp á það; aðrir syrgja þetta sem
endalok þeirra stofnanabundnu leiða sem verkamönnum og borgurum voru
færar til að hafa áhrif á eða vefengja kalda rökvísi kapítahsks hagnaðar. Það
er sannarlega rétt að smám saman hefur dregið úr fullveldi þjóðríkja samfara
hnattvæðingarferlinu þótt það sé enn til staðar. Helstu áhrifavaldar fram-
leiðslu og skipta - peningar, tækni, fólk og vörur - eiga nú æ greiðari leið yf-
ir þjóðríkjamörk; og því hefur þjóðríkið sífeilt minna vald til að stjórna þessu
flæði og iðka mátt sinn yfir hagkerfinu. Jafnvel máttugustu þjóðríki geta ekki
lengur talist hæstráðandi og fullvalda yfirvald, hvorki utan landamæra sinna
né jafnvel innan þeirra. Dvínandi fullveldi pjóðríkja pýðir samt sem áður ekki
að fullveldið sem slíkt hafi dvínað? I öllum umbreytingum samtíma okkar
1 [Orðið sem notað er í frumtextanum, exchange(s), vísar bæði til viðskipta og menningarlegra samskipta
og er þýtt sem ‘skipti’ hér og víðar í textanum. Allar athugasemdir innan hornldofa eru þýðanda.]
2 Um dvínandi fullveldi þjóðríkja og umbreytingu fullveldis í hnattkerfi samtímans, sjá Saskia Sassen,
Losing Control? Sovereignty in anAge of Globalization (New York: Columbia University Press, 1996).